Viðtal við Sigurjón Pálsson

Hér má hlusta

Þekkingarsetrið á Húsavík

24. júlí 2015

S. er Sigurjón Pálsson

G. er Guðmundur Friðbjarnarson

G: Heyrðu, upptakan er þá komin í gang og fyrsta spurning er hver eru fyrstu kynni þín af íþróttafélaginu Völsungi?

S: Ja þau eru nú, þau eru nú hérna í gegnum skólann, í reynd þá hérna, ég byrja nú ekki að stunda neinar íþróttir á vegum félagsins fyrr en, fyrr en í raun og veru þegar salurinn kemur sem við kölluðum þá nýja salinn sem að er í hérna, Barnaskólanum, annarri álmunni þar. Hann kemur, ætli það sé ekki upp úr 1960, man það ekki nákvæmlega. Þá hérna fór, fór náttúrulega af stað hérna kvöld hjá hérna, hjá hérna, þá er hann mikið nýttur fyrst í inni íþróttir á veturna og ég hafði, ég var nú ekki mikið í útiíþróttum, ekki svona beint í íþróttum, þetta voru leikir meira og ekkert tengdir félaginu en það var ekki fyrr en íþróttasalurinn kemur að ég fer að stunda. Við erum með handbolta, frjálsar, eitthvað fleira og það er sem sagt þegar ég er að komast, komast líklega um og undir fermingu þegar ég, þegar ég er eitthvað að fást við handbolta. Það eru svona fyrstu kynni mín af Völsungi, skíðaíþróttin kemur aftur á móti seinna og hérna, það er ekki fyrr en ég byrja að stunda hana svona eitthvað í tengslum við Völsung og keppni því Völsungur var fyrst og fremst fannst mér, fannst mér sko, eða kemur fyrst og fremst inn í mitt líf sem hérna, sem félagsskapur þar sem maður hérna æfði skipulega og keppti við einhver önnur bæjarfélög og fyrst kannski aðeins í handboltanum og svo í, síðan taka skíðin við og hérna, og þá er ég, það er svona í, fjórtán, fimmtán ára aldurinn sem skíðin fara að, fara að dominera hjá mér og, og þau halda áfram eiginlega þar til ég flyt til, flyt héðan 1975 til Danmerkur. Þannig að þetta er svona tíu ára tímabil þar sem ég er í keppnisíþróttum á, og kem eitthvað að þeim á vegum Völsungs. Svona frá því að ég er fjórtán, fimmtán ára og þar til ég er 25 ára. ´65-´75 eitthvað sirka það. Þannig, þannig er nú mín snerting við Völsung, físísk snerting við Völsung.

G: Já einmitt. Hlutverk þín fyrir Völsung? Hver hafa þau verið? Keppandi?

