Viðtal við Vilhjálm Pálsson

Þann 22. maí 2015 tók Jóhannes Sigurjónsson viðtal við Vilhjálm Pálsson um liðna tíma. Viðtalið var tekið á Grænatorgi, Húsavík.

Hér má hlusta á spjall þeirra félaganna og einnig lesa.

V. er Vilhjálmur Pálsson

J. er Jóhannes Sigurjónsson

J: En Villi, svona fyrstu bara afskipti og minningar frá íþróttum hérna á Húsavík?

V: Ertu kominn í gang?

J: Já.

V: Þær eru náttúrulega tengdar systrum mínum.

J: Já, handboltakonunum?

V: Handboltakonunum og sko þá er ég orðinn tíu ára gamall og þá voru þær í handbolta og Jónas Geir réðist íþróttakennari hérna, upp úr 1930.

J: Þú ert fæddur hvenær?

V: ´29.

J: Já okei.

V: ´49 nei eða hérna um ´40 þá eru þær taldar bestar á Norðurlandi og jafnvel þótt víðar væri leitað.

J: Alveg rétt

V: Það reyndi aldrei á þær.

J: Nei, alveg rétt.

V: Þær fengu aldrei að spila við Íslandsmeistara. Og hérna maður fylgdist náttúrulega með þessu.

J: Já, já. Þær eru þetta eldri en þú.

V: Já, síðan kemur þarna upp úr 1940 þá er farið í gang landsmót ungmennafélaganna og fyrsta landsmótið var held ég á Hvanneyri árið 1940, 41, 42 eða 43 og þar frétti ég af íþróttamönnum, afreksmönnum, síðan gerðist það rétt upp úr því að það var árleg keppni Austfirðinga og Þingeyinga. Þá komu Austfirðingar hingað, ég man eftir því að það var glímukeppni hérna í samkomuhúsinu þar sem var að glíma austfirskt tröll við Harald á Einarsstöðum, síðan á Jaðri. Austfirska tröllið var svona tveggja metra maður en Haraldur hefur verið svona 1,65, eitthvað svoleiðis.

J: Já, passar.

V: Eldsnöggur og…

J: Sennilega Einherji, Vopnfirðingur.

V: Og ég man, ég horfði á þessa glímu, þá hef ég verið svona 10, 11, 12 ára og hún er mér minnisstæð því að Austfirðingurinn ætlaði að taka Harald á sniðglímu eða klofbragði og Haraldur hljóp upp úr bragðinu og upp á bringuna á Austfirðingnum. Rak hnéið í bringuna eins og var kennt í vörn í gamla daga.

J: Að sjálfsögðu.

V: Er það ekki? Þorsteinn Einarsson var að kenna okkur glímu. Og hérna, þar hélt hann sér og Austfirðingurinn snerist með hann þarna hring eftir hring. Og þá kallar Jónas Hagan, eftirminnilegur, „ætlaru ekki að fara láta manninn niður?“ Og Austfirðingurinn gerði það og steinlá um leið því Haraldur setti hann á leggjabragð.

J: Já þegar hann nam við gólf.

V: Þegar hann nam við gólfið sko. Þetta var nú, síðan sko..

J: Ert þú eitthvað byrjaður í íþróttum þarna?

V: Ekki þarna sko, bara að leika mér eins og allir krakkar í bænum sko. Í fótbolta og frjálsum.

J: Úti á, úti á Höfða eða?

V: Á gamla Höfðavelli sem var okkar svæði sko. Þá var stökkgryfja á Harðbala sem að er þar sem að olíutankarnir eru núna.

J: Já, svona framarlega.

V: Já rétt þarna hinu megin við gamla Fjalars(?). Þar var stökkgryfja og Harðbali þar, hitt var eiginlega uppblásið. Svo var tún sem var gert að fótboltavelli sem að smá saman óðst nú upp…

J: Varð moldarvöllur.

V: …gerðu það um kringum 1960 líklega eða sett á möl á hann. Þar spiluðum við fótbolta og vorum í frjálsum og stelpurnar handbolta. Þá var þetta kvennalið farið að eldast. Þær komu úr skúrunum á kvöldin, beitiskúrunum, en þá tóku aðrar við og það var hérna mikil hefð fyrir kvennahandbolta fram undir 1950.

J: En var einhver karlahandbolti á þessum árum:

V: Það var aðeins já, ég man eftir því við æfðum fyrir 1950, þá æfðum einu sinni fyrir Norðurlandsmót.

J: Já okei, ég man ekki eftir að hafa heyrt talað um það.

V: Pabbi þinn var í því man ég eftir, Sigurjón.

J: Og gátuð þið eitthvað?

V: Og hérna hann hafði vanist þess í MA, við vorum bara glettilega góðir.

J: Þið hafið samt ekki þorað að spila við stelpurnar?

V: Nei en við spiluðum á Norðurlandsmóti við Akureyringa.

J: Í handbolta?

V: Í handbolta.

J: Ég hef aldrei heyrt af þessu. Að karlar hafi eitthvað verið í handbolta á þessum árum.

V: Hann kom hérna skal ég segja þér sá sem var nú forystumaður í þjálfun á þeim árum og lengi á eftir, Tóti í Val, Þórarinn… Hvers son aftur?

J: Eyþórss…

V: Eyþórsson?

J: Ég held það en það er nú hægt að finna út úr því.

V:  Hann var bara kallaður Tóti í Val.

J: Ég veit hver hann var, var stór og feitur síðast.

V: Hann var enn að sko, svo ég stökkvi nú bara yfir í 1965 þá var hann landsliðsþjálfari í ungliðalandsliði kvenna.

J: Var hann ekki orðinn mjög feitur svona í restina?

V: Jú, mjög feitur.

J: Ég man eftir honum.

V: Hann var aðalþjálfari.

J: Og kom hann eitthvað hingað sem sagt?

V: Hann var hérna landsliðsþjálfari þeirra, þær voru hérna Bogga og Adda, og ég sendi þær suður handa honum til að prófa þær.

J: Já, hann er ennþá þá?

V: Þá var hann enn. Hann kom alltaf á Laugarvatn og var með námskeiðin fyrir íþróttakennarana og ég þekkti hann ágætlega og heimsótti Reykjavíkurárin mín. En hann kom hérna og var með námskeið fyrir stelpurnar og þá byrjuðum við einhverjir strákar að leika okkur en það varð svo ekkert meira sko, þetta var engin aðstaða.

J: En þetta var sko, á þessum, þegar þú ert strákur svona 10, 12, 14 ára, er þá ekki svona, mikið um skipulagðar æfingar á vegum Völsungs?

V: Nei það var ekki mikið.

J: Þannig að þið hafið bara meira en minna bara verið að gera þetta sjálf?

V: Já já.

J: Leika sér í fótbolta, leika sér í frjálsum.

V: Sko Jónas Geir var með stelpurnar í handbolta.

J: Þannig að hann hefur verið með æfingar?

V: Já og hann var ekki mikið í frjálsum eða þessu, með strákana.

J: Þannig að þið hafið ekki verið að keppa, t.d. í yngri flokkum í fótbolta eða það hefur kannski ekki verið til yngri flokkar eða?

V: Nei, nei.

J: Það var ekkert svoleiðis.

V: Hins vegar byrjuðum við um leið og við gátum farið að gera eitthvað í frjálsum.

J: Að keppa þá?

V: Og þá bara þegar við vorum 16, 17, 18 ára þá vorum við farnir að keppa og við fórum…

J: En ekki fyrr? Ekki 13, 14, 15 ára?

V: Nei, en þarna vorum við algjörlega á eigin vegum.

J: Já, þið ekki með þjálfara. Þið eruð bara að gera þetta sjálfir.

V: Bara alveg og hérna svo við höldum okkur við þetta tímabil þegar hvað, 17 ára, já þá er nefnilega landsmótið á Laugum ´46. Þá keppi ég í fyrsta skipti á landsmóti.

J: Í frjálsum?

V: Já. 17 ára gamall.

J: Hafðir þú þá ekki raunverulega ekki haft svona formlega þjálfun?

V: Nei nei ekki neitt.

J: Ekki neitt? Bara mætir þarna á eigin forsendum?

V: Bara mæti og kasta spjóti.

J: En varstu þá skráður fyrir Völsung eða HSÞ? HSÞ náttúrulega já, en Völsungur var…

V: Völsungur var inn í HSÞ. Síðan er það sko, ´48, þá förum við félagar á drengjameistaramót Íslands, ´47 og gerðum frægðarför.

J: Þú og einhverjir fleiri sem voru með?

V: Já, Sonni var í ,Karl H. Hannes hann var í 400 metra hlaupi og var agalegur jaxl í íþróttum.

J: Já var það virkilega?

V: Var á skíðum líka og hann var þarna minnir mig fjórði í 400.

J: Já sko til.

V: En aðallega hérna vorum við að mala gullið hérna ég og Finnbogi nokkur Stefánsson frá Geirharðsstöðum í Mývatnssveit. Hann var alveg óhemju mikið efni í millivegarlengdarhlaupara.

J: Var hann einn af þessum systkinum sem fengu þennan sjúkdóm þarna?

V: Hann fékk hann ekki. Ég held hann sé lifandi ennþá. Hann giftist systir Sigga hérna, Sigga skipstjóra. En hann var, við fórum þarna á drengjameistaramótið og þú sérð, miðað við hvað við vorum mikið þjálfaðir að þegar við komum suður þá förum við að ræða hvernig við eigum að taka þá. Við höfðum ekkert, við æfðum bara.

J: Þið hafið ekkert verið búnir að keppa við þessa snillinga?

V: Nei,nei og vissum ekkert nema ég reyndar var búinn að heyra hvað þeir köstuðu langt og Finnbogi vissi hvað þeir hlupu en hann hafði enga reynslu af þeim og við lögðum upp með það hjá Finnboga að hann reyndi að átta sig á hvernig þessir stórsnillingar þarna og þekktir hlauparar, hvað þeir hefðu miðað við hans eðlilega hraða og svo myndum við bara að sjá til en það sem að klikkaði í okkar skipulagi var það að þegar hlaupið var hérna á Laugum á héraðsmótunum þá var sá sem startaði með hvítan vasaklút og klukkumenn voru við markið hinu megin og hérna, þegar klúturinn féll niður á fóru klukkurnar í gang eða það var flautað en þá var svolítill tímamunur því að hljóðið er svolítið lengur að berast af því að endamarkið var ekkert við rásmark. Það þurfti að vera merki. Þessu var Finnbogi vanur en þarna var ræst með byssu, hann hafði aldrei, maðurinn stóð aftan við hann þegar hann skýtur.

J: Andskotinn

V: Og Finnbogi sem átti að hlaupa bara rólega og vera svona í miðri röð einhversstaðar.

J: Hann hefur tryllst?

V: Hann bara hrökk við og bara æddi áfram og þegar hann var kominn svona 100 metra þá hleypur hann framhjá mér og þá man hann eftir skipulaginu svo hann hægði á sér svolítið svona en maður lét hann nálgast mig og hann, svo sá hann að best væri að hlaupa bara á sínum hraða.

