Viðtal við Svein Pálsson

Hér má hlusta

23. júní 2015

Lautavegi 6, Laugar

S. er Sveinn Pálsson

G. er Guðmundur Friðbjarnarson

M. er Margrét Höskuldsdóttir

G: Upptakan er þá komin í gang og fyrsta spurning er hver eru fyrstu kynni þín af Íþróttafélaginu Völsungi?

S: Veistu það er nú orðið svo langt síðan að ég man það eiginlega ekki.

G: Nei.

S: Nei, það voru náttúrulega bara krakkar á, á unga aldri sem fóru á einhvern hátt, ætli það hafi ekki verið fótbolti sem menn byrjuðu á. Það var nú þeir sem voru ekki á þeim aldri kannski að vinna eða voru ekki í aðstöðu til þess að vera eitthvað að vinna, við línubeitingu og annað, þeir voru þá að sparka bolta. Já, já, svo þróaðist þetta náttúrulega bara áfram og, með svona bættri aðstöðu og þetta, og svo með, eftir því sem árin færðust yfir mig þá fóru menn að fara ofar í þetta, í keppnisflokka og annað í þeim dúr sko. Þannig að þetta, það var nú svona þróunin.

G: Já einmitt en hver hafa verið hlutverk þín fyrir Völsung? Það hefur verið að byrja að keppa er það ekki?

S: Jú, jú, byrjaði náttúrulega að keppa í fótbolta en ég held ég hafi verið fjórtán ára þegar ég byrjaði að þjálfa handbolta, veit nú ekki af hverju í ósköpunum það æxlaðist þannig til en það allavega æxlaðist þannig og ætli maður hafi ekki verið í því svona nokkuð samfleytt í ein 40 ár. 

G: 40 ár já. Þú he…

S: Ekki kannski, má nú ekki segja það hafi verið 40 ár sem ég var bara í handbolta en ég var nú, ég var nú náttúrulega kominn hingað fram eftir, við skulum alveg taka af þessu 10 ár. Ég var náttúrulega að þjálfa bæði handbolta og fótbolta.

G: Já einmitt. Spilaðir þú lengi?

S: Ja nei, ég spilaði ekki lengi. Maður náttúrulega eyðilagði á sér hnéið og það var svona, jú maður gat verið svona af og til með. Það var kannski hálft sumar, þá var maður búinn. Læknavísindin voru nú ekki, menn fóru ekki bara í hnéaðgerð og voru síðan tilbúnir aftur mánuð aftur sko. Það var ekki svoleiðis, frekar skröltu menn á öðrum fætinum í einhver ár sko. Þannig að það var aldrei nein sérstök reisn yfir því þannig.

G: Hvernig, já þú svaraðir þessu eiginlega áðan. Getur þú sagt mér, svona eftirminnilegir einstaklingar frá ferlinum þínum sem leikmaður og þjálfari? Byrjar kannski á samherjum. Samherjum eða iðkendum hjá þér.

S: Það var náttúrulega ef við förum í fótboltann þá var náttúrulega bakarameistarinn í Reykjavík, Sigþór. Það var náttúrulega Eiður Guðjóhnsen, Hermann Jónasar. Þetta er kannski þeir sem koma fyrst upp og svo náttúrulega aftur svolítið seinna koma eins Gísli Haraldar og Stefán Haraldar og Guðmundur Jónsson. Auðvitað er þetta ekki tæmandi listi sko, nei.

G: En þjálfarar. Manstu eftir einhverjum þjálfurum sem þú hafðir?

S: Já, já, Villi Páls var náttúrulega þjálfari.

G: Já hann byrjaði með marga.

S: Já það byrjuðu andskoti margir þar. Já, já, svo kom þjálfari þarna frá Akranesi. Guðjón Finnbogason þjálfaði þarna og hérna Einar Helga kom frá Akureyri. Jú svo var náttúrulega svona hinir og þessir. Þetta var ekki, var nú ekki svo langt tímabil þarna, svo til að byrja með. Menn voru ekki að byrja á miðjum vetri eða fljótt eftir áramót og halda alveg út fram í september. Menn komu, þjálfarinn kom kannski á vorin og var í eina 2-3 mánuði. Þá var tímabilið bara búið.

G: Já þjálfararnir hafa bara verið hugsaðir til þess að koma og stjórna leikjunum?

