Íþróttagreinar
Knattspyrna
Valsmenn í Reykjavík boðuðu eitt sinn komu sína norður í land til að keppa við Húsvíkinga og Akureyringa í öðrum aldursflokki karla í knattspyrnu. Það var í júní 1932. Valsmenn báru sigur úr bítum í öllum sínum leikjum og Völsungur vann KA og Þór.
Handknattleikur
Snæbjörn Einarsson frá Garði í Þistilfirði var á Húsavík veturinn 1930-31 og kenndi leikfimi við barnaskólann. Hann var fyrstur manna til að kenna handknattleik á Húsavík en hann leiðbeindi stúlkum í íþróttinni. Íþróttin var lítið stunduð á Húsavík fyrir þann tíma.
Skíði
Við stofnun Íþróttafélagsins Völsungs var að mestu gleymd sú list sem Nikulás Buch kenndi í héraðinu meira en einni og hálfri öld áður. Sú list var að renna sér á skíðum. Völsungar kunnu kannski ekki svig…
Fimleikar
Þann 11. september 1932 var haldinn félagsfundur hjá Völsungi þar sem samþykkt var áskorun um að koma upp köldu steypubaði við leikfimisal sem var á neðri hæð Samkomuhússins á Húsavík.
Frjálsíþróttir
Fyrstu árin virðist vera að frjálsíþróttastarfið hafi verið stundað á frekar óskipulagðan hátt. Félagið átti þó einhver áhöld til að stunda frjálsar íþróttir og einnig var hefð fyrir því á Húsavík að hlaupa langhlaup…
Aðstaða
Framan af hafði Völsungur ekki aðgang að neinu því sem myndi kallast íþróttamannvirki. Þegar drengir og stúlkur á Húsavík byrjuðu að stunda skipulagt íþróttastarf var engin sundlaug á Húsavík.
Félagsmál
Stjórnarformenn Völsungs komu allir úr röðum stofnenda félagsins fyrstu tólf árin. Það voru þeir Jakob Hafstein, Bjarni Pétursson, Jón S. Bjarklind, Albert Jóhannesson, Helgi Kristjánsson og Jóhann Hafstein.