Íþróttagreinar

Knattspyrna
Valsmenn í Reykjavík boðuðu eitt sinn komu sína norður í land til að keppa við Húsvíkinga og Akureyringa í öðrum aldursflokki karla í knattspyrnu. Það var í júní 1932. Valsmenn báru sigur úr bítum í öllum sínum leikjum og Völsungur vann KA og Þór.

Handknattleikur
Snæbjörn Einarsson frá Garði í Þistilfirði var á Húsavík veturinn 1930-31 og kenndi leikfimi við barnaskólann. Hann var fyrstur manna til að kenna handknattleik á Húsavík en hann leiðbeindi stúlkum í íþróttinni. Íþróttin var lítið stunduð á Húsavík fyrir þann tíma.

Skíði
Við stofnun Íþróttafélagsins Völsungs var að mestu gleymd sú list sem Nikulás Buch kenndi í héraðinu meira en einni og hálfri öld áður. Sú list var að renna sér á skíðum. Völsungar kunnu kannski ekki svig…

Frjálsíþróttir
Fyrstu árin virðist vera að frjálsíþróttastarfið hafi verið stundað á frekar óskipulagðan hátt. Félagið átti þó einhver áhöld til að stunda frjálsar íþróttir og einnig var hefð fyrir því á Húsavík að hlaupa langhlaup…

Fimleikar
Þann 11. september 1932 var haldinn félagsfundur hjá Völsungi þar sem samþykkt var áskorun um að koma upp köldu steypubaði við leikfimisal sem var á neðri hæð Samkomuhússins á Húsavík.

Badminton
Í upphafi 6. áratugarins stunduðu nokkrir Húsvíkingar badminton á efstu hæð aðalbyggingar Kaupfélags Þingeyinga við Garðarsbraut.

Blak
Blakíþróttin er ung á Íslandi miðað við aðrar íþróttagreinar. Fyrsta Íslandsmótið í blaki var haldið 1971 og Blaksamband Íslands stofnað 11. nóvember 1972.

Sund
Sundlaug Húsavíkur var opnuð árið 1960 og strax hófst metnaðarfullt starf hjá Völsungi hvað varðar sundíþróttina. Félagið fékk leiðbeinendur og kennara til að sjá um þjálfun deildarinnar.
Aðstaða
Framan af hafði Völsungur ekki aðgang að neinu því sem myndi kallast íþróttamannvirki. Þegar drengir og stúlkur á Húsavík byrjuðu að stunda skipulagt íþróttastarf var engin sundlaug á Húsavík.
Félagsmál
Stjórnarformenn Völsungs komu allir úr röðum stofnenda félagsins fyrstu tólf árin. Það voru þeir Jakob Hafstein, Bjarni Pétursson, Jón S. Bjarklind, Albert Jóhannesson, Helgi Kristjánsson og Jóhann Hafstein.