S: Já það var kannski uppbyggingin var nú þá kannski í höndum einhverra heimamanna sem var þá Villi í mörgum tilfellum, já, ef hann ekki alveg stjórnaði alveg út tímabilið líka sko en það var, voru einhverjar þrekæfingar og annað í þeim dúr sko. Villi kom víða við.

G: Já nú þjálfaðir þú náttúrulega frekar lengi. Þú ert að þjálfa fyrstu kvennaliðin var það ekki, eða svona þær stelpur?

S: Já Villi náttúrulega var að þjálfa á undan mér. 

G: Já, maður hefur verið að sjá myndir þar sem þú ert að þjálfa Íslandsmeistarastelpurnar.

S: Já, já, það koma náttúrulega fleiri þar að, Arnar Guðlaugs og Pálmi Pálma og en já, já, þetta voru ansi mörg ár sko. Það hefði einhverjum þótt skrítið að maður hafi verið að þjálfa inn í gamla leikfimisalnum í barnaskólanum. Æfa þar og fara svo suður á Íslandsmót til að keppa, í Laugardalshöllinni og hérna, og koma heim með bikar. Það var, sagði kannski ekki síst eitthvað um liðin fyrir sunnan sem höfðu alla aðstöðuna. Við höfðum enga aðstöðu, vorum bara sprækir. Bæði strákar og stelpur æft mikið og gátu alveg eins hlaupið á stóra vellinum og, eins og litla. 

G: Já. Ertu með einhver skemmtileg atvik í huga? Skemmtilegar sögur sem koma upp í hugann á þér?

S: Já það var nú gerð töluverð, það hefur nú verið sagt nokkrum sinnum frá því þegar ég var sjálfur að spila, að þá sko, við vorum náttúrulega að æfa í litla salnum sem var 10×20 svo var farið að keppa í Laugardalshöll, 20×40 og það er sagt að ég hafi fengið, ég hafi hlaup, það hafi verið kastað að marki, ég hafi hlaupið fram, fengið boltann og skotið bara á mark andstæðingana og það hafi liðið drykklöng stund þangað til boltinn lenti í netið til hliðar við markið, af því því að ég hef ekki verið kominn fram nema lítið fram á eigin völl, átti þá töluvert eftir að miðlínu. Svona var nú sagan matreidd en þetta var nú ekki alveg svona. Ég var nú kominn yfir miðlínu. En ég held að boltinn hafi nú verið ansi lengi á leiðinni. Já, færið var langt.

G: Hvar voruð þið helst, já þið fóruð suður að keppa. En var ekki líka farið austur?

S: Austur á firði?

G: Já.

S: Jú það var farið austur skal ég segja þér, þegar var verið skal ég segja þér, þegar Völsungsstelpurnar voru að keppa fyrir HSÞ, á ungmennalandsmót, ungmennafélagsmót. Þá var yfirleitt keppt , Austfirðingar við HSÞ. Þetta var yfirleitt á báðum stöðum.

G: Já. Manstu eftir einhverri skemmtilegri keppnisferð? Einhver sem stendur upp úr?

S:  Nei það er nú engin svona sérstök. Maður verður nú að passa sig að nefna engin nöfn líka. 

G: Þú mátt endilega koma með þau.

S: Það voru náttúrulega, margar þessar ferðir voru dálítið magnaðar sko og einhvern tímann fórum við nú í keppnisferð austur á Neskaupstað að vorlagi. Vorlagi? Það hefur örugglega verið komið fram í júní og það var áður en þessi deildarkeppni var, það var svona vinabæir. Við fórum austur og þeir komu hingað og við fórum til Siglufjarðar og Siglfirðingar komu austur. Rútan festist svo á Jökuldalsheiðinni. Það var dálítið skrautlegt, já klakinn var nefnilega ekki farinn af jörðu. Svo bara mallaði hún þarna upp og svo datt síðan niður í gegnum klakann eitthvað. Það þurfti að, einhver stór vegavinnubíll á, sem átti held ég leið þarna og dró rútuna. Það, það var, náttúrulega voru menn, gistu menn fyrir austan og voru í mat í heimahúsum og svona. Þetta var, menn voru ekkert allir voðalega sáttir með að fara í heimahús. Nei, þetta var rosaleg spennustaða stundum. Þegar það var verið að úthluta svona, þú ferð hérna, þú ferð með þessum, þú ferð með þessum. Menn voru ekki allir sáttir, þetta var síðan ekkert mál þegar menn voru bara komnir á staðinn.