S: Ég er fyrst keppandi og þá erum við með eiginlega þegar við byrjum þá er skíðaíþróttin hér sko nánast ekki til. Það er ekkert stundið alpa, nei segi ég norrænar greinar, sem eru ganga og stökk. Það var, það tilheyrði fortíðinni hvað maður, maður hafði heyrt af því að menn stukku, bjuggu til palla. Bjarni Aðalgeirs sá síðasti sem ég man eftir og, og hérna, og, en þetta lá alveg niðri þegar að vetur fór að þyngjast hér og það fer að verða möguleiki í fjallinu að stunda hérna því það hafði legið niðri hreinlega vegna snjóleysis hérna áður. Það voru það hlýjir, hlýtt, hlý skeið eins og er núna og í gangi en þegar að hérna um miðjan sjöunda áratuginn þá fara hérna, þá er vetur harðari og við förum að stunda skíðin og, og fljótlega förum við að hérna að etja kappi við aðra og fá þjálfara hingað og, og við fundum að þegar við fórum að keppa annað og inn á Akureyri, til Reykjavíkur að keppa, á Ísafjörð að keppa þá voru menn hérna komnir með togbrautir til þess að létta mönnum það að þurfa ekki að plampa upp og renna sér niður. Komast kannski ekki nema kannski þrjár, fjórar ferðir á einum seinni parti sko. Að þá gátu menn sko bara á tveimur mínútum farið upp hlíðina og niður. Þetta var náttúrulega lykilatriði í þjálfuninni að geta komist hérna, að vera með togbraut, togbraut. Og við þá, þá tókum við okkur hreinlega til og hérna, og gerðum togbraut. Hún var náttúrulega kolólögleg og við höfum ekki fengið, fengið sko, já eða hefði verið lokað sem banvænu tæki á sínum tíma, sú fyrsta sem við gerðum en hérna þetta þróaðist og við fengum, það var dráttarvél fyrst sem við tjökkuðum upp og létum afturhjólið, suðum á hana hérna tromlu og létum afturhjólið hérna, vorum með hérna upp við staur sem var efst í fjallinu, vorum við með fasta hásingu sem að tók á móti þannig að, að þetta var vír, örþunnur vírkaðall. Sem sagt fléttað bæði úr vír sem var kjarninn og svo kaðall eða sem sagt sísall eða einhver fjandinn utan um sem gerði hann mýkri og við útbjuggum svo króka sem að hérna kræktust í og við hentumst upp þegar krókurinn hérna greip sko hérna vírinn og þetta var, þetta var stórhættulegt en við létum okkur hafa þetta, fannst þetta bara sjálfsagt og það kom nú, urðu nú slys við þetta eitthvað en hérna, við þróuðum þetta og, og upp úr þessu komu hérna sverari kaðlar og belti, sérstök lyftubelti sem að voru með öryggi á þannig að þau opnuðust ef maður, ef maður sleppti þeim. Maður þurfti að halda þeim saman og sleppti því þá opnaðist það og þetta var með svona belti utan um mann miðjan. En þetta breytti öllu í þjálfuninni þannig að við fórum að, fljótlega vorum við komnir með hérna, komnir með einstaklinga sem voru á landsmælikvarða í svigi og stórsvigi og, og, og við æfðum alveg grimmt og fengum upp úr því þegar við fórum að sýna árangur og allan þennan áhuga fengum við mjög góða aðstoð allsstaðar af úr bænum og verkstæðin sem voru að hjálpa okkur með lyfturnar og allt þetta. Þeir gerðu þetta fyrir lítið sem ekkert og fljótlega var, fengum við frábæran formann skíðadeildar sem að, sem að stjórnaði okkur og hann hét Stefán Benediktsson. Hann er nú dáinn og hérna, hann stjórnaði okkur eins og herforingi og við unnum í þessum hérna, þessum, já því sem gera þurfti og æfðum þess á milli. Komum upp ljósum í staura sem voru fyrir, frá því áður. Komum þeim upp þannig að hægt væri að, að, að stunda hérna skíðin á kvöldin og þetta var þannig að við fórum bara heim og hentum skólatöskunni upp í, upp í hérna horn og á skíði strax eftir hádegi og komum ekki heim fyrr en oftast bara um kvöldmat og stundum eftir kvöldmat fórum við líka. Þannig að þetta var rosa áhugi og þannig hérna byggðist þetta upp og seinna koma svo verksmiðjulyftur. Þær, við fengum litla lyftu hérna frá Austurríki ef ég man rétt og var ég nú, fengum við lyftuna í Stallana sem ég kom svolítið að því að, þá var ég nú orðinn, var ég kominn, þetta var líklega ´73. Þá var ég 23 ára, þá var ég farinn að þjálfa strákana hérna. Var nú eiginlega hættur að keppa því ég fór í Verslunarskólann og var tvo vetur frá og þá keppti, þá var ekkert hægt að æfa og keppa en fór, en ég fór hérna, ég hafði farið á vegum Völsungs. Völsungur borgaði farið ef ég man rétt á þjálfaranámskeið í hérna í Storlien í, við landamæri Noregs og Svíþjóðar, Svíþjóðar megin. Þar fór ég á námskeið, þjálfaranámskeið á skíðum og tók einhverja tíu, hálfan mánuð eða eitthvað svoleiðis og kom svo heim og, og nýtti það við að þjálfa yngri strákana sem að þá, var dágóður hópur af, af strákum sem stunduðu skíðin í kjölfarið okkar sem að kannski vorum brautryðjendurnir í þessu sem var hérna, Björn Haraldsson, Þórhallur Bjarnason, Héðinn Stefánsson og Bjarni Sveinsson og ég. Við vorum þarna einir fimm sem vorum svona í fylkingarbrjósti í þessu og svo voru svona yngri strákar sem komu upp strax á hælana á okkur og voru með okkur í þessu og hérna, og þetta er á þessum árum 1966-7 til, fram yfir ´70 þannig að það er svona stóra blómaskeiðið og, og svona það sem fylgdi því en síðan flyt ég frá Húsavík og út í nám og hérna eftir það fylgist ég ekki mjög mikið með því nema það var ekki sá möguleiki að fylgjast með sem er í dag, net eða annað. Þannig að tengsl mín losnuðu nú, flosnuðu svolítið við, við félagið en upp úr þessu fer líka, sem sagt að koma vankvæði varðandi snjó eða það fer að hlýna aftur og fjallið er svo neðarlega að það byrjar strax að hverfa snjórin þar þannig að það er svolítið ótraustur snjór þar. Þetta er svona farið á hundavaði yfir, yfir mína skíðamennsku, þessu tíu ár sem að ég var.