J: Á fullu?

V: … hann var lang fyrstur í mark.

J: Þarna eru þið ungir gaurar, þið eruð að ráða ráðum ykkar. Það er enginn þjálfari sem er að leggja ykkur strategyu eða neitt slíkt.

V: Síðan hérna vann hann bæði 800 og 1500. Ég var aftur…

J: Já. Var þetta unglingameistaramótið?

V: Unglingameistaramót sem var upp í 19 ára.

J: Á Melavelli þá?

V: Já, við vorum þarna 18 ára gamlir en þarna voru kappar eins og nafni minn Vilmundarson sem að var Ólympíufari í kúluvarpi árið eftir, ´48 og mikill kastari, Hrólfur sleggja sem var alveg heljarmenni, ofurmenni í þessum köstum.

J: Þórður B. Sigurðsson.

V: Já. En ég var að keppa þarna í kúlu, kringlu og spjóti og var náttúrulega bara eins og rindill miðað við þessa…

J: …heljarkappa.

V: … en það var allt í lagi spjótinu sko því að hérna, þeir voru ekkert þar í þessir jaxlar, ég vann það með töluvert miklum yfirburðum . En svo var ég helvíti montinn af því að vinna þá í kringlunni, ég vann líka kringluna.

J: Ekki kannski ekki að æfa hana mjög mikið eða hvað?

V: … og kastaði heila 45 metra, drengjakringla sko. Ég var bara búinn að æfa hana út á túni.

J: En sko…

V: En svo var ég annar í kúlu, á eftir ofurmenninu nafna mínum.

J: Já, Vilhjálmi Vilmundar.

V: Og það var svolítið…

J: Var Vilmundur Vilhjálmsson sem síðar varð hlaupari sonur hans eða? Hann Vilmundur Vilhjálms er á svipuðum aldri og ég og var mikill 100 og 200 metra hlaupari.

V: Já. Hann er sonur hans sem sagt og Björn Vilmundarson sem var líka hlaupari, myndlistamaður, hann var bróðir hans. Mikill vinur Sigurðar Hallmars í myndlistinni. En þetta var náttúrulega frægðarför.

J: En hvenær er byrjað í fótbolta?

V: Síðan er það ´49 landsmótið á Hveragerði, átti að vera á Eiðum en það var ófært að Eiðum beggja megin frá útaf snjó, mánaðamótin júní-júlí, það var bara flutt í Hveragerði. Þá vorum við með hörku lið, í því var handboltastelpur.

J: Allt þá á vegum HSÞ?

V: Já.

J: Á þessum landsmótum auðvitað.

V: En fótbolta sko æfði ég bara ekkert, ég bara spilaði fótbolta á haustinn þá voru Norðurlandsmótin.

J: Voru þið ekki að æfa ykkur, æfa á…

V: Ég var að æfa frjálsar.

J: Þú varst í frjálsum. Það hefur verið, þú hefur tekið..

V: Minn tími fór í það en ég var oft að leika mér og svo fengu þeir mig í liðið bara til að hlaupa.

J: Þannig að þú hefur aldrei lagt það mikið fyrir þig í fótbolta?

V: Í raunar þegar uppi er staðið í sambandi við fótboltann þó ég gerðist nú fótboltaþjálfari þá kunni ég tiltölulega minnst í honum af þessum íþróttum. Ég kunni að þjálfa náttúrulega en skipulag og svoleiðis, það var ekkert.

J: Þannig að frjálsar hafa verið þín svona helsta keppnisgrein?

V: Já, en við höldum okkur við þennan, þessi ár þá eru þarna mikill áhugi fyrir skíðum, fyrir 1950.

J: Og við áttum bara þokkalega menn var það ekki?

V: Já, við áttum, en að vísu fengum við ekki mikil tækifæri til að keppa en þeir tóku þó þátt í mótum.

J: Var það bæði í göngu- og alpagreinum?

V: Nei það var alpagreinar og stökk.

J: Og stökk líka.

V: Það var reyndar, 1940 var Íslandsmót á Akureyri í, þá í öllum greinum og þá fór einn Húsvíkingur til að keppa í 30 km skíðagöngu, Gísli Steingrímsson í Túnsbergi.

J: Bróðir Matta og þeirra?

V: Já.

J: Og Halla gosa.

V: En til þess að geta keppt í þessari 30 km skíðagöngu á Akureyri þá þurfti hann að ganga inn eftir deginum áður.

J: Á skíðunum? 90 km?

V: Já og talaði um það eftir keppnina sko að þetta hafi verið helvíti stutt ganga, hann hefði gengið mikið hraðar hefði hann vitað hvað þetta væri stutt.

J: Enda nýbúinn með 90 km.

V: En hérna,

J: En hann sem sagt, það voru, en það voru þokkalegir skíðamenn hérna þá?

V: Já, það voru alveg ágætis skíðamenn hér.

[Innskot Ingólfs]: Hverjir voru?

V: Aðalkapparnir voru náttúrlega í alpagreinum og í stökkunum var Birgir Lúlla og Steini Birgis. Þeir voru yfirburðamenn.

J: Þeir voru yfirburðamenn?

V: Okkar svona fyrirmyndir sko.

J: En Gísli Ásgeir, var hann á svipuðum aldri?

V: Gísli var yngri. 

J: Hann er yngri já. Þetta voru þeir sem þið lituð upp til?

V: Já, þeir voru svona aðal karlarnir og á þessum árum er, þá eru bara margir strákar hérna sem eiga norsk stökkskíði. Súperfín stökkskíði og það var mikil stökkhefð frá 1945 líklega til 1950 sko.

J: Var þetta ekki þegar þeir Ruud-bræðurnir voru að gera það gott í Noregi á Ólympíuleikum. Birgir Ruud og…

V: Og allir hérna með svona norsk stökkskíði.

J: Hvar var pallur?

V: Það var nú þannig að það voru byggðir pallar bara þar sem snjórinn var. Það var aðallega í Stöllunum, þetta voru geysileg mannvirki.

J: Bara úr snjó?

V: Já, það var reyndar seinna, þá var byggður jarðvegspallur í Stöllunum, sem að er stökkpallur og lendingapallur en til að hægt sé að stökkva 30 metra þá þurfti að vera heilmikið mannvirki stökkpallurinn og ennþá meira mannvirki lendingapallurinn og í þessu þurfti alltaf að moka upp snjó og á þeim árum þá voru atvinnumál Húsvíkinga, helmingur karla á veturna var á vertíð, hinn helmingurinn var hérna og fór í skipavinnu einu sinni mánuði eða eitthvað hjá Kaupfélaginu og bagsa með kýr og kindur og það var ekki talað um atvinnuleysi, þeir voru bara hérna, ekkert mál að fá þá til að koma með skóflurnar og moka.

J: Þetta var allt saman handmokað?

V: Já, handmokað. Mokuðu palla.

J: Það hefur komið sér vel, atvinnuleysið hefur komið sér vel fyrir Völsung.

V: Þarna voru sko Steini og Birgir, svo varð að fá þjálfari frá Siglufirði til að kenna þetta allt saman og síðan urðu snjallastir yngri menn sko, það var Ásgarðsbræður, Gísli var mjög góður. Helgi bróðir hans var sérstaklega tæknilega skemmtilegur, svo lipur og síðan var Strandbergs, Stjáni í Strandbergi. Hann var mjög góður.

J: Nú. Var hann góður skíðamaður?

V: Bjarni Sigurjóns og Sonni og þetta voru fleiri strákar sem voru, Reynir Jónasson átti stökkskíði man ég, hérna í skóbúðinni. Það var annar hver strákur sem átti stökkskíði. Þetta var vetrarsportið og síðan var náttúrulega…

J: En þetta, það var mikill áhugi á þessum árum og þátttaka.

V: Mjög mikill.

J: En voru einhver mót hérna?

V: Já, já.

J: Og menn hafa komið og horft á þau?

V: Það var einn frændi minn, Óli Páll Kristjánsson…

J: Já, ljósmyndari.

V: … sem að var hérna mikill íþróttakappi, hann var líka góður í frjálsum, hann var drengjameistari í langstökki og þrístökki þegar hann fór. Og við vorum að stökkva upp í Stöllum 1947 að morgni dags, þá var blæjalogn og við heyrum brak og bresti sko, einhvern hávaða og höldum að ísinn á Botnsvatni sé að bresta. Svo komum við heim í vinnuna og þá koma fréttir, Hekla var að gjósa.

J: Já, þið heyrðuð það.

V: Já og það sáust engin…

J: Þetta var 1947.

V: Það sáust engin merki. Það var ekki, við fengum enga aðra skýringu.

J: Það hefur verið svona hljóðbært við sérstakar aðstæður. En varst þú ekki sjálfur á skíðum á fullu?

V: Jú, jú, ég náttúrulega var í því eins og öllu öðru sko.

J: En varstu gó…

V: Nei ég gat ekki nei..

J: Þú hefur ekki verið kappi eins og þeir?

V: Jú, jú ég var að keppa og ég gat bara ekki mikið.

J: Jáhá.

V: Jú ég keppti í svigi og ég keppti í stökki og það var nú einu sinni, svo ég segi nú aðeins frá Óla Páli, hann átti nú foreldra sem að voru mjög ánægð með að hann skyldi vera í íþróttum en mamma, frænka mín Rebekka Pálsdóttir, var afskaplega áhyggjufull alltaf útaf Óla Páli. Ef hann fékk kvef þá þurfti ég að fara með hann heim og hann þurfti að fara yfir vaskafat með gufu, þú getur nú strikað þetta út,

J: Já, já, við látum það…

V: Einu sinni komu þau upp til að horfa á stökkmót í Stöllunum, þá gerði svona suðaustan vind, þannig að það var ekki nokkur leið að hefja sig í svif og það var nú, þá var nú áform um að hætta við en Steini Birgis, hann gat það við allar aðstæðu, haggaðist ekki í loftinu,

J: Hann hefur verið svo grannur að vindurinn hefur ekki náð tökum á honum.

V: Hann var með svo ótrúlegt jafnvægi. Þegar að ég kem þá kemur vindur undir skíðin hjá mér og ég snýst við og skíðin eru uppi og hausinn á mér niður, þannig lenti ég á öxlunum. Þeim leist nú ekkert á þetta, Óli Páll átti að stökkva á eftir. Þegar að ég kom til þeirra, Bekku og Kristjáns og það nú ekkert. Þegar hann kemur þá kemur hliðar vindur og hann fýkur út úr brautinni og lendir í ruðningnum og veltist hann um og heppinn að hann skyldi mölva sig ekki.

J: Og móðir hans gjörsamlega…

V: Það var ekki gott að hún skyldi koma þarna.

J: Og verða vitni að þessu.

V: En já, þessi tími, á veturna var það skíðin og sumrin…

J: En hvenær sko, en sko, hvenær hérna. Síðan er það raunverulega. Þinn þjálfaraferill byrjar þegar þú ert búinn að vera í íþróttakennaranum.