G: Fengið gott að borða?

S: Jú mjög gott að borða og mjög gott atlæti. Og við vorum einhvern tímann að, þegar Völsungur verður Íslandsmeistari utanhúss í 2. flokki, ´69 held ég að það hafi verið, á malarvellinum í Neskaupstað. Það rigndi svona þétting þarna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta hefur verið.

G: Já ég er að reyna. Að vera í handbolta.

S: Það var rosaleg rigning en við fórum, fórum með bikarinn heim. Við ætluðum ekkert að vera fara heim tómhent. Við fengum, við fengum, það var Húsvíkingur þarna sem var með, sá um veitingasölu, sá um veitingaaðstöðuna í Egilsbúð. Kristrún Helgadóttir, hún bjó til alveg sérstaka súpu handa, handa sínu fólki að norðan á sunnudagsmorgni. Að sjálfsögðu náttúrulega gerði hún alveg stormandi lukku þessi súpa. Við unnum það sem við, þá leiki sem við fórum í. Það var náttúrulega bara útaf súpunni að sjálfsögðu. Við vorum ekkert svona rigningarvön eins og lið sem komu að sunnan og voru fyrir austan. Við vorum, það eru engar stórrigningar á Húsavík. 

G: Að vera í drullusvaði að spila handbolta.

S: Drullusvaði, þetta var rosalegt, rosalegt. Maður kenndi í brjósti um dómarana, eða dómarann. Þá var einn dómari og svo línu, bara markdómarar. Standa þarna og horfa á, boltinn slettist, datt í pollana hér og þar. Þetta var rosalegt en við fórum heim með bikarinn, já. 

G: Þetta hefur ekki verið eini bikarinn sem að…

S: Nei.

G: Hvað er það meira? Hvenær er, hvernig, var yngri flokkastarf alltaf öflugt hérna innan handboltadeildarinnar? 

S: Já.

G: Eða byrjaði fyrst bara meistaraflokkur eða hvernig var það?

S: Nei það var fyrir, það var ekkert meistaraflokkur sko, nema eins og þú sérð kvenfólkið. Þær voru að spila kannski í 3. flokki og spiluðu síðan upp í, sem meistaraflokkur einhverjar af þeim ef svo bar undir en það var, en eins og strákarnir voru, það var í nokkur ár búið að reyna, reyna þetta, vera með yngri flokka en auðvitað þurfti einhverjar fyrirmyndir á, einhverjir fullorðnir til þess að draga vagninn en það var mikið, mikið af, fullt af álitlegum krökkum. Viltu setja kaffi á brúsann [S. beinir orðum sínum að Margréti Höskuldsdóttir, konu sinni].

G: Það var búin að vera rík hefð fyrir handbolta hjá stelpum er það ekki? En strákarnir, þeir byrja ekkert.

S: Ekkert svona snemma. Villi var búinn að æfa handbolta, allavega úti á sumrin áður en ég, ég fór að koma nærri þessu og veit svo sem ekki á hvaða árabili hann var með eða hvenær hann byrjaði með þetta. Það var búið að vera í þó nokkur ár.

G: Já einmitt.

S: Svo náttúrulega var þetta, við fórum, við töldum okkur vinna það upp að æfa í þessum litla sal. Það var alltaf hlaupið úti fyrir allar æfingar.

G: Já.

S: Hlaupið úti og þannig náttúrulega, svo voru menn sjóðheitir og í dúndrandi formi þegar komið var á stóra völlinn. Það var náttúrulega að einhverju leyti ef ekki öllu að menn æfðu, æfðu þetta úti. Í hvaða veðri sem var og hvað sem skaflarnir voru stóri. Afskaplega gaman að henda hver öðrum þá í skaflinn ef svo bar undir en það var, menn slepptu ekki æfingu. 

G: Víðavangshlaupið gert mikið, ja fyrir..

S: Það er ekki hægt að segja annað og áður en farið var að, til Álaborgar ´79 í vinabæjarheimsókn. Þá var náttúrulega æft á malbikinu sem er á milli skóla og íþróttahúss. Malbiksvellinum þar, það var svolítið kostulegt að vera með vettling á annarri hendinni. Því það var svo kalt þetta sumar. Það snjóaði nú í hverri viku eitthvað í fjallið. Það kom ekkert sumar sko en það var æfður handbolti fyrir þessa Álaborgarferð. Svolítið erfitt kannski að koma út í 25 stiga hita sko úr kuldanum sem var þá búinn að vera á Húsavík. Þá æfðu bæði strákar og stelpur sextán ára, ætli það hafi ekki verið fjórtán til sextán eða fimmtán til sextán, ætli það hafi ekki verið.