G: Já þú ert nú búinn að koma inn á marga punkta hérna en við skulum nú renna yfir þá samt.

S: Já gerum það.

G: Hvenær og hvernig kom til þess að þú fórst að starfa og keppa fyrir félagið?

S: Það var nú fyrst og fremst það að, að hérna bestu vinir mínir voru komnir á kaf í þetta. Ég var, ég var svolítið í hestamennsku þarna áður, hafði eignast hest í sveit þar sem ég var og frændi minn líka Þórhallur en þeir voru komnir á kaf í skíðin þarna, bestu tveir, tveir, þrír bestu vinir mínir og, og mér var ekki stætt áður en að byrja og æfa með þeim og veturinn eftir fór ég að, keypti mín fyrstu skíði og fór að, fór að æfa með þeim og það er líklega sextíu og… ætli það sé ekki ´64-5, ´65 líklega sem það byrjar svona af alvöru. Ég fékk lánuð skíði veturinn ´64 og svona ´65 byrja ég af alvöru að æfa skíði og, og með þeim og við vorum svona þessi kjarni sem hélt því áfram. Þessir fjórir, fimm strákar.

G: Við getum þá tvinnað þetta við næsta, getur þú sagt mér frá eftirminnilegum einstaklingum frá tíma þínum með Völsungi?

S: Já, á, við vorum náttúrulega hérna ákaflega sentrískir þessir fimm, fimm félagar og brölluðum ýmislegt saman, bæði, við vorum saman í skólanum og svo eftir skólann á skíðunum alveg fram á kvöld og hérna, og bestu félagarnir mínir þarna voru náttúrulega já, Þórhallur frændi minn sem var nú eins og hálfgerður bróðir minn sko í uppeldinu, alveg frá barnæsku. Hérna foreldrar eða sem sagt móðir hans og minn faðir voru systkin. Nú Björn Haraldsson sem náði sennilega lengst okkar í, í, á svona landsmælikvarða og Héðinn Stefánsson og Bjarni Sveinsson. Þetta eru þeir, þetta eru þeir sem að, svo má auðvitað ekki gleyma Stefáni Ben. sem, sem að stýrði okkur og var svona heilinn á bakvið, við þennan hóp og, og annaðist það praktíska í þessu að koma okkur á mót og hérna hafa samskiptin við Skíðasamband Íslands og, og skrá okkur á mótin og panta, og fá þjálfara hingað að þjálfa okkur og hérna, og við funduðum eiginlega með honum daglega í sjoppunni á Þingey því hann rak verslun hérna og sjoppu beint á móti hérna, Samkomuhúsinu og þar var yfirleitt hittst eiginlega í lok hvers skíðadags og þá tekin kók og pylsa og spjallað við Stebba en þetta var svona, þetta voru svona þeir sem að, þessi starfsemi og félagsskapur bar, báru hann uppi. Svo komu hérna fleiri og fleiri inn í og, og hérna, sem bættust við og hérna, og tóku svona, léttu á og gerðu, gerðu þetta svona að þeirri, ja því dæmi sem þetta varð, þetta var orðið þónokkuð gott og öflug starfsemi og við vorum farnir að ná árangri á landsmælikvarða og keppa við þá, nánast fyllilega af sama gæðakvalitíi og, og aðrir á landinu en svona þessir, einhver einn eða persóna það er erfitt að tína það út. Ég myndi nú, já ég er, ef ég ætti að nefna einn þá þyrfti ég að nefna fleiri sko. Það er fyrst þessi hópur sem að, þetta allt, sem að bar þetta uppi á þessum árum.