V: Svo gerist það sko, að eftir þessa frægðarför þarna suður í drengjameistaramótið þá fer ég að hugsa að það væri örugglega sniðugt að fara í íþróttakennslu, allavega læra eitthvað í því og hugsa um að sækja um íþróttakennaraskólann, þar næsta vetur sko. Þá er verið að stofna gagnfræðing hérna og mínir jafnaldrar hérna, Diddi Hall…

J: Þeir fóru hérna í gagnfræði…

V: Okkur stóð þetta til boða en þá var ég, af því að ég var búinn að hugsa um hitt framhaldið, engar íþróttir hér, bara gamla samkomuhúsið, þá fer ég að hugsa um að það sé skynsamlegt hjá mér að fara í Lauga, Laugaskóla. Íþróttir alla daga vikunnar og tvisvar á dag. Sæki um þar og fer þangað þennan vetur, kemst þar í fautaform og þá er ég kominn með þessa, síðan fæ ég í íþróttafræðiskólann og ætla að fara þangað ´48-´49.

J: Þá varstu næstum búinn að drepa þig? Var það ekki þá?

V: Þá var ég næstum búinn að drepa mig.

J: Já segðu frá þessu, ég er búinn, þetta er svo ótrúlegt atvik.

V: Um haustið.

J: Já þið eruð að vinna.

V: Við erum að byggja fiskiverið.

J: Já, þarna gamla.

V: Þar sem pabbi þinn, Sigurjón, við vorum fengnir til að leggja járn í öll stærri húsin hérna í bænum.

J: Já, Kaupfélagið.

V: Kristinn Bjarna fékk járnateikningar sem hann aldrei þurfti að hugsa um og henti þeim í okkur og sagði okkur að lesa út úr þessu, vitleysu þarna.

J: Svo lögðuð þið járnin?

V: Svo lögðum við járnin, þar með var ég, þá var ég kominn upp í efstu hæð í skör og hékk ógætilega út á brún og rann bara fram af í kæruleysi og þekkingarleysi.

J: Þetta eru hvað?

V: Það eru margir metrar niður.

J: Niður á stétt bara? Var búið að steypa eitthvað?

V: Bara með grjóti undir.

J: Bara grjóti undir já.

V: Þetta hefur verið austan megin.

J: Já, sjávarmegin.

V: Það hefur ekki verið jafn svakalegt og þú sérð að vestan en það var sama, það var fleiri metrar niður í grjótið og með hausinn á undan fálmaði ég út og finn vír til að grípa í, hann er kannski af því að ég er svona til hliðar með hendina…

J: Já grípur í vírinn sem stendur svona, stóð út úr vegnum.

V: Já, ég var með vinnuvettlinga og þetta eru stórir vírar sko, ég næ góðu taki, útaf því að ég er svona langt frá honum myndast sko þessi sveifla, ég fer ekki beint niður, ég hefði aldrei getað haldið því og í þessari sveiflu þá fer ég bara eiginlega átakalaust, eins og ég væri í stangarstökkvi á nýtísku stöngunum, að ég fer bara hringinn.

J: En haldið utan um vírinn?

V: Já en það hefur ekki verið orðið neitt sko, átak að halda.

J: Ertu þá svona bara rétt kominn fram af brúninni eða?

V: Nei,  nei, þetta var svona á miðri leið niður. Ég var kominn á mikla ferð sko en af því að ég gríp svona langt frá mér þá kemur þessi…

J:… þá kemur sveifla í staðinn fyrir, ef þú hefðir haldið áfram beint niður þá hefði…

V: Ég fer bara áfram hringinn og þegar ég er kominn þarna aftur þá missi ég takið og þá bara lak ég niður í steininn og meiddi mig ekki neitt en sleit vöðva í kviðnum, þurfti að fara á sjúkrahúsið á Akureyri til þess að láta sauma það saman.

J: Þá komstu ekki í skólann?

V: Það frestaðist um ár, ég fór ´49-´50 en þá er svona á þessum árum er lægð í íþróttastarfi, þá er ég kominn meira svona í fótbolta með gömlu jöxlunum.

J: En byrjar þú, þú byrjar ekki að kenna hérna á Húsavík?

V: Nei, þegar að ég kem úr skólanum, ég hef reyndar byrjað að þjálfa. Þegar að ég kem úr skólanum ´50 um vorið þá fer ég að þjálfa hérna í HSÞ og Húsavík og Norðurþingi í tvö ár, á sumrin.

J: Og ertu keyrandi á mótorhjóli útum allar trissur? Var það ekki?

V: Jú, ég þurfti sko, ég keyrði á mótorhjóli fram í Bárðardal, Mývatnssveit, Lauga, Húsavík, Ásbyrgi, Kópasker, Raufarhöfn, bara…

J: Og hérna varstu… gistirðu? Keyrðiru og þjálfaðir bara?

V: Nei,  nei, ég gisti. Þetta var þrælskipulagt.

J: En þetta er bara á sumrin?

V: Já, ´51 og ´52 og ´52 þá erum við með, þá erum við með, þá er landsmótið á Eiðum og þá er ég orðinn þjálfari frjálsíþróttafólksins og við erum með hörkulið og unnum frjálsíþróttirnar og þar var skemmtileg saga af Finnboga, Mývetningi sem átti að vinna víðavangshlaupið og hann var sko, við vorum búin að plana þetta allt saman, hvernig við áttum að vinna frjálsar. Stigin hér og stigin þar, Hallgrímur á Laxamýri í kúlu og kringlu, heljarmenni, Hjálmar Torfa í hérna í köstunum líka og þrístökki. Ég keppti í einum fjórum greinum þar, þar kom Vilhjálmur nafni minn Einarsson til skjalanna. Hann er að keppa þarna í fyrsta skipti og þarna sem sagt, já. Sagan af Finnboga hún er skemmtileg. Hann kom fjórði í mark í víðavangshlaupinu, þá var hlaupið bara utan vallar náttúrulega og menn komu síðan bara síðasta spölinn inn á völlinn, fara útaf vellinum og kom svo fjórði í mark. Ég fór í Finnboga og sagði „hvað gerðist?“ Hann virtist ekki vera haltur eða neitt og hann vildi ekkert segja og ég fékk ekkert að vita. 50 árum seinna þá er ég með eldri borgurum á ferð um Austfirði og þar er leiðsögumaður sem við fengum til að sýna okkur Austfirði sem að spyr í rútunni „voru einhverjir ykkar á landsmóti UMFÍ ´52?“ Ég hélt það nú. „Ja það er gaman að spjalla við þig því að ég vann víðavangshlaupið.“ Þá hugsaði ég „nú fæ ég söguna.“ Hvað gerðist? Og hann sagði mér allt um það. Finnbogi hefði verið langfyrstur allt hlaupið, svo kom hann sagði hann og tveir aðrir með sér, svona mörgum tugum metrum á eftir Finnboga og voru að berjast um 2., 3. og 4. sætið. Þá var hlaupið á merkjum, það eru flögg sem segja hvar eigi að beygja og sum voru ekkert greinileg og hann segir að þegar Finnbogi kemur að flagginu sem á að beygja niður á völlinn þá er staur dálítið langt frá sem honum sýnist vera flagg og hann hleypur áfram. „Og þegar ég kem að flagginu segi ég“ sagði karlinn, „kallaði ég: Finnbogi, það á að beygja hérna. Og síðan bara beygðum við, þessir þrír og tókum endasprett.“ Og Finnbogi náði okkur ekki. Hann vildi ekki segja.

J: En þegar þú ert að koma hérna sem íþrótttakennari, er þá einhver mikil starfsemi á vegum Völsungs?

V: Já, það er…

J: Á sjötta áratugnum sem sagt?

V: Ég, það er ekki fyrr en ´56 því ég er þarna þrjú ár að kenna í Reykjavík, er hérna á sumrin. Síðan fer ég þrjú ár á sjó, vetur og sumar og hérna, kem svo hérna að og þá var náttúrulega aðstaðan eins og hún var, engin.

J: Bara völlur.

V: Gamla samkomuhúsið, þá er strax farið í að, ég var eiginlega búinn að gera samning áður en ég réði mig hingað. Það yrði byggt íþróttahús og það var rokið í það og það síðan tekið í notkun, gamli salurinn hérna, ´59. Sem var tímamótasalur á Íslandi þá útaf áhorfendasvæðinu. Hákon Sigtryggs, hann var arkitektinn, teiknaði þetta og skólann og þegar að við vorum að spá í bygginguna, við vildum náttúrulega fá hana stærri en ríkið borgaði og það var verið að byggja svona skóla um allt land og búið að byggja en þar var módelið að það voru svalir við enda á salnum. Meira að segja stóri háskólasalurinn var þannig og Laugasalurinn stóri, við endann á, upp á og ekkert sást, á Reykjavíkurárunum mínu var ég búinn að keppa í handbolta reyndar, þó að ég væri á vertíð.

J: Var það fyrir ÍR eða?

V: Það var hérna Ármann, bæði í handbolta og… ég fór í sko, þegar ég var að kenna Lauganesliðinu í þrjú ár, þá fór í Ármann til að læra almennilega handbolta og fótbolta. Af því að það var bara mánaðar námskeið, þess vegna var ég ágætlega vel settur í handbolta og körfubolta.

J: Já, þegar þú kemur já.

V: Og ég lék með Ármanni sem var góður þá, ég varð Reykjavíkurmeistari í körfubolta með Ármanni en hérna, þar var keppt sko í Hálaugalandi, gamla bragganum stóra, herbragganum og þar voru áhorfendur…

J: Meðfram?

V: … meðfram og líka á Keflavíkurflugvelli.

J: Sem sagt hafðir þú hönd í bagga með að segja Hákoni…

V: Ég bara réði því.

J: … að áhorfendasvæðin væru til hliðar.

V: … Byggingarnefnd Menntamálaráðuneytis harðneitaði því, það var verið að byggja samskonar hús í Keflavík og þar var vinur minn, Höskuldur góði Karlsson að kenna og við höfðum samráð sko og hann fékk því ekki áorkað en hérna hafði, hann var með húsameistara ríkisins, en hérna hafði ég með Hákon að gera.

J: Þannig að þetta er fyrsti salurinn sem að er með áhorfendasvæði meðfram?

V: Fyrsti salurinn á landinu, tímamótasalur, 200 manns í sæti.

J: Og þessi salur verður til þess að handboltinn og síðar blakið fer á fullt?

V: Þá fer náttúrulega allt í gang, vetrarþjálfun líka fyrir sumar íþróttir.

J: Frjálsar líka?

V: Frjálsar og fótboltann.

J: Þannig að þetta er algjör bylting.

V: Algjör bylting.

J: Kannski einhver, kannski stærri bylting en í raun og veru heldur en þetta hús[íþróttahöllin]. Umbreytingin verður svo rosaleg.

V: Já, í raun og veru. Af því, þarna var þetta bara félagsheimili, krakkarnir fengu að horfa á kvöldin á æfingarnar, bara ef þau voru stillt og prúð og lærðu kannski þá að vera stillt og prúð.

J: Maður sat þarna smákrakki og fylgdist með æfingum hjá þessum stóru.