G: Fóru ekki bæði kyn með fótbolta- og handboltalið?

S: Jú og sko strákarnir spiluðu bæðu handbolta og fótbolta og stelpurnar spiluðu bara handabolta.

G: Já þær voru bara í handbolta.

S: Sko þetta voru náttúrulega, var náttúrulega að stórum hluta burðarásarnir í, sko hjá strákunum bæði burðarásarnir í handbolta og fótbolta. Voru kannski að hafa fataskipti að einhverju leyti í strætó á milli keppnisstaða en þetta var svo, var svo ásett sko já. Það var ekkert hægt að koma, bara hlaupa nánast beint inn á völlinn, voru kannski búnir að vera spila fótbolta um morguninn og komu svo í handboltann eða öfugt.

G: Þeim gekk vel er það ekki?

S: Mjög vel, ég held það hafi yfirleitt verið gangurinn.

G: Unni þeir ekki?

S: Þeir unnu allavega þarna ´75 og ´79 sko. 

G: Hverjir voru þarna í þessum hópi sem þú varst að þjálfa?

S: Hjá sem sagt strákunum?

G: Já eða bara báðum.

S: Báðum kynjum?

G: Já.

S: Það var náttúrulega Ingólfur Freysson og Helgi Helga og Börkur Hafliða, Sigurður Gunnarssson og ég meina þetta voru kannski einir sextán, sautján strákar sem eins og ég segi spiluðu í hvoru tveggja.

G: Já. Það er magnað.

S: Stelpurnar voru svo aftur Jóhanna Guðjónsdóttir og sá árgangur sem að er ´90 og… nei ´60. Það var alveg fjöldinn úr honum. Líka stelpur sem að eru þegar er farið út 1975, þá voru sko að einhverju leyti sömu stelpurnar sem fóru báðar ferðirnar, mjög ungar í fyrra skiptið og svo þarna…

G: Svo rétt innan skekkjumarka hinu megin?

S: Já, já, hitt árið. 

G: Bíddu það er fyrst farið í þessa ferið ´75?

S: Já og svo ´79 og ´83. Hvaða ár fór Arnrún[S. beinir orðum sínum að M.] 

M: Fædd ´79.

S: Já, ´95?

M: Já eitthvað svoleiðis.

S: Já, hefur þetta ekki haldist alveg? Þessar?

M: Ég veit það ekki.

G: Ég hef ekki heyrt af þessu síðustu ár.

M: Það hefur verið farið, ég veit það en eitthvað svona, annað keppt.

S: Aðrar keppnisgreinar? Já, var ekki farið að keppa í golfi og svona eitthvað? Það er auðvitað fjöldinn af, af hérna, það eru svo margar greinar sem eru iðkaðar ytra.

G: Svo er það spurning hvort krakkar megi vera að spila svona mikið, vera í báðum greinum. Það hefur verið álag.

S: Ég held að það hafi í sjálfu sér ekki verið neitt voðalega þægilegt fyrir Danina að koma þessu fyrir. Til dæmis þegar við vorum þarna ´75 og ´79 að vera keppa, strákarnir, bæði í handbolta og fótbolta. Það þurfti nú stundum að bíða, jájá.

G: Já, hitti á sama tíma?

S: Já menn voru kannski að fara töluverða leið á milli keppnisstaða.

G: Já. Hver er minning þín af keppnis- og æfingaaðstöðu félagsins og hvernig hefur það þróast? Þú…

S: Það var náttúrulega eins og ég var að segja gamli, gamli salurinn í Barnaskólanum var nú í fjölda mörg ár aðalaðstaðan fyrir utan þegar menn æfðu úti á malbikinu. Það þótti nú ekki, ábyggilega á landsvísu, neitt sérstakt að æfa í þessari holu.

G: Það hefur nú verið… hvenær kom malbiksvöllurinn hjá skólanum?

S: Kom hann ekki ´70 eða ´71.

M: Voru samt ekki margir titlar sem komu þau ár.

S: Jú, jú, jú. Ég var nú að segja það við hann, það segir kannski einhverju leyti ekki bara um það, gæði Húsvíkinganna heldur líka aumingjadóm sumra annarra landshluta. 