G: Já einmitt. En þjálfarar sem voru hérna?

S: Já við, við fengum, það er nú einn sem var nú býsna mikið með okkur og það er nú eiginlega ekki hægt annað en að nefna Gísla Vigfússon. Hann er Húsvíkingur í húð og hár og, og stundaði skíðin og var, var hérna býsna flinkur skíðamaður en kynslóð eiginlega eldri en við en hann kom fljótt inn í þetta. Hann þjálfaði okkur ekki en við litum upp til hans af því að hann hafði mikla þekkingu og sagði okkur oft til. Svo förum við að fá erlenda þjálfara, nei hérna aðkomuþjálfara og ég man eftir Haraldi hérna, Haraldi Pálssyni. Hann kom frá Reykjavík og var með okkur vetrarpart. Síðan Svanberg, Svanberg, ég man ekki hvers son, Ólafsson frá Ólafsfirði. Hann kom hérna og hann hafði, hann var ólympíufari gamall og hérna, og kom okkur þónokkuð mjög vel, ég man ekki hvort hann var hérna einhvern mánuð sko og við mættum bara hjá honum eftir skóla og vorum með honum. Og síðan Kristinn Benediktsson sem var hérna, já heimsfrægur innan gæsalappa sko á Íslandi og margfaldur ólympíufari og Íslandsmeistari. Magnús Guðmundsson sem kom frá Bandaríkjunum, þjálfaði þar og var skíðakennari í Bandaríkjunum. Hann kom hérna og var með okkur og þetta eru nú þessir hérna helstu þjálfarar sem voru á þessum tíma. Kristinn kom oftar en einu sinni og Magnús held ég líka og, og þannig að þetta voru svona helstu þjálfararnir. Svo vorum við sjálfir að segja strákunum til. Þeir voru með, þeir soguðust upp undir og voru með okkur og keyrðu brautirnar með okkur og við lögðum brautirnar og, og við fórum svona, þeir fóru að líta til okkar og við að segja þeim til líka og, og svo þjálfaði ég nú þarna stráka á tímabili sko, yngri stráka sem komu síðan upp á eftir okkur og náðu góðum árangri á landsmælikvarða sko, góður hópur sko, og hérna, þannig að þetta er svona í hnotskurn þessir, þessi tími í mínu lífi sem skíðin tók. Hér tíu ára tímabil.

G: Nú er ég með svolítið erfiða spurninga og kannski ekki endilega eitthvað sem þér dettur í hug en eitthvað skemmtilegt atvik úr keppni?