V: Það máttu allir gera það. En hérna, þar sem sagt ´59…

J: Þú byrjar strax að þjálfa, sem sagt handbolta? Þú náttúrulega byrjar með suma í íþróttakennslunni sko. Þar fengum við svolítinn grunn.

V: Það má segja að þetta hafi verið sko…

J: Þú vinnur þetta svolítið saman.

V: Nú fara nemendur í háskóla í Bandaríkjunum til að stunda íþróttir, þarna stunduðu allir íþróttir, það var ekkert verið að spökulera hvort skólinn eða Völsungur, það var bara íþróttir og ég náttúrulega var með alla krakka og gat talað við alla þarna á daginn og allir komu og spjölluðu hvort sem þau voru að æfa skíði eða…

J: En maður var kominn með undirstöðu í handbolta áður en maður fór að æfa handbolta með Völsungi af því að maður fékk það í íþróttunum.

V: Svo var náttúrulega samsetningin þarna, bæði innan Völsungs. Þar var sko, sko þegar á þetta stig er komið er Þormóður að koma sem formaður, Beisi sem að framkvæmdarstjóri, félagsmálatröll sko,

J: Já, og launalaus náttúrulega.

V: … og ég sá um íþróttirnar. Þetta var sko tríóið. Þannig að hérna…

J: Heilaga þrenningin.

V: … ég ætlaði sko, átti aldrei að vera í stjórn Völsungs en svo bara á aðalfundum þekktu allir krakkarnir mig og kusu mig…

J: og kusu þig auðvitað, þau höfðu atkvæðisrétt.

V: … svo bara vék ég til hliðar í varastjórn eða eitthvað af því að þeir sáu um þessa hlið, félagsmálin. Þormóður var sko, flottur svona formaður, Þormóður var svona diplómat en Beisi aftur þetta framkvæmdatröll. Það þurfti aldrei neitt að hugsa málin eitthvað utan við íþróttirnar. Þannig var þessi samsetning en síðan, síðan er önnur samtenging en það var í skólanum. Þegar að ég kem hérna fyrst, Sigurður Gunnarsson skólastjóri, mjög mikill embættismaður, fastheldinn á fjármuni ríkisins en ég fékk hann til þess fyrsta veturinn, þá uppástóð ég það að þyrftum aðkenna krökkunum á skíði, krakkarnir áttu ekki búnað að því að sum voru fátæk eins og gengur. Við keyptum, skólinn keypti tuttugu pör af skíðum. Þannig að það gátu allir verið með og þá var bara fastur liður í skólastarfinu, það var skíðanámskeið á  hverjum vetri og þá var bara valið góð tíð, stundum fór það þannig að það var góð tíð og stundum bara kom hláka og þá var bara öllu frestað en þá var kerfið í skólanum þannig að skíðin höfðu, það var þema og krakki sem átti að mæta í stærðfræðitíma, ef hann átti að vera þá á skíðanámskeiði þá fór hann á skíðanámskeið. Það var svona ríkjandi, þetta var bara samkomulag. Síðan tekur Kári Arnórs við barnaskólanum og Sigurjón Axel Ben. var hérna fyrst þegar ég byrjaði og Sigurjón kemur svo og tekur gagnfræðiskólann og svo er þetta bara orðið þegjandi samkomulag að ég sé bara um þennan hátt í skólanum. Það var aldrei nein spurning. Ég þurfti ekki einu sinni að biðjast leyfis og ef við þurftum að fara í íþróttaferðir eða eitthvað, að nafninu til nefndi ég það við skólastjórann…

J: En að öðru leyti hefur það bara verið þitt mál.

V: … en það var mitt mál og þetta var náttúrulega ótrúleg samsetning sko, en þetta þýddi það líka að í skólanum þá var nú lausung umþað, gagnfræðiskólanum á þeim árum, enginn talaði um hreyfingarleysi eða offitu en þá var skólinn með fjóra íþróttatíma í viku af fimm dögum.

J: Myndin af strákunum, hérna sem ég birti manstu? 50 ára gömul. Af Sigurjóni Páls og þeim öllum, sem er tekin inni í leikfimisal, þeir eru allir tágrannir, það er einn sem er svona aðeins þéttari, hann væri talinn mjór í dag. Það var hérna Villi Baldurs eða Sigurjón eða einhver. Hitt er allt saman…

V: Já, það góða er að þeir héldu þessu og eru ennþá, það má segja Sigurjón Pálsson og Bjössi Dúa eru pínu þybbnir. En hérna, fjórir tímar á viku í gagnfræðiskólanum og síðan var komið á þeirri hefð, við vorum með þema allan veturinn. Það var fótbolti þema, tímabila, þetta voru þrír innitímar á viku…

J: Sem sagt í íþróttakennslunni sjálfri?

V: … og svo sund. Þá var einn tími í þol og þrek, einn tími í fimleika og einn tími í boltaleiki.

J: Það voru alltaf bestu tímarnir fannst mér.

V: En já, sumir vildu hætta þessari helvítis hestamennsku, stökkva yfir hestinn og fara í bolta en hérna. Svo var sko, þemað þannig að eftir t.d. handboltatímabil, þá var keppni, skólakeppni, bekkjakeppni. Skólamót. Alltaf við lok hverrar annar, og blak, körfubolti og frjálsar og fótboltinn og vorin og haustin. Keppni sko og þarna var alvöru mót ég man ekki betur en þú hafir verið skólameistari og skólamet í hástökki.

J: Ég átti skólamet í hástökki án atrennu og þrístökki án atrennu.

V: Og síðan voru skólamót á skíðum, við skíðuðum alltaf í lok námskeiðs og ég var að lesa í gömlum skruddum mínum, stílabókum, að úrslit í gönguskíðakeppni, ætli það hafi ekki verið 1958 eða ´59, sigurvegari Guðmundur Þorgeirsson, hjartayfirlæknir.

J: Þú varst með þessar bekkjakeppnir og svo var keppt útbær og suðurbær, innan bekkjanna, ég spilaði oft fyrir útbæinn á móti suðurbænum í mínum bekk, á þessum mótum.

V: En þarna sko, var samt skilyrði að, í þessum bekkjakeppnum, að allir yrðu að vera með. Fyrst þurfti að keppa innan bekkjarins hverjir kæmust áfram og þeir máttu velja A-lið, B-lið og allt það og bestu mennirnir saman, allt í lagi með það en eitt sinn kom það fyrir í blaki að B-lið eða C-lið vann. Af því að blakið er þannig að það er enginn einn sem getur unnið leikinn en það urðu allir að vera með.

J: En talandi um blakið, var blak til hérna, þú býrð blak til hreinlega á Húsavík. Er það ekki?

V: Ég náttúrulega kem með það hingað.

J: Já ég meina það. Það er ekki til fyrr en þú byrjar. Þú byrjar bara með það í leikfiminni.

V: Jú, jú, það er bara í þessu þema sko.

J: Þá hafði aldrei nokkur maður spilað blak á Húsavík.

V: Það var eins með körfuboltann, það hafði enginn spilað körfuboltann, það var bara eins í þessu þema.

J: En körfuboltinn, blakið náði sér rosalega á strik hérna en ekki körfuboltinn. Veistu af hverju það er?

V: Það er bara mér að kenna.

J: Það var þér að kenna?

V: Algjörlega sko, ég var kannski bestur í að þjálfa körfubolta en ég bara sé það strax að í körfubolta eru fimm menn inn á vellinum, þetta er svo mikil týpugrein.

J: Já, hún virkar ekki, hæðin og annað.

V: Og hvað, allir hinir, ha? Það var bara eins með frjálsar, ég ætlaði að gera alla að frjálsíþróttamönnum fyrst. En svo bara sá ég að það var ekki fyrir alla. Um að gera að vera…

J: Og blakið er fyrir, já það er rétt.

V: … og ég held að þetta sko, þessi hugsunarháttur, að fá alla til að vera með og alla til að hafa áhuga, að ég gerði könnun um kringum 1975 eða eitthvað svoleiðis í gagnfræðiskólanum, hvað það væru margir sem væru í íþróttum utan skólatíma, utan þessara fjögurra tíma. 90%.

J: Sem voru þá bara í Völsungi.

V: Svo spurði ég hverjir, hvað eru margir sem taka þátt í opinberum íþróttamótum, ekki innan skólans heldur bara opinberum. 74%.

J: Þetta hefur allt verið á vegum Völsungs.

V: Einn gat ekkert í bolta en hann kannski gat verið á skíðum og svo gat annar verið í frjálsum og svona og hérna, þarna var bara tækifæri fyrir alla. Þetta er..

J: Blakið var kannski, má segja það, að þarna eru menn, menn eru að spila blak ennþá, frá 1950, 1970 en þeir eru ekki að spila handbolta segir svolítið um muninn milli greinanna.

V: Blakið er náttúrulega sú íþrótt sem menn geta spilað lengst en þurfa, menn geta…

J: Það er kannski vegna þess að það er auðveldara fyrir menn að spila blak ungir líkar og vera með en að vera í handboltanum eða körfunni. Þú þarft ekki að vera eins góður í blaki og þú ert í…

V: Handboltaáhuginn var mikill, geysilega mikill. Blakið var ekkert svona, mörgum þótti það svona kerlingaíþrótt.

J: Mér fannst það vera tímaeyðsla að vera í blak því ég vildi bara vera í handbolta.

V: Aftur á móti sá ég það að með því að hafa blakið inn í skólanum að margir ykkar sem voruð snjallir í bolta, sumir náttúrulega voru snjallir í öllu sko, þeir hefðu getað orðið góðir í öllu og, en hérna blakið þjálfaði, var góð grunnþjálfun fyrir fótbolta og handbolta. Það var hreyfingin á boltanum, svo í blakinu þurfa allir að reikna með því að geta fengið boltann á sig.

J: Tímasetningarnar og…

V: En í fótboltanum, menn geta bara verið í fríi, nánast.

J: Dögum saman nánast.

V: Og í handboltanum ertu í vörninni eða spila á línunni og svona, en þarna gastu bara alltaf lent í því, ég er klár á því að þið urðuð miklu næmari fyrir hreyfingu boltans.

J: En það eru ótrúlega margir sem hafa orðið landsliðsmenn, Húsvíkingar, grunnurinn sem þú byggir hérna í blakinu, hann hlýtur að hafa veri óhemju, kvenna…, ég veit ekki hvað margar konur, ekki kannski margir karlar, Suddi var, spilaði þó með landsliðinu í blaki.

V: En það var útaf því að við vorum ekki með keppnisaðstöðu, við hættum yfirleitt svona í 3. flokki, vorum nú reyndar með einu sinni í deildarkeppni.

J: En stelpurnar voru, röðuðu sér, urðu landsliðsmenn þegar þær fóru suður.

V: Þær héldu áfram, það var þeirra grein. Já bara yfir veturinn. En við eigum náttúrulega á þessum árum Íslandsmeistara og menn eru að tala um að svona lítið bæjarfélag geti ekki verið í öllu, það er bara í einu á veturna og einu á sumrin.

J: Þarna erum við í öllum andskotanum.