G: Það voru nú alveg haldin stór mót á vellinum er það ekki? Malbikinu?

S: Á malbikinu? Íslandsmót.

G: Íslandsmót. Alveg rétt.

S: Bæði í meistaraflokki og 2. flokki. 

G: Það er nú skrambi gott.

S: Það er sko áður en höllin kemur.

M: Ég vil nú meina að það segi eitthvað um ágæti fólksins sem að æfir á litlum velli þannig að markteigurinn er langsum á vellinum. Þannig koma þau og vinna lið annars staðar frá. Það segir nú eitthvað um getu fólksins.

S: Við gerðum, bjuggum til, til þess að venja liðin við það að spila á svona stórum teig, gerðum við það sem sagt langsum eftir gamla salnum. Þá voru bara einir tveir, þrír metrar út í áhorfendabekkina. Það var nú ekki mikið pláss til að spila fyrir framan en þetta, menn fengu tilfinningu fyrir, við hvað menn áttu eftir, þurftu að glíma þegar menn komu á stóra völlinn. 

G: Já, það má heldur betur segja það.

S: Já en svo var þetta rosalega flott þegar að höllin kom. Þá náttúrulega komu hingað meiriháttar mót ef maður getur sagt það svoleiðis. 

G: Þá hefur verið hægt að fara spila allar íþróttir.

S: Já, já, náttúrulega landsleikir í handbolta.

G: Hafa verið landsleikir í handbolta?

S: Já, já, Ísraelsmenn og, það er nú minnisstætt.

M: Ísraels menn rændu öllu.

S: Leirtaui og einhverju. Þeim var gefið kaffi í höllinni. Pólverjar og Ísraelsmenn og Íslendingar. Ég held það hafi bara verið þessi þrjú. Ég held það hafi verið svona sykurkönnur og rjómakönnur.

G: Þeir hafa kippt minjagripum með sér.

S: Já og þá svona fann maður þegar Ísraelsmennirnir voru þarna, þegar ég bankaði, klappaði svona á bakið á yfirlögregluþjóninum á Húsavík. Hann var óvenju harður, óvenjulega hart á honum bakið. Þá var hann náttúrulega bara lífvörður. 

G: Já.

S: Já, hann var í því hlutverki. Þeir fara ekkert, þeir eiga alls staðar von á andskotanum.

G: Líka á Húsavík greinilega.

S: Líka á Húsavík. Spánverjar komu líka.

M: Var það síðan ekki tengslum við það sem þessi ráðstefna kom?[M. bætir einhverju við sem illa heyrist].

S: Já líklega það og landsliðsþjálfari Pólverja sem síðar var, hann var…

M: Danska landsliðið var hérna líka þá.

S: Landsliðsþjálfari Pólverja, Bogdan Wenta, hann var keppnismaður með Pólverjum þegar þeir komu til Húsavíkur.

G: Er það Bogdan sem?

S: Nei Bogdan Wenta sem var landsliðsþjálfari. Hann er hættur núna líklega fyrir þremur árum.

M: Hann var landsliðsþjálfari úti.

G: Já hann var úti.

S: Já hann var sko, hann var aðalsleggjan hjá Pólverjunum.

G: Já, var þetta æfingamót hérna þá?

S: Já ég held þetta hafi bara verið, þetta var kallað Flugleiðamót eða eitthvað svoleiðis. Sko það var einhver hluti af þessu leikinn á Húsavík, líklega hefur verið leikið á Akureyri líka. Ætli það hafi ekki verið tveir leikir á Húsavík og svo eitthvað á Akureyri. Það var, þetta hefur eflaust eitthvað lyft undir handbolta á Norðurlandi, ég veit ekki með það.

G: Það hlýtur að vera. Þetta hefur verið liður í þessu hjá HSÍ.

S: Já, eflaust hugsunin á bakvið, ég hef trú á því.

G: Já það mætti gera þetta meira.

S: Já, það er svo erfitt. Það er svo erfitt, dýrt að ferðast svona.

M: Það er svo dýrt að ferðast til Húsavíkur.

S: Ægilega langt, rosalega langt til Húsavíkur. 

M: Það hefur alltaf verið svoleiðis.

S: Það hefur alltaf verið þannig.

G: Maður sér það þegar það er talað um keppnisferðalög hjá yngri flokkum og svoleiðis. Það er alltaf svo langt fyrir reykvísku liðin að koma út á land.