S: Já, já það var, það voru oft, kom eitthvað upp. Það var náttúrulega rosalega hart í okkur og, og það að hérna, að við, við hérna hvöttum hvorn annan, við vorum svona þessir fjórir sem voru jafn gamlir. Bjarni Sveins kom svo, var ári yngri, þess vegna var ekki, fylgdi okkur ekki alltaf upp í flokkunum af því að þetta fór svona upp unglingaflokkinn sem voru, ára, sem sagt það var viss árafjöldi sem, varst á ákveðnum aldri og svo fluttust við upp og ég man að, það var mér eftirminnilegast á Akureyri þegar við kepptum í fyrsta sinn á hérna, á Skíðalandsmóti Íslands í fullorðinsflokki sko, í karlaflokki að við vorum þá fjórir og við peppuðum hvorn annan alltaf mikið upp og hérna, bæði, gistum nú í skíðaturninum yfirleitt eða hóteli niðri í bæ á meðan þessu stóð og vorum samrýndir og svo ætluðum við okkur að, að einstaklingskeppnirnar voru náttúrulega það, voru það við sjálfir sem þurftum að standa okkur og gerðum það ágætlega og við vorum svona, Björn náði nú lengst þarna og ég man ekki alveg í hvaða sæti hann lenti í einstaklingskeppninni en við lögðum áherlsu á flokkasvigið. Við vorum fjórir og var í fyrsta sinn sem við tókum þátt í svo kölluðu flokkasvigi og hérna vorum að keppa við Akureyringana, Ísfirðingana og Siglfirðingana og Reykvíkingana. Þetta voru sterkstu liðin, svo bættust við nýgræðingarnir við sko, sautján ára allir, fyrsta sinn sem við gátum keppt sko í karlaflokki og, og þetta var hörkukeppni og auðvitað staðið og lagt saman sko tímarnir því við skiptumst á að fara niður sveitirnar sko. Einn frá hverri sveit og hvernig, hvernig tímarnir söfnuðust saman og hvar við vorum staddir og ég man að í seinni ferðinni þá var ég síðastur. Ég þurfti að ná, ég var bara búinn að sjá að ég þurfti að ná hérna, mig minnir að það hafi verið 46 sekúndur, mig minnir að það hafi verið eitthvað svoleiðis til þess að ná, til að slá, ég held, það voru Reykvíkingarnir held ég. Akureyringar og Ísfirðingar voru komnir öruggir á undan okkur en við vorum í baráttu um þriðja sætið og, og hérna. Það var annað hvort fyrir mig að hérna, að keyra á fullu og standa eða þá að, því að ef að ég hefði ekki náð þessum 46 þá vorum við hvorst sem er komnir í fjórða sæti og það var ekkert keppikefli, keppikeflið var að ná þriðja sætinu og svoleiðis að ég, ég varð að gefa allt í til þess að komast niður og það tókst þannig að við náðum bronsinu hérna í fyrsta sinn sem við kepptum í, í karlaflokki og það var stór sigur fannst okkur. Það eru til myndir af okkur jörlunum með peningana, við það tækifæri og við vorum voðalega stoltir og fengum góðar viðtökur. Stelpurnar í bekknum komu fram á flugvöll þegar við komum og svo var, það var hérna og það var náttúrulega líka gaman af því, það hérna, þegar við vorum í þessu. Við fórum aðra hverja helgi þá vorum við að fara úr skólanum og reyna að fá frí. Til þess að geta farið á föstudegi því það var oftast keppt á laugardegi og sunnudegi og við þurftum að, á þessum tíma, það var oft hörku vetrarveður. Við þurftum oft að keyra inn á Akureyri eða taka flug til, suður og þaðan til Ísafjarðar og allavega og við þurftum alltaf að fá frí í skólanum á föstudegi og það, það reyndist nú alltaf, alltaf hérna, við fengum alltaf frí en við þurftum alltaf að fara og, og alltaf jafn nervösir að fá frí á föstudaginn og ég man að Sigurjón skólastjóri byrjaði ávallt: „Hafið þið heyrt spána drengir? Það er stórhríð.“ En alltaf komumst við einhvern veginn og alltaf gaf hann okkur frí þannig að þetta, það var svona gott að finna að baklandið var alltaf með okkur sko. Þannig að það var, það var svona eftirminnilegt frá þessum tíma hvað við fengum góðan, gott svona backup frá umhverfinu hérna á Húsavík.

G: Svona í framhaldi af þessu. Ertu með einhverja eftirminnilega keppnisferð til þess að segja frá?