V: En hérna, þá erum við líka að útiloka svo marga, að þeir fái að vera með. Við vorum þarna stórveldi á skíðum og þá voru ekkert margir skíðamennirnir sem voru í öðru, það voru þarna Skálabrekkubræður t.d., en hinir voru yfirleitt ekki í öðru.

J: Hinir voru bara á skíðunum, Björn Haraldur og þessir karlar.

V: Við vorum stórveldi í handbolta, fjölda Íslandsmeistara, stórveldi í blaki, fjöldi Íslandsmeistara, bæði úr 3. flokki og upp úr. Góðir í fótbolta, vorum í 2. deild sem er 1. deild í dag.

J: Þetta er allt á sama tíma sko, upp úr ´70.

V: Allt á sama tíma, svo áttum við frábært frjálsíþróttafólk og meira að segja sundfólk líka. Allir fengu sko eitthvað verkefni og það er náttúrulega, grunnurinn að þessu að þau fái kynningu á öllum þessum íþróttum nógu snemma þannig að þau geti passað sig.

J: Valið.

V: Ég skal segja þér t.d. með árganginn sem þú sást þarna uppstilltan…

J: ´50 módelin.

V: … það voru allir þar einhverjir snillingar í einhverju. Íþróttum, músik, einhverju. Einn passaði hvergi inn í þetta.

J: Var það Stjáni […]

V: Nei.

J: Bjössi í Gati?

V: Það er heilbrigðisfulltrúinn okkar.

J: Já, en þú fórst að láta hann hlaupa var það ekki?

V: Ganga á skíðum, hann var langbestur í að ganga á skíðum, hérna í öllu héraði.

J: Nei, hann var ekki lipur boltamaður.

V: Hann hafði réttan eiginleika, þolið, þrekið og þrjósku.

J: Hann hafði enga sans fyrir bolta eða…

V: Nei ekki nokkra. Þeir skömmuðu mig nú…

J: En þú fannst ekkert handa Bjössa Dúa.

V: Jú, jú, setti hann í hnakkinn.

J: Já, settir hann á hestbak.

V: Hann hefur verið í því síðan.

J: Já það er rétt.

V: En Björn Dúason lærði heilmikið, hann lærði að, hann lærði sjálfsaga. Það sem þú venst, þið kannski munið eftir því, það var kannski hætt, nei ekki þegar þú varst. Ég tók upp á því að skapa aukatíma í íþróttum, ef þið voruð orðnir kyrrir í sætunum og höfðuð hljótt inn í íþróttaklefanum, búnir að breiða handklæði yfir fötin ykkar, þá hleypti ég ykkur inn.

J: Þá fengum við að leika okkur áður en tíminn byrjaði.

V: Þá fengið þið að leika ykkur, frjálst.

J: Með bolta eða hvað sem við vildum.

V: Og hópurinn hans Bjössa átti erfitt með hann, en hann lærði þetta. Þegar þeir kalla svo á mig, ætli það hafi ekki verið 40 ára afmæli eitthvað, útskriftarafmæli og biðja mig um að koma með sér upp í sal og hafa með sér tíma. Ég kem upp í sal og held að ég hafi tekið vitlaust eftir með tímasetninguna, heyrði í engum og hljóti bara að hafa tekið vitlaust eftir og þetta sé ekkert núna. Ég er að hugsa um það að fara bara út og hringja í einhvern en kíki samt fram í klefann svona af gömlum vana, sitja þeir allir þar steinþegjandi. Fimmtugir karlar.

J: Eins og þeir gerðu 40 árum áður.

V: Þá sögðu þeir mér það sem mér þótti mjög leitt að í körfuboltanum þá hefði ég farið svolítið illa með þessa löngu í hópnum. Ég hefði leyft þessum litlu að klifra upp á bakið á þeim þegar þeir voru að skjóta á körfuna, það var Röggi, Rögnvaldur sem var um tveggja metra maður og fullyrtu það að Leifur Bald hefði fengið að klifra, ég hefði ekki verið að dæma mikið á það, svo ég dæmdi umsvifalaust um 20 vítaskot þannig að Röggi gat bara tekið það þarna 40 árum seinna. Hann gerði það, hitti engu.

J: En ´67 liðið í fótbolta, þegar að það raunverulega byrjar hérna fótbolti af alvöru.

V: Svo er ég hérna bara í kafi í þessu öllu saman og frjálsum og handbolta og blaki en ekki í fótbolta nema það að á þessum árum var ég alltaf með vetrarþjálfunina, sá alltaf um vetrarþjálfun og lengi vel á eftir, alveg til, alveg upp undir ´80 og ég er þarna með, búinn að vera með þá þarna í vetrarþjálfun, þá voru komnir með tækin hérna í kjallarann í gaggó, tækjasalinn og þá ákváðu þeir það, Pétur Bjarnason, var þá í knattspyrnuráði og Júlíus Stefánsson, þeir voru knattspyrnuráðsmenn, framámenn.

J: Og báðir að spila var það ekki?

V: Nei, ja svona á seinni skipunum… að fara í deildarkeppni, þá var verið að stofna hjá KSÍ deildarkeppni.

J: Já, já, alveg rétt.

V: Það var þá 3. deild og þeir eru búnir að vera gera þetta áætlunarplan.

J: Já nei, fram að þeim tíma var svona, sko, þá var kannski ekki þjálfað allt sumarið með, það voru að koma þjálfarar var það ekki?

V: Jú, jú, það voru að koma strákar að og það var reyndar alveg á tíma okkar hérna, gömlu framlínunnar og voru að fá einhverja hérna til að koma en það bara sumartímabil, nokkrar, kannski tvær, þrjár vikur. En þarna var sem sagt ákveðið að fara í þessa deildarkeppni og þeir komu til mín, þessir tveir, og sögðust vera með áætlun, spurja hvernig mér litist á hana. Mér leist alveg ljómandi vel á hana, ég skyldi sjá um vetrarþjálfunina og þeir ætluðu að hafa þetta þannig að það yrði farið upp á öðru ári. Það væri of snemmt að fara á fyrsta ári.

J: Bara kommarnir í Kremlar, fimm ára áætlun.

V: Tveggja ára áætlun, og mér leist mjög vel á þetta þangað til þeir sögðu: „Nú átt þú að þjálfa.“

J: Þeir hafa bara tilkynnt þér það.

V: Þeir tilkynntu mér það, og eins og ég var að segja áðan þá var ég minnst kannski undirbúinn í að þjálfa…

J: …í að þjálfa knattspyrnu, af öllum þessum greinum.

V: …í fótbolta. En ég var auðvitað búinn að vera með unglinga en ég var búinn að keppa, nei þjálfa keppnisfólk í öllum greinum. En jú, jú, jæja, allt í lagi, þannig að þetta var byrjunin og það munaði engu að skipulagið…

J: Er þetta ´66 eða ´65?

V: Sextíu og… hvenær urðum við Íslandsmeistarar? ´67 eða ´68.

[Innskot Ingólfs]: ´67

J: ´67?

V: ´67?  Þá var þetta ´66.

J: Þetta er bara árið áður?

V: Já.

J: Var það þegar þið spiluðuð síðast úrslitaleikinn á móti FH hérna inn á Akureyri?

V: Já.

J: Það er ´66.

V: Það munaði engu að við ynnum hann.

J: Þið töpuðuð 3-0?

V: Bara, vandamálið…, þetta var bara, Sverrir Páls sko , hann komst a.m.k. fimm sinnum í dauðafæri og gaf til baka.

J: Hann var svona í mörg ár.

V: Hann var einu sinni man ég, hann setti hann inn og þá stóð hann á marklínu. Þá fann hann engan til að gefa á.

J: Hann átti það til að standa á marklínu þegar ég var að spila með honum og sendi hann til baka á Hrein til þess að skora. Frekar en, hann tók ekki sjénsinn á að skjóta. Já, hann er þarna.

V: Hann var ungur og sprækur en hérna…

J: Þið farið þetta fyrsta sumar, þá farið þið í úrslitaleikinn í þeirri deild.

V: Já, já og þetta var sko, svo bara næsta ár á eftir þá er þetta bara samkvæmt plani þeirra Júlla og Péturs.

J: Og það gekk vel.

V: Það gekk glæsilega upp.

J: Þetta voru svo mjög flottir, fínir karektar sem voru í þessu liði og fjölbreyttir.

V: Leikkerfin sko, þá var það þannig þegar við vorum að æfa hérna, þá komum við upp þessum malarvelli hérna við gamla skólann og ég setti upp flóðljós, þetta eru örugglega fyrstu flóðljós á Íslandi. Þarna upp í kverkina, ég fékk Arnljót til að tengja þetta fyrir mig.

J: Þannig að það var hægt að æfa þarna á veturna.

V: Þannig að það var hægt að æfa þarna á kvöldin, flóðlýsing en hugsið ykkur bara muninn sko, þarna hafði enginn strákanna séð góðan fótboltamann, á heimsklassa, enginn, bara lásu um þetta. Ekkert sjónvarp, engin myndbönd.

J: Ég man samt eftir því að þú sýndir hérna einhvern tímann bíómynd, hérna í skólanum af einhverjum leik.

V: Það var aðferðin, þegar það var vitlaust veður og við nenntum ekki að vera úti, þá fórum við inn og stúderuðum, það var landsleikur Hollands, nei hérna, það var Puskás og hérna Ungverjaland og Bretland.

J: Ég man eftir leik, nei ég held þú sért að rugla. Þú sýndir einu sinni leik, Bretland á móti heimsúrvali. Ég sá það, það var ´63, reyndar. Þá var ég skóla líklega, nei ég man það ekki.

V: En ég man sko svo vel eftir þessu, að það var þarna Puskas því þá fékk Hafliði nafnið. Það eru náttúrulega nákvæmlega sömu…

J: Heyrðu já, er það komið útaf því. Hafliði Puskas.

V: Að hann sé Puskas, Hafliði sko.

J: Já, hann er byggður eins og hann, svona stubbur, þykkur.

V: Svo styttist það, fyrst var það Pússi og svo gat hann ekki sagt ess svo það varð Púðði.

J: Já, þetta er komið útaf því og þegar maður heyrir þetta, þeir eru nákvæmlega eins í laginu.

V: Puskas var alveg þessi týpa, jafnvægi alveg niðri við jörð, haggaðist aldrei, rassinn niður í…

J: … þykk læri. En hann gat eitthvað í fótbolta hins vegar.

V: Hann gat eitthvað í fótbolta en Hafliði…

J: Já er þetta, ég hef aldrei vitað þetta.

V: Þannig að ég hlaupi dálítið langt frá Hafliða, að ég var hérna með, það var í seinna, seinni bylgjunni minni þegar að Skotinn þarna skemmtilegi…

J: Já, John McKernan.

V: …kom ekki og þeir fengu mig til að taka það sumar.

J: Já, ég var að spila þá.

V: Já, þú varst að spila þá og Hafliði og hérna, þá var einhver, þá kom einhver aðkomu strákur og var á nokkrum æfingum hjá okkur, gott ef hann var sumarið, og eftir eina æfingu koma hann til mín og kvartaði mjög undan Hafliða, alveg með hávaða, ómögulegt, og ég sagði við strákinn: „Vinur minn…“, hann var mjög lipur þessi strákur, „ef þú hefðir svolítið af vilja, dugnaði, metnaði og krafti hans Hafliða þá mundir þú kannski verða dálítið góður í fótbolta.“ Hann hafði ekki mikið af þessu strákurinn en hérna, þarna var Hafliði og svo vorum við með annað myndband, nei kvikmynd, það var æfingamynd af Benfica, Eusebio og þessir karlar. Yfir þessu lágum við til þess að horfa á bestu menn í heimi.

J: Sem að þeir eru að sjá í fyrsta skipti þarna og orðnir fullorðnir menn.

V: Og svo var náttúrulega, heyrði maður, gat maður lesið um eitthvað leikskipulag, mér datt, það hvarflaði ekki að mér. Ég bara bjó mér skipulag með þennan hóp eins og hann var og það voru, þetta var mjög einfalt og við rifjuðum upp á Völsungskvöldinu, þegar við sátum við borðið, þarna framlínan og miðvallarleikmenn. Hlífar sendi á kollinn á Eiði, Eiður nikkaði og þá var Sissi, Sissi vissi alveg hvað var að gerast og kominn á fulla ferð og þetta að vísu orsakaði að Húsvíkingar fengu oft dæmt á sig rangstöðu, af því að hann var svo snöggur.

J: Hann var svo snöggur í startinu. Hann var oft kominn fimm metra inn fyrir þegar…

V: Já, þegar hann fékk boltann var hann kominn fimm metra, línuverðirnir voru ekki bara nógu klárir að fylgjast með þessu.

J: … helmingi sneggri en Andri sko.

V: Síðan var sko, þá skoraði hann náttúrulega, stöngin nær, alltaf.

J: Já, já, alltaf. Negling niðri.

V: Síðan hérna ef boltinn var hjá Hlífari heldur hár, þá lenti hann á Abba sem var alltaf kominn við fjærstöng og hann annað hvort skaut á mark eða gaf til baka og þá var Eiður og Sissi, og svo Ingvar hérna með Stanley Matthews…

J: Það var alltaf eins og hann væri að hlaupa atrennu í þrístökki.

V: Enda var hann góður þrístökkvari, hann komst oft upp að endalínu og gaf til baka, Stanley Matthews sókn og þá var það bara fyrir, þeir voru þannig, skipulagið var hjá okkur þannig að Sissi var skálína, Sissi fremstur, Eiður næstur, Abbi svo. Ef að Sissi náði honum ekki þá tók Eiður hann…

J: Kerfið verður til útaf leikmönnunum, í raun og veru, ekki leikmennirnir fyrir kerfið.

V: Algjörlega.

J: Það hefur bara verið hannað fyrir þá, þennan hóp.

V: Ég var einmitt að hugsa um við að horfa á stelpnaleikinn um daginn hérna, ekki þennan í gærkvöldi, heldur hinn leikinn, hvernig Berglind lék sér að því að komast í þessa stöðu upp við endalínu og gefa hann til baka. Þær stelpurnur virtust ekki alveg fatta það þá en þær gerðu nú ellefu mörk í gær þannig að þær hljóta að vera búnar að ná því.

J: Þær hljóta að vera búnar að ná því.

V: En hérna, en síðan náttúrulega varnarleikurinn var sko, þá lékum við með einn miðvörð og svo bakverði og síðan komu miðvallarleikmennirnir og þá auðvitað tvöfalda vaff sóknarkerfi. Það var náttúrulega, […] urðu miðjumenn í raun og veru og senterinn kantmenn. Þetta hét bara annað þá en vörnin náttúrulega með hérna, Krókinn og Vidda Bald sem bakverði, báðir svona rosalega sterkir. Viddi svo snöggur og þó hann væri svona þungur að snúa sér við, ef hann missti frá sér mann þá náði hann honum aftur en Krókurinn var svo, hann var svo skipulagður, hann var nefnilega ekki grófur…

(01:00)

J: Hann var alltof lipur.

V: … þó hann væri svona sterkur. Hann lærði þetta, að varnarmaður á að ekki að fara í sóknarmann fyrr en hann sér hvað sóknarmaðurinn ætlar að gera. Bara bíða en margir varnarmenn æða af stað og missa þá en hann bara beið.

J: Selja sig…

V: Og svo við förum nú á landsmótið, ungmennannafélaganna ´69 á Eiðum, þá varð okkur nú svolítið hált á svellinu.

J: Það var bara hreinræktað Völsungslið var það ekki?

V: Nei.

J: Vorum við með einhverja með?

V: Já, já, þeir voru þarna Grenvíkingar.

J: Já, já, Hrafnkelssynir.

V: Þannig að það var í mínu, mínum ferli, man ég eftir að dómarar hafi tvisvar sinnum dæmt á svip.

J: Nú, bara, var eitthvað illa séð?

V: Já, annað skiptið var það að Óli Sig, blakgúrú og bæjarstjóri og altmuligmand á Norðfirði og síðan bæjarstjóri á Seyðisfirði, hann var allt í öllu í blakinu og hann var að þjálfa 3. flokk stráka og við lendum í úrslit, það er úrslitaleikur á Eiðum, bæði hjá strákunum í 3. flokki og stelpunum í 3. flokki, við förum við Anna Lína með liðin austur, ég man ekki hvaða ár þetta var og strákarnir byrja og við vinnum strákana.

[Innskot frá Ingólfi]: Þarna eru liðin, upp á vegg Villi.

V: Já, alveg rétt. Vinnum strákana og Óla var ekki skemmt, en svo var hann að dæma kvennaleikinn og Anna Lína fær mig til að sitja hjá sér á bekknum ef svona var eitthvað sem ég gat bent henni inn á, sem ég gerði nú ekki, ég sagði ekki eitt einasta orð, sat bara þarna og horfði á leikinn. En Óli hefur greinilega ekki verið búinn að jafna sig eftir tapleikinn því hann horfði á mig þegar hann er að dæma, sérstaklega ef hann var eitthvað að dæma á okkur, okkar stelpur og ég bara kinka kolli stundum, hristi hausinn eða ekki neitt og einhvern tímann þegar ég er að hrista hausinn þá flautar hann [hvisss, Villi bendir].

J: Upp í stúku?

V: Upp í stúku.

J: Bara fyrir svip?

V: Bara fyrir svip og ég segi: „Hvað er þetta Óli? Ég hef ekki sagt eitt einasta orð,“ „ þú ert alltaf með einhvern helvítis svip.“

J: Þetta er svona.

V: Ég fór upp í stúku og þar voru heimamenn þarna á Egilsstöðum, þetta var þar, á Eiðum sko og þeir höfðu mikla samúð með mér. En svo var hitt alvarlegra nefnilega, það landsmót UMFÍ á Eiðum, þá vorum við með liðið hérna, gamla liðið eiginlega, ´68, ´69, og við erum að leika úrslitaleik við Skagfirðinga og erum með hann alveg í hendi okkar, við vorum ekki með neinar nokkrar einustu áhyggjur. 2-0, tíu mínútur eftir. Við áttum, jæja , sóknarmaður hjá þeim gefur út á kantinn á móti Jóni krók, Jón neglir sér niður eins og venjulega og horfir á þarna, hvað hann ætli að gera, það gat nú verið svipur á frænda þínum stundum.

J: Gat hleypt í brýrnar.

V: Og hérna maðurinn hikar, horfir svona upp, framan í hann.

J: Hræddur náttúrulega.

V: Og hikar meira, allt í einu bara, þeir eru ekkert, Jón snerti hann ekki, þá steinliggur maðurinn.

J: Af hræðslu?

V: Og dómarinn [flautar   ], víti. Ég var, alveg vitlaus sko. Ég vissi alveg hvernig leikmaður Jón er, hann fer ekki, hann brýtur ekki á manninum viljandi, hann er svo heiðarlegur sko. Það er samt ekki gott að lenda utan í hann. En þarna fór ég að hugsa, þið vitið í dýraríkinu sko, þegar minni dýr lenda á móti stærri dýrum, þá er það kannski eina vörnin þeirra, þau henda sér niður og látast vera dauð…

J: Og snúa rassgatinu í hann eða eitthvað, það er rétt.

V: Þóttust vera dauð bara, maðurinn lá bara þarna.

J: Þetta eru sömu viðbrögðin.

V: Já, ég hugsa að þegar maðurinn sér svipinn á…

J: Þegar músin mætir fílnum.

V: … bara víti, það er ekki nóg með það heldur kemur hann aftur og enn stillir Jón sér upp, og þeim mun ljótari á svipinn ábyggilega, og það gerðist alveg það sama nema í þetta skiptið þá hneig maðurinn niður og ég er alveg klár á því að í þetta skiptið hefur bara liðið yfir hann. Þegar hann sá svipinn, víti.

J: Aftur víti?

V: Og þá átti náttúrulega leikurinn að fara í framlengingu, nei, þá sáu einhverjir, yfirnefnd þarna mótsins það að það ætti ekki að vera, það ætti bara að fara í markahlutfall eða eitthvað, þannig að það var ekki…

J: Ég man eftir þessu, menn komu brjálaðir heim af þessu móti,

V: Þetta var nú þá.

J: Krókurinn hefur þá fengið á sig tvær vítaspyrnur, fyrir að vera svona ógnandi.

V: En síðan sko, hérna, þarna frá fyrra tímabilinu þegar að við förum upp, að ég var bara, hætti svo bara, nema ég var allan tímann með vetrarþjálfun.

J: Já, þú hættir ´67. Þú ert með fyrra tímabilið, svo ´68 örugglega, þá kemur einhver annar er það ekki?

V: Það kemur, Einar Helga kemur, hann kom á eftir mér.

J: Svo hrynur þetta, bara örfáum árum seinna.

V: Nei, svo kemur hérna Breti…

[Innskot frá Ingólfi]: Harry Caine[Kane/Cain/Cane?]

V: …svo hundleiðinlegur.

J: Það er löngu seinna.

V: Er það?

J: Það er löngu seinna. Það var, ég held það hafi verið ´69, þá fara allir.

V: Nei, það er ´79.

J: Nei, þegar það kom…

[Innskot frá Ingólfi]: Hvenær er Sissi?

J: Já, bíddu, hvenær er þetta?

V: Á fyrstu tíu árunum fóruð þið einu sinni niður og upp aftur, eða tvisvar niður og strax upp aftur. En svo gerist það þegar, hann hérna Skotinn…

[Innskot frá Ingólfi]: John McKernan.

V: …já var hérna, okkur líkaði mjög vel við hann…

J: Ég er að spila ´71 og ég er að spila ´71 þegar að við fórum upp, þegar Þórir Björns var með liðið, ´71, þá er ég 17 ára.

V: Ætli þeir hafi ekki farið niður þegar Einar var með þá, mig minnir það.

J: Jú, þá voru fjórir Grenvíkingar í liðinu. Við gátum ekki mannað lið þá.

V: Já, þá er Sissi, þá eru þessi kynslóðaskipti.

J: Síðan komum við fjórir upp, ég, Palli…, Gummi Jóns, Palli Rikka, Júlli Bessa, við komum beint upp úr 3. flokki upp í meistaraflokk.

V: En hérna…

[Innskot frá Ingólfi]: Ég kom ´75 held ég.

V: En síðan er það 10 árum seinna sko, þegar að Skotinn fréttir það þegar hann kemur til baka, að náttúrulega búið að ráða hann aftur, öllum líkaði svo vel við hann, náðist góður árangur hjá honum og hann kemur til Keflavíkur og heyrir þá að burðarásarnir, Ingólfur, Arnar Guðlaugs, Maggi Torfa, Hreinn Elliða, Gvendur Jóns, allir farnir. Eftir bara unglingar og þú varst með, Júlli Bessa…

J: Já, ég var að vinna upp í Kröflu þetta sumar…

[Innskot frá Ingólfi]: Ég var í þessu.

J: …og kom eiginlega bara í leiki sko.

V: Já.

J: Þetta var svo mikið ball.

V: Hermann tók við af Hreini Elliða í að þjónusta trillurnar og gat aldrei mætt á æfingar þannig að hann var eiginlega ekkert með.

J: Ég var á, þú tekur við er það ekki og við stóðum okkur alveg þokkalega?

V: Þarna komið þið til mín eftir vetrarþjálfunina og maðurinn, ég var oft með fyrsta leik á vorin, fréttist það og strákarnir koma til mín og spurja hvort ég vilji ekki bara halda áfram og þá munið þið nú hvernig þetta var. Fyrri umferð, þá vorum við komnir með eitthvað, ég held að við vorum næst neðstir.

J: Já, já, var alveg hræðilegt.

V: Og við vorum ekki að tapa nema með einu marki kannski, spiluðum flottan leik en það var ekki hægt að skora og þá fattaði ég hvað var að. Þegar að þeir voru komnir inn í teig bíða allir eftir kalli frá Hreini.

J: Við vorum vanir þessu…

V: Og enginn Hreinn að kalla og ég bara fattaði þetta ekki, Júlli, þessi ægilegi hraði á honum, geysist upp, á æfingum gat hann skorað að vild en hann gat það ekki í leik. Þá var rosalegur áhugi hérna, við erum með tvöfaldan mannskap og ég fer með B-lið í HSÞ-mót. Þá sé ég náunga sem getur skorað.

J: Var það Haffi?

V: Það er Haffi. Hann var ekkert undir þessum álögum frá Hreini, ég man eftir því fyrst þegar við vorum að leika hérna. Þá sagði ég við Helga bróðir hans; „þú mátt ekki senda svona snemma á Haffa, hann hefur ekkert úthald í að leika allan völlinn svona, hann á bara að laumast inn í teiginn og fá hann, Júlli á að krussa á fullri ferð út og láta vörnina elta sig.“ Ég held að Haffi hafi verið markahæsti maðurinn í lokin. Við enduðum hvað? Í 3. sæti? Unnum allt eftir þetta.

J: En er sú saga rétt sem að Haffi, ég hef nú skrifað hana eftir Haffa, að Völsungsliðið var 5-1 undir og þú skiptir honum inn á þegar ein mínúta var eftir og Haffi sagði; „Villi, viltu að ég breyti gangi leiksins verulega?“ Þegar það var ein mínúta eftir.

V: Ég mundi ekki eftir þessari sögu og ber hana undir Haffa og Haffi sagðist hafa heyrt hana frá fleiri, úr fleiri áttum. En ég sagði aftur á móti við hann; „að ef þetta er satt og þú hefur sagt þetta, þá hefði ég örugglega trúað þér.“ En hérna, hins vegar breytti hann verulega gangi leiksins.

J: Hann gerði það mjög oft.

V: …þarna í seinni umferðinni því við unnum eiginlega flest alla leiki?

J: Hverjir myndir þú segja að væru eftirminnilegustu leikmenn sem að þú þjálfaðir? Ef þú gætir nefnt eina tvo?

V: Já ég veit það ekki. Ég á erfitt með það sko.

J: Þetta eru náttúrulega mjög merkilegir karekterar.

V: Þetta fyrsta lið mitt sem ég var að þjálfa.

J: Ég er eiginlega að tala um það lið.

V: Það er bara liðið.

J: Það er liðið já.

V: Það er bara svoleiðis.

J: Þetta voru mjög merkilegir…

V: Þetta voru svo, þeir voru með svo misjafna hæfileika.

J: Þetta voru skaphundar og örugglega erfiðir í að þjálfa?

V: Nei.

J: Var það ekki?

V: Nei, einhvern tímann…

J: Þetta voru samt skaphundar.

V: … var það að í einhverju fínu kaffiboði úti í bæ var ég spurður að því hvernig mér dytti í hug að vera að þjálfa þessa…

J: … vitleysinga…

V: … skaphunda…

J: Já nákvæmlega, þeir voru það.

V: … og óreglumenn.

J: Voru að skemmta sér svolítið.

V: Ég sagði bara; „þetta eru þeir hlýðnustu og reglusömustu menn sem ég þekki“. Og vildi gjarnan hafa þá í vinnu. Það var, við settum eina reglu. Ekkert brennivín tveimur dögum fyrir leik. Allt sumarið var leikið á sunnudögum. Þannig að það var bindindi allt sumarið. Hugsið ykkur bara, ég þurfti einu sinni að biðja Júlla að stjórna liðinu hérna, af því að ég þurfti að fara með stelpur á Íslandsmótið í handbolta í Vestmannaeyjum sömu helgi og þetta var lið sem við vorum ekki með neinar áhyggjur af. Júlli átti bara að sjá um þetta. Þegar ég kem heim, þeir unnu náttúrulega leikinn, þá kemur Júlli til mín og segir; „ ég lenti í vanda, það kom einn til mín þegar ég var að tilkynna liðið, hverjir ættu að fara inn á, og sagði við mig að hann ætti ekki rétt á því.“ Nú helvítis, þetta var á sunnudegi. „Nú á föstudagskvöldið var ég austur í Kelduhverfi og þá fékk ég mér tvö glös.“ Bara tilkynnti það. Júlli sagði við mig; „ég sagði nú bara stráknum að segja ekki nokkrum manni frá þessu, hann skyldi bara leika.“ En þarna sjáið þið…

J: Hann hefur agað sig sjálfur.

V: … já, en ég þurfti aldrei að beita mér, aldrei að hækka rödd en svo, þetta var náttúrulega karakterar sem allir þekkja, t.d. ef Krókurinn sagði við félaga sinn ; „þarna helvítis fíflið þitt“, hann hefði aldrei sagt það nema við besta vin sinn.

J: Það þýðir eiginlega „elsku vinur.“

V: Það þýðir „elsku vinur.“ Þetta þurftu bara menn að læra inn á.

J: Já, við erum búnir að fá margar skemmtilegar sögur núna. Alveg frábærar.

V: Já, þið setjið þetta ekki allt…

J: Nei það er ekki hægt, er eitthvað þarna sem þú vilt koma þarna að sérstaklega.

V: Það var þarna, nei, þið getið bara haft þetta [skoðar blöð með J.], minnispunktar einhverjir.

J: Já, það er mjög gott.

V: Það var líka sko, skólarnir sem að við héldum áfram, við Ingólfur, eftir að hann byrjaði. Það var skólaheimsóknir. Við fórum í íþróttaheimsóknir í skóla, við fórum allt austur á Raufarhöfn, það var ekkert síður til að gera svona tilbreytingu hjá þeim, þarna langt í burtu, heldur en okkur en svo urðu, við gengumst svo við því í gagnfræðiskólanum að bjóða til 10. bekkjarmóts, vormóts, allra skóla og það var alveg austur á Þórshöfn.

J: Já, var það hérna, sem sagt, á svæðinu?

V: Á svæðinu, það voru Stóru-Tjarnir og Mývatn og það var haldið 10. bekkjarmót, hérna á vorin. Það var keppt í öllu mögulegu. Það var keppt í boltaleikjum, frjálsum, skák, sundi og svo var bara skemmtun um kvöldið. Þetta þýddi það að allir 10. bekkingar á svæðinu kynntust þessum gagnfræðiskóla, gagnfræðiskólanum hérna og sáu hvað hann hafði fram á að bjóða og við vorum að fá fjöldann allan krökkum bara útaf íþróttum.

J: Þetta hefur verið svona agn sem þið hafið beitt?

[Innskot frá Ingólfi]: Og aðstaðan líka.

J: Kynnast aðstöðunni auðvitað um leið líka.

V: Já, við fengum þarna, við fengum unga nemendur útaf skíðum t.d., alveg austan af fjörðum.

J: Aðeins svona í lokin um, þú ert í stjórn, ert þú formaður tvisvar eða þrisvar?

V: Nei, það var sko, fyrra skiptið var það nú alveg bara tilviljun sko og alltaf þegar ég fór í stjórn var það bara, ég átti ekkert að vera þar. Það var bara samkomulag hjá okkur, þríeykisins, ég átti bara að vera í íþróttunum…

J: Þú og Beisi og Þormóður?

V: …en svo kölluðu þeir mig oft á stjórnarfundi og allskonar ráð og svona, svo voru þeir með deildir og deildar…, fótbolta og… Beisi var nú lengst af í knattspyrnuráði og…

J: En pabbi þinn tekur við af Þormóði [Snýr sér að Ingólfi]?

[Innskot frá Ingólfi]: Já

V: Síðan hérna er ég kosinn þarna´50, bara, ég var nýkominn hingað.

J: Já þú varst svo vinsæll hjá krökkunum auðvitað.

V: Já, já, þau þekktu mig.

J: Og krakkarnir fengu að kjósa formann.

V: Já, já, það var mikið mætt á aðalfundi.

J: Ég var einu sinni felldur, ég lenti í keppni við Bjarna legg einu sinni á fundi, það átti að kjósa um vara, varamenn í stjórn.

V: Á milli ykkar?

J: Á milli, já, Bjarni fékk helmingi fleiri atkvæði en ég, hann fékk tvö og ég fékk eitt.

V: En svo aftur að þarna um kringum 1990 þegar Ingólfur fór til Noregs í nám, þá er ég eiginlega bara fenginn til að…

J: Já, það er þá sem þú ert hreinlega bara kallaður inn til að taka til sko…

V: Í tvö ár sko og þá kemur þú[Ingólfur] svo aftur.

J: Já það var þannig.

V: Þar hérna, þá var sko fjármálakrísa eins og alltaf og þá seldum við Hlöðufell…

J: Já, já, alveg rétt.

V: … og gerðum samning um þetta[íþróttahöllin]. Það var ekki þrautalaust….

J: Já alveg rétt, ég man eftir þessu. Þetta var heilmikið mál.

V: …Einar Njálsson var bæjarstjóri og var þarna, ég þekkti Einar mjög vel og kunni á hann sko, það þýddi ekkert að fara í Einar í einhverjum látum og ég þekkti Halldór Vald líka og Þráinn Ingólfsson, þá var barnaskólinn með þetta [íþróttahöllin] sem kennslustofur og hann vildi alls ekki missa það, en þarna voru Einar, Einar sagði hreinlega við Halldór; „ég er búinn að ákveða þetta Halldór.“ Þá gerðum við samning um þetta [íþróttahöllin] og þá vorum við komnir á vígvöllinn sjálfan. Þetta var ´90, ég man, ´87 tökum við höllina í notkun og þá er ég hérna formaður en þá náttúrulega notaði ég tækifærið og fór svolítið í gæluverkefni og setti upp lyftu í skíðum.

J: Já, já, alveg rétt.

V: Keyptum hérna rafstöð, 32 vötta af Vegagerðinni. Ég átti tengsl, Hákon, hérna, Sigtryggs, hann var kominn til Vegagerðarinnar og hann var að ákveða hvað yrði selt hjá Vegagerðinni og ég fór í Hákon og sagði; „okkur vantar rafstöð“ og við fengum hana á 200.000, þetta var milljón króna tæki…

[skruðningur í nokkrar sek.]

V:…þá var það ákveðið að ég fór í bæinn og við fengum að setja upp gulu spjaldalyftuna.

J: Já alveg rétt.

V: Og þetta var allt sett upp þarna. Þá var alltaf mótvægið, það er ekki vegur og allt, en það var slóði. Á milli ´65 og ´70, þá vorum við farnir að spekúlera í mikið í því við Stebbi Ben, hann var nú formaður skíðaráðs, þá var ég hérna með góða tengsl, þá þurfti ekki að fara í hundrað umhverfisnefndir í bænum til að gera eitthvað, hefði þurft að laga fjallið hérna eitthvað.

J: Þetta hefur ekki þurft að fara í umhverfismat.

V: Nei, eða umhverfismat eða hundrað nefndir. Þá var jarðýtan að losa upp möl í Stórhólum á þeim tíma og það var verið að fara byggja þar og ég vissi hvenær hún var ekkert að gera og fór ég bara í bæjarstjórann og sagði „ég þarf að nota ýtuna“ og allt í lagi og ég lagaði þetta fjall fram og aftur. Ég veit ekki hvort þeir muni nokkuð eftir því að þegar við komum með Doppelman-lyftuna í Stallana þá var svo mikill bratti efst að það var ekki fyrir nokkurn viðvaning að komast upp á topp sko, ætla upp og renna sér niður. Þá gerði ég skábraut, var nú ekki vinsæll…

J: Þú yrðir nú settur í fangelsi í dag fyrir svona framkvæmdir.

V: … en ég var svo heppinn að ég var í Lion líka og við Lion vorum í samningum við Landgræðsluna, við fengum alltaf fjórar flugvélafarma af því að við tókum á móti áburði og fórum með þá á flugvöllinn hérna.

J: Já alveg rétt.

V: Ég fór upp í flugvél og sagði henni, sagði flugmanninum hvar hann átti að henda honum og græddi upp þessa rennu.

J: Já, já, falið ummerkin.

V: Og það var fallegasti bletturinn í fjallinu.

[Innskot frá Ingólfi]: Það svo, það var náttúrulega miklu meiri snjór en það var eiginlega hringekja sko upp Stallana og svo var líka lyfta upp Löngulautina eða hluta af henni.

V: Það var sko hægt að fara upp Löngulaut, það voru fjórar lyftur. Hérna melinn, Löngulaut, Stalla og eins á toppnum… og ég man eftir því að þegar við vorum að halda skíðamótin hérna, unglingamótin og landsmótin, ég var að sækja krakkana á flugvöllinn og kom á Kaldbaksleiti og sáu fjallið og þá var búið að leggja brautirnar upp á topp, þau vildu bara fara heim.

J: Ekkert litist á þetta náttúrulega.

V: Það er skemmtilega frásögn núna, það eru 40 ár síðan Andrésar Andar leikarnir voru, þeim var startað, og það var viðtal í sjónvarpinu við Hermann Sigtryggs og Gísla bróðir hans sem voru svona höfuðkarlanir í þá daga og voru beðnir um að rifja upp skemmtileg atvik og Hermann fer þá strax að segja; „ég man vel eftir því þegar að Húsvíkingarnir komu og fylltu fjallið og einn tíu ára pjakkur tók sig út úr hópnum og sagði við þann sem var að undirbúa eitthvað þarna; „ætlið þið virkilega að láta okkur keppa á þessum golfvelli?“

J: Þetta var Árni Grétar var það ekki?

V: Þetta var Árni Grétar.

J: Þá var hann hvað, vanur þessum ofboðslega bratta, svo fannst honum þetta bara vera slétt.

V: Bara slétt.

[Innskot frá Ingólfi]: Það er mjög minnisstætt sko, þessi mót, skíðamót, þá man ég sérstaklega eftir því, það voru tvær umferðir, fyrri og seinni umferð, og þá voru þeir sem voru búnir með fyrri umferð, þá var þeim ekið og keyrt bakvið fjall, á bíl til að fara seinni umferð.

V: Já, já. Það var svo upp á toppinn.

J: Já, þetta voru stórviðburðir, þessi skíðamót hérna, gríðarlegur fjöldi.

V: Íslandsmót.

J: Já, urðu Íslandsmót.

V: Já, í öllum greinum. Göngu, stökki og alpagreinum.

J: Og gríðarlegur fjöldi áhorfenda, mikið um að vera.

V: Og það stakk mig svolítið í fyrra, það var nú ekki síðasti vetur og ekki í fyrra, það hefur verið í hittifyrra. Það var sko, lyftan var ekki opin nema klukkutíma í fyrra og enga mínútu í vetur.

[Innskot frá Ingólfi]: Nei ekkert.

V: Það var þannig, þá hafði skólinn, grunnskólinn ágætis framtak, útivistardag. Fékk göngukappana til að koma og kenna þeim á gönguskíði hérna sunnan við framhaldsskólann og var mjög skemmtilegt og fullur Skálamelur af krökkum og ég hafði náttúrulega rosalega gaman af þessu og fylgist með þeim og þá sé ég eitt, krakkarnir sjö og upp í níu ára, þau koma niður melinn í þessum fína plógi sínum eins og þau eiga að gera þessi sjö til níu ára. Tíu til fimmtán ára, alveg eins, kunna ekki neitt…

J: Þau eru ekki búin að bæta neinu við sig.

V: … svo koma 30 upp í 50, 60 ára dansandi niður brekkuna.

J: En af hverju eru börn ekki með skíðastafi í dag?

V: Þeim er kennt staflaust.

J: Þeim er kennt staflaust, það eru þau yngstu sem eru þannig.

V: En hérna, þarna sá maður hvernig, þetta hefur mikið að segja, skólinn.

[Innskot frá Ingólfi]: Ég hef svolítið gaman af því þegar þú ert að segja frá því sko, þetta var svo fjölbreytt. Maður fór í gegnum skóla og þjálfunina hérna, ég áttaði mig ekki á því raunar fyrr ég fór á Laugarvatn, þegar ég fór í íþróttaskólann, hvað maður hafði í raun fjölþættan grunn.

J: Maður hefur kynnst svo ofboðslega mörgum greinum.

[Innskot frá Ingólfi]: Hann er svona, þó maður hafi ekki verið afreksmaður í neinu, það var alveg sama í hvað ég fór, þó það væru fimleikar sem voru náttúrulega stór hluti af þessu, boltagreinarnar, sundið og svo skíðin. Ég var allsstaðar mjög frambærilegur og góður.

J: Þú varst með grunn í öllu.

[Innskot frá Ingólfi]: Já, það var þetta sem ég áttaði mig ekki á fyrr en ég kom á Laugarvatn.

V: Þá erum við líka að tala um…

J: Voru þeir nemendur sem komu annarsstaðar að ekki endilega með svona…

[Innskot frá Ingólfi]: Nei þeir gátu ekkert í fimleikum, ekki liðug.

V: Ég hafði gaman að því að Hermann Stefánsson sem kenndi nú lengst af í MA, sagði mér það að, að hérna, var að segja mér það hvað það væru skemmtilegir nemendur, ég var náttúrulega montinn af því, hvað þeir væru klárir í allt og taldi svo upp og ég segi; „en þú slepptir skíðunum“. Þá var hann ekki með þau upp í skíðum en sko hugsaður þér, Theodór Sigurðsson og þessir, Bjarni Sig…

J: Böðvar Bjarna.

V:… já og Þórður, Theodór Sigurðsson, þeir voru svo, það eru hundrað sögur sem ég gæti sagt af þessum, í öllum greinum, en við vorum á Ísafirði, á Íslandsmóti á skíðum, Unglingameistaramóti Íslands og við vorum að vinna, hérna flokkasvigið. Theodór var síðasti maður niður og við höfðum svo miklar áhyggjur af honum en sem sagt, Theodór var þannig að hann var meira gefinn fyrir að skíða flott heldur en hratt.

J: Hugsa um stílinn.

V: Hann var svoleiðis og við erum þarna með öndina í hálsinum, búnir að vinna þetta ef hann bara kemst niður á þokkalegum tíma. Hann kemur á þessum flotta stíl og á góðri ferð, þegar hann er að koma í síðasta portið áður en hann kemur í markið þá setur hann armana upp, stafina eins og fugl og kallar þegar hann kemur í markið „lang flottastur“. Hann var alveg upptekinn af þessu.

J: Þetta dugar samt. Hann var mjög stílhreinn í fótbolta líka. Hann var seigur í handbolta.

V: Hann var flottur í fimleikum, flottur í sundi…

J: … handbolta, fótbolta…

V: Hann sagði mér góða sögu af, Sigurgeir Jónsson, þú veist að þessir Kvíslárhólsmenn eru allir mjög stirðir.

J: Já, já.

V: Geta ekki beygt sig fram eða…

J: Mjög stirrt, Gummi Jóns og allt þetta fólk.

V: Já, já, Gvendur Jóns og Ingvar Þorvaldar og Kristján Þór, sveitarstjórinn okkar. Að hérna, hann hafði sagt mér það að hann hefði lent í helvítis vanda þegar hann var í Menntaskólanum. Þeir voru í fimleikum hjá hérna, hjá honum Hermanni Stefáns og Hermann sagði við Sigurgeir, hann var þá eini Húsvíkingurinn þarna í þessum bekk. „Sigurgeir, þú ert frá Húsavík, farðu hnakkastökk“ og Sigurgeir sagði að það var alltaf það sem hann átti erfiðast með því að hann varð að sveigja mjaðmirnar svo mikið.

J: Allt fast þar náttúrulega.

V: Hann bara henti sér á bakinu á dýnuna og svo upp með lappir og svo var sagt að hann hafi bara spyrnt sér eins og stálfjöður þannig að hann fór hátt að hann komst alveg niður, þetta hefur örugglega verið í eina skiptið sem honum hefur tekist þetta, bara af því að honum var sagt en hann var ekki líklegasti maðurinn til að geta farið þetta.

J: Já, Gummi var svona stífur líka.

V: Já, já, Gummi var rosa stífur líka.

J: Jæja Villi. Þetta er orðið alveg helvíti gott hjá okkur.

V: Já og hérna.

J: Já bættu við.

V: Nei, nei. Ég ætla að láta þig hafa hérna, ég veit ekki hvort þið eigið þetta [réttir J. ritgerð Bryndísar].