S: … að koma út á land.

M: Svo er alltaf brjálað veður þegar það þarf að fara út á land en aldrei hugsað út í það að það getur verið nákvæmlega eins fyrir þá sem búa út á landi, jafn brjálað veður.

S: Já sko það var einhvern tímann þegar við, þegar ég fór suður með einhverjum strákahópi, ætli ég hafi nokkuð verið að þjálfa hann? Ég held ég hafi bara verið að fara suður sem, svona sem fararstjóri eða eitthvað svoleiðis. Þá áttu að koma tvö lið. Ég fór suður með öðru liðinu og svo átti að koma annað lið að norðan daginn eftir eða um kvöldið eða eitthvað svoleiðis og þá var vitlaust veður og það var ekki hægt að fljúga. Þá voru mjög háværar raddir um það að dæma leik Völsunga tapaðan vegna þess að þeir komust ekki. Það er eiginlega það nöturlegasta sem ég eiginlega heyrði á þessu, á þessu tímabili en svo fór nú svona, menn fóru nú að skilja þetta. Menn fóru kannski að skilja þetta þegar þeir þurftu að fara út á land að keppa. 

G: Þetta er svona já en hvernig upplifir þú áhrif íþróttafélagsins á samfélagið á Húsavík og nærsveitir?

S: Ég náttúrulega, maður upplifði náttúrulega íþróttafélagið innan Húsavíkur sem náttúrulega mjög, mjög gott, þetta var náttúrulega mjög gott starf sem þarna var unnið og svo náttúrulega stór hluti bæjarbúa var náttúrulega mjög hrifið, mjög ánægð með það. Hvernig þetta var enda voru menn, ég held almennt allt sem menn mögulega gátu til þess að halda þessu gangandi og það innan svona skynsemismarka að öllu leyti. Auðvitað er alltaf eitthvað sem kemur upp á. Menn reyndu bara, það var bara tekið á því og málið leyst, að allir væru sáttir.

M:[heyrist illa hvað hún segir til að byrja með]… ég held það hafi verið eins og Sveinn segir hafi alltaf verið mjög góður eða þá allavega þessi ár sem við erum að störfum með okkar börn í þessu og árin sem þú ert að þjálfa, þá var samfélagið tilbúið að taka þátt í. [Geitungur kemur óþægilega nálægt M.] Það er örugglega geitungabú hérna.

S: Já þeir komnir þessir andskotar aftur. 

M: Svona samfélög eru náttúrulega bara nauðsynleg.

S: Já, já, þetta náttúrulega var og er eflaust …

M: [heyrist illa hvað hún segir]

S: … eflaust hafa þegar Völsungur er stofnaður og þessu, þetta fer í gang að einhverjum mætti, þá hafa menn lagt á sig alveg óhemjulega vinnu. Margar fjölskyldur hafa náttúrulega lagt að, nótt við dag og árum saman. Áratugum jafnvel.

G: Allt í sjálfboðavinnu?

S: Allt í sjálfboðavinnu.

M: Enda gengur svona lagað ekki öðruvísi en þetta sé mest megnis í sjálfboðavinnu, svona samfélög, svona íþróttafélög hafa ekkert bolmagn til þess að…

S: … að borga allt…

M: … til þess borga laun fyrir það sem þarf að gera. Það er bara ekki, það er ekki víst að það gangi upp. Fyrir utan það að svona samstarf verður bara til þess að heildin verði betri ef menn koma saman og vinna einhver verk, saman fyrir íþróttafélag. Þurfa að vera tyrfa íþróttavöllinn og bara nefndu það.

S: Að vera rogast með þökurnar á íþróttavöllinn. Þetta með stórar rúllur með röri eða járnkarl stungið í gegn og svo voru menn að rogast með þetta, það sá enginn eftir sér með þá iðju, nei. 

M: Þarna var náttúrulega vinna fyrir íþróttafélagið og samfélagið þannig að þetta…

S: … og þegar það var verið að vinna við, við, við köllum það alltaf stóra salinn í félagsheimilinu þar sem hótelið er…

G: Já, já.

S: Völsungur tók það að sér að, að múra hann að innan. Það var allt gert í sjálfboðavinnu og það voru þarna fyrstu jólaböllin sko. Völsungur var alltaf með ball annan í jólum og það var, það lögðust allir á eitt að gera þetta sem best fyrir, fyrir jólaballið. Þarna fór maður eftir vinnu á, já eftir kvöldmat og unnu þarna til ellefu, tólf á kvöldin vikum saman, vikum saman og það var kannski ekki allt prenthæft sem sagt var, svona í léttum dúr. Það var ekki oft, ekki meiðingar neinar en það var kannski ekki alveg prenthæft allt og það kom alveg ótrúlegasta fólk sko til að vinna. Ótrúlegasta fólk.

M: Öll skiptin sem Völsungur sá um 17. júní hátíðahöldin, skemmtilegt starf og þarna eyddu fjölskyldurnar saman, hver að sjá um 17. júní. Þá voru engar verslanir opnar og svona, svo var bara farið með vagna eða bíla á milli staða og opnaðir.[Heyrist illa og eitthvað vantar inn í þessar setningar]

S: Flutningabílar, með boddí eins og sagt var og þá selja út úr þessu, það var allt lokað í þá daga. Já allar sjoppurnar lokaðar. Þessi fjáröflunarleið, hún er ekki til staðar lengur sko.

G: Nei það þyrfti kannski að skoða það.

M: Við vorum einmitt með sjoppu svona þegar að fyrsta sjoppan var opnuð svona, það er síðan bara búið að afnema það að það eigi að vera lokað á 17. júní en þá var það í lögum sko, [heyrast ekki nokkur orð], af því að þetta var stór fjáröflun fyrir Völsung. Maður var bara með barnavagninn fyrir utan þegar þau voru lítil.

S: Já, já, þetta var, svo maður reyni aftur að svara þessari spurningu þinni sambandi við samfélagið sko, eða hvað Völsungur hefur gert fyrir samfélagið, þá veit ekki hvort það verði nokkurn tímann hægt að mæla það í einhverjum krónum eða aurum, nei, en það hlýtur að vera alveg óhemju, óhemju starf sem heilar, margar fjölskyldur lögðu á sig og svo kannski fyrir okkar tíma, þá byrjaði þetta náttúrulega.

G: Það væri þá kannski helst að telja alla einstaklingana sem að það mótar,félagið. Þeir hafa… Ef þú hefur ekki við neinu að bæta þá eru það bara lokaorð til Völsunga.

S: Lokaorð?

G: Já. Ef þau eru einhver.

S: Ég hérna, það er nú kannski, höfðar nú til  Völsungs sumt af þessu. Mér finnst nú að það mætti nú reyna að hafa svolítið meiri reisn yfir handboltastarfinu. Já.

M: Vertu svolítið jákvæður.

S: Já, en það er allt í lagi, það má alveg vera örlítil reisn. Þetta er ekki neitt neikvætt í sjálfu sér en ég veit að þetta er ekkert, þetta er heljar mál.

M: Þetta er mikil vinna.

S: Þetta er heljar mál og það er heljar vinna unnin.

M: Þetta er ekki eins auðvelt og þetta var. Menn þurfa að kljást við svo margt annað en var hér áður, það er heilmikil vinna enn sem fólk er að leggja á sig við þetta, að reyna halda þessu úti. Þetta er orðið miklu erfiðara en það var.

S: Já, já, þetta er það, en það er samt, það hlýtur að vera hægt að ná þessu á hærra… en það…

M: Déskotans peningar alltaf.

S: Já, já, déskotans peningar svo er náttúrulega annað sem ég hefði nú ekki síður haft áhuga fyrir, það er að það yrði komið upp einhverri skíðaaðstöðu á Húsavík. Það er engin framtíð í því að vera með skíðalyftuna við, við útidyrnar í framhaldsskólanum. 

M: Þetta er alltof viðkvæmt.

S: Já ég, maður má nú samt til með að segja það.

M: Við enduðum í þessu nefnilega, það var skíðaráðið.

S: Ha?

G: Varst þú í skíðadeildinni?

S: Já, já, í mörg mörg mörg ár. Við fórum með á sínu tíma nokkrir, ja, eins og við voru kallaðir, bara öfuguggar, með það að setja skíðamannvirki hérna nánast upp í fjöll þegar það var nánast enginn snjór í fjallinu. Það var auðvitað heljar mál, heljar málið. Þetta kostar, kostar rosalega peninga þessi, að setja upp þessa skíðaaðstöðu en mér finnst svo skrítið, að það sé eiginlega dýrast á Húsavík á öllu landinu. Það eru samfélög af svipaðri stærðargráðu víða á landinu sem er með fínustu skíðaaðstöðu. Hún er ekkert endilega við bæjardyrnar, nei, ekki bara suður í Oddsskarði, suður í Seyðisfirði, Sauðárkróki. Þetta eru bara samfélög af svipaðri stærðargráðu. Þegar það er síðan komið upp, það hefur kannski breyst dálítið margt síðan.

M: Við höfum nefnilega búið á Norðfirði og áttum dóttur þá sem var sjö ára. Það var ekkert mál. Þau fóru klukkan níu á morgnana með rútu upp í fjall til þess að æfa skíði.

S: Og fóru í skólann eftir hádegi.

M: Þetta hefði ekki mátt ræða á Húsavík en þetta er ekki prenthæft svona.

S: Nei, nei en hann vinnur eitthvað svona úr þessu. Það er nú ekki allt.

M:[heyrist ekki hvað hún segir].

S: Nei bara svona lokaorð til Völsunga.

M: Nei þetta er alltof stórt samfélag finnst mér þannig að það skuli ekki vera skíðaaðstaða. Því það var gríðarlega öflugt og hérna, löngu fyrir okkar tíð, svo datt það niður og svo var þetta í nokkur ár þegar að við erum þarna, búið að vera aðeins áður og við erum búin að vera í þessu í mörg ár ásamt hópi fólks. Stór hópur barna sem var að keppa og voru að keppa á landsvísu og voru mjög góð. Svo náttúrulega er aðstaðan léleg og fer að detta niður að sjálfsögðu. Dóttir okkar fer að æfa inn á Akureyri, hún var í unglingalandsliðinu. Hún fer að æfa inn á Akureyri, þetta var bara meiriháttar mál að keyra hana inn á Akureyri alltaf hreint á æfingar og hérna, svo fer þetta bara að detta upp fyrir vegna þess að aðstaðan er engin. 

S: Svo náttúrulega fer að breytast, það breytast snjóalög ef maður getur sagt svoleiðis. Það minnkar snjórinn, kemur einhver ár þar sem það er minni snjór.

M: En hvað voru þeir að hugsa? Það var lyfta á Norðfirði. Það var lyfta rétt við bæjarfélagið og samt með lyftu þarna upp frá þar sem það er alltaf snjór.

S: Já, já, upp í Oddsskarði.

M: Það voru nokkur bæjarfélögin sem að stóðu að því. Þrjú sem gera það, þetta er líka ekkert smáræðis flott en það er bara Sauðárkrókur sem að er með lyftuna upp í Tindastól. Er það ekki?

S: Já, já.

M: Setja hana þangað seinna. Jú Sauðárkrókur er trúlega orðinn stærri en Húsavík en þegar maður fer á annan vettvang en boltaíþróttirnir finnst manni vanta alltaf pínulítinn skilning. 

G: Svona fer þetta stundum.

S: Það er náttúrulega heljar mikill kostnaður fyrir samfélagið þessi, þetta gervigras og þessi aðstaða sem er komin inn á Húsavík. 

G: Já, það…

S: Það er geysilega mikið sem hefur verið lagt í það. Ég er ekki viss um að allt sundfólkið sé ánægt að vera með þessa litlu laug sko.

M: Nei, nei, ég er neikvæð út í þetta. Ég skal viðurkenna það, þegar maður fer út í litlu samfélögin hérna í kring. Dalvík, Ólafsfjörð, Sauðárkrók það eru þessar stærðarinnar sundlaugar. Það eru líka skíðasamfélög, já eða.

S: Og fótboltavellir. Ekki kannski gervi eins og þarna ytra.

M: Nei,  nei, það er það ekki en eins og maður segir, þetta eru minni sveitarfélög og af svipaðrir stærðargráðu og Húsavík en maður er kannski svolítið frekur, ég, þessi sundlaug er náttúrulega byggð 1960 og það er búið að tala um það í ein 30 ár að stækka hana, sko. Ég man bara eftir því sem unglingur, þegar maður heyrði af stækkun á sundlauginni. Það eru nokkur ár síðan ég var unglingur. Það er ekkert búið að stækka þannig að manni finnst þetta svolítið skrítið.

S: Já, já. Heyrðu ég hef ekki enn boðið þér kaffi. Viltu kaffi?

G: Jú takk.

S: Já blessaður fáðu þér. Á meðan ætla ég að færa úðarann.