S: Já það er nú, það er nú, ég get bent á viðtal sem var við mig í Skarpi fyrir þremur, tveimur, þremur árum. Það var jólablaðið. Þá segi ég frá sögu og mér dettur hún nú aftur í hug og það er þegar við fórum á þorramót, nei á hérna, jú þorramótið var á Ísafirfði, nei við fórum á hérna Stefánsmót hétu þau á Akureyri. Það var í minnir mig febrúarbyrjun eða, eða janúarlok. Það var allavega á þeim tíma og við þurftum að, við vorum að fara inn á Akureyri og það var, það var hérna leiðinda veður og við fórum með, Stefán Ben. keyrði okkur. Hann átti stóran amerískan kagga, stationbíl, hérna man ekki hvort það hafi verið Ford eða Chevrolet eða, einhver roslegur dreki og á honum fórum við inn eftir fjórir og, og hérna það, það versnaði og versnaði veðrið. Þegar við vorum komnir í Ljósavatnsskarðið þá var orðin niðurlaus stórhríð og bíllinn situr fastur loks. Þetta er á seinni part föstudagsins og komið fram á föstudagskvöld. Við fórum af stað um hádegi og, og bíllinn situr fastur sem heitir klaufar þarna í, í Ljósavatnsskarði og það er ekkert um annað að gera en að fara í skíðagallana og fara út og við reyndum náttúrulega að ýta og moka og andskotans en bíllinn fór ekkert lengra. Það var alveg vonlaust og við, það var komið myrkur náttúrulega, kolniðamyrkur, þrömmuðum áfram þangað til við fundum hérna, bara í halarófu þangað til við fundum skilti sem sko sem benti á Háls, sem var prestsetur þarna og við vissum af því og við fórum upp heimreiðina og náðum að þreifa okkur áfram þangað til kom í, að Hálsi og börðum dyra og prestur, séra Friðrik sem var prestur hér, kom til dyra og hérna baðaði út öllum öngum og bað okkur um að koma inn fyrir og endilega og það er slegið upp heilmikilli veislu og hérna og frú Gestrud, hún var nú dönsk og kom með danskt smurrebrød á hérna færibandi og rúgbrauð og hérna og kæfur og rúllupylsur og hangikjöt og skinkur og hvað eina sem var og við vorum náttúrulega svangir og úðuðum þessu í okkur. Ég hugsa að við höfum étið frá þeim hérna vetrarforðann þarna en svo hringir hann og fær hérna, mann í sveitinni, séra Friðrik, hann fær mann í sveitinni sem að á Lapplanderjeppa til að koma og halda ferðinni með okkur áfram því áfram skildum við og hann kemur svo, brýst til okkar og við upp í bílinn og niður að bílnum hans Stebba og hlóðum skíðunum okkar inn í. Þau voru öll í bílnum, upp á toppnum og komum því öllu fyrir í Lapplandernum og áfram var brotist og við erum, skiptumst á að vera á undan bílnum þannig að við gætum hérna haldist á veginum sko því það var ekkert hægt að sjá. Af og til kom ein og ein stika en það var alltaf maður á undan til þess að Sigurður, þessi bílstjóri sem átti bílinn, hann fylgdi veginum því það var ekkert hægt að sjá neitt. Það var bara allt, það var bara snjór fram undan og, og ég held að klukkan hafi verið um sex um morguninn þegar við komum upp í Hlíðarfjall og hérna, já. Þá var náttúrulega búið að fresta mótinu, það var víst stórihríð þar líka. Þannig að þetta er ein af þessum hérna minningum sem að hérna, hérna maður á nú frá þessum tíma.

G: Það var nú ekki gefins að ferðast á milli hérna.

S: Það var það nú ekki.

G: Og er það ekki enn.

S: Og var verra á þessum tíma, þarna voru veturnir orðnir miklu harðari en eru búnir að vera núna undanfarið og voru búnir að vera þá en það kom eitthvað svona kuldatímabil þar sem var hérna, þá auðvitað fylltist fjallið af snjó og var hægt að stunda skíði hérna niðri sem er nú orðið erfitt núna víst en hérna, vonandi er nú, að hægt verði að koma upp núna góðri skíðaaðstöðu upp í Reyðarárbotnum og, eftir að þessi vegur er kominn upp á Þeystareyki. Það er miklu stabílli snjór. Já, já, þannig að þetta er svona það helsta sem mér kemur í huga í þessu sambandi.

G: Þið jafnaldrarnir, ykkar afrek. Þið unnuð þarna til bronsverðlauna.

S: Þarna unnum við fyrst, okkar fyrstu, þetta peppaði okkur rosalega upp og hérna, og, en svo náttúrulega, við þarna sautján ára, ég, við erum, ég ákveð þarna eftir Gagnfræðiskólann eða þarna eftir, er nú ekki, það hét nú ekki framhaldsskóli, ég man nú ekki hvað það hét en það var, gagnfræðiskólinn var orðinn fjögur ár hérna og við vorum þá eða veturinn sem ég, ég var á milli sautján og átján það er, þá er ég hérna heima og nokkrir sem erum hérna, og tökum þátt í þessu af fullu en svo fara og erum sem sagt hérna heima og vinna en svo fer ég, er ég búinn að ákveða að ég ætla í Verslunarskólann og tek inntökupróf og kemst inn og fer í hann 1968 sko og er í honum 1968 til ´70 og þá er ég fyrir sunnan og Þórhallur frændi minn líka og við erum, það minnkar náttúrulega, þjálfunin minnkar náttúrulega hjá okkur og við hættum eða við minnkum það að taka þátt í mótum. Við erum náttúrulega, þá er alvara lífsins tekin við og skóli og hérna, í Reykjavík og æfingarmöguleikar litlir sem engir fyrir okkur og, en Björn Haraldsson er hérna áfram og hann er í, ennþá í baráttunni og hann er einn af bestu, hann náði víst aldrei Íslandsmeistaratitli en hann var í baráttunni um þann titil á þessum árum og alveg fram yfir 1970. Hann er svona sá sem náði mestum árangri af okkur Húsvíkingunum í, í skíðaíþróttinni og hann fer til Bandaríkjanna og er við æfingar þar hjá Magnúsi þessum sem hafði þjálfað okkur áður, okkur […], hann og Árni Óðinsson. Þeir fóru til Bandaríkjanna.

G: Var hann í Idaho?

S: Já Idaho, Sunvalley í Idaho og hérna, það er rétt og þeir Björn og Árni fóru og okkur fannst það rosaleg upphefð að fá að fara til Bandaríkjanna og æfa. Það hlyti að vera meiriháttar enda lýsti Björn því þannig líka og það gagnaðist honum mjög vel og það, og, og upp úr því og á þessum tíma er Björn einn albesti svig- og stórsvigmaður landsins og náði, náði af okkur Húsvíkingum lengst verð ég, má ég segja sko. Svo komu ungu strákarnir reyndar líka, þá er ég nú, þá er ég hættur svona keppni og upp úr því fara þeir að, þeir að, þónokkrir góðir yngri strákar sem eru farnir að blanda sér í toppbaráttuna, meðal tíu bestu á landinu og, en svo 1975 þá fer, flyt ég héðan og er lítið en svo var mjög mikið hérna, ég held það sé 1972, nei ´71 líklega. Þá erum við, þá er, við erum alltaf jafn bjartsýnir og þá, og finnst þetta ekkert mál og við ákveðum að Völsungur skuli sjá um Skíðalandsmót Íslands í unglingaflokki og það sé bara ekkert mál og við tökum það að okkur og, og skellum því á og það, þá fór í gang allt annað ferli hvað mig varðar. Þá er ég sko orðinn, ekki keppandi, heldur framkvæmdaaðili eða farinn að, að skipta mér að þeirri hlið og við erum þarna, þessi gamli kjarni sem að ákveður að vinna þetta og erum með Stefán Ben. með okkur og við erum náttúrulega komnir með þónokkra reynslu í þessu sem keppendur og vitum hvað þarf og okkur, okkur hérna bjóðast hérna mjög, eða það er sem sagt ennþá staðið mjög vel við bakið á okkur og allir tilbúnir að aðstoða og við erum hérna, keyrum þetta áfram og þetta, þetta gengur bara vel og það er góður snjór og við þurfum, fáum fé til að kaupa það sem þarf að kaupa hérna, tímatökutæki, fullkomin og, og stangir og allt það sem að þessu lítur til þess að halda þetta og þetta lítur vel út og veturinn er, það er nægur snjór og allt það og var væntanlegur þarna þónokkrir tugir, þetta var í tveimur aldursflokkum og bæði strákar og stelpur eða stúlkna- og drengjaflokkar og þetta, og þjálfarar með og þetta voru þónokkur umsvif sem þurfti til að koma þessu á og komast til að gista og við svona unnum í þessu, svolítið kannski óskipulega en samt þetta hafðist allt saman en svo man ég eftir því að hérna, kvöldið áður en, já líklega á fimmtudagskvöldinu þá hérna, áður en að þessu kom og allar rúturnar áttu að koma héðan og þaðan. Við vorum með aðstöðu, ég vann nú í verslun föður míns sem að hérna, fékk aðstöðu, sem hét Askja og fékk aðstöðu upp á loftinu, þar var hérna herbergi sem við vorum með sem miðstöð, svona skrifstofa og stjórnuðum þessu þaðan og við erum þarna að vinna síðasta kvöldið og þá er bankað og það er Vilhjálmur Pálsson og hérna, sem hafði svona fylgst með, hann svona hafði sinn hátt á, á hlutunum Villi, hann tranaði sér yfirleitt ekki fram en hann hafði fylgst með og var gríðarlega eins og flestir vita, hann var náttúrulega lykilmaður í íþróttastarfi á Íslandi, Húsavík segi ég og hérna, og alltaf boðinn og búinn og hann kom og spurði hvernig gengi, tjékkaði á okkur og svo settist hann niður og sagði: „Strákar, eigum við ekki að keyra mótið frá a til ö, byrja á því frá því að fyrsta rútan kemur þangað til síðasta rútan fer og skrá niður ferlið og sjá hvernig þetta á að ganