Um síðuna

Þessi heimasíða er tileinkuð sögu Íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík. Nú nálgast hundrað ára afmæli félagsins en félagið var stofnað árið 1927 og hugmyndin er að birta nýtt efni í áföngum. Stefnt er að birta kafla í kringum afmæli félagsins 12. apríl á hverju ári fram að hundrað ára afmæli félagsins 2027. Nú má skoða efni frá stofnun félagsins til ársins 1960. Næst tekur sögunefndin fyrir næstu tvo áratugi í sögu félagsins eða árin 1960-80.

Sögunefnd Völsungs stendur að gerð þessarar síðu en þá nefnd sitja Ingólfur Freysson (formaður), Dóra Ármannsdóttir, Sóley Sigurðardóttir, Leifur Grímsson og Jónas Halldór Friðriksson (framkvæmdastjóri Völsungs).

Guðmundur Friðbjarnarson tók saman textann á síðunni og myndir. Textinn er að mestu unninn upp úr Sögu Húsavíkur, III. bindi. Aðrar heimildir eru 50 ára afmælisrit ÍF Völsungs og 50 ára afmælisrit HSÞ. Myndirnar voru flestar fengnar af Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Vilhjálmur Pálsson var nefndinni innan handar með að veita upplýsingar um myndir sem þörfnuðust útskýringa.

Arngrímur Arnarson annaðist uppsetningu síðunnar og hefur verið tæknilegur ráðgjafi nefndarinnar. 

Samstarfsaðilar að verkefninu sem hafa hjálpað með fjárveitingum eða annarri aðstoð eru aðalstjórn Völsungs, UMFÍ, KEA, Norðurþing og Þekkingarnet Þingeyinga.

Á næstu árum verður þessi vefur unninn áfram og bætt við fleiri köflum. Einnig er leikandi létt að lagfæra það sem þarf að bæta og tekur nefndin við öllum ábendingum hvað það varðar. Hafi einhver ábendingar sem viðkomandi vill koma á framfæri er hægt að senda tölvupóst á volsungur@volsungur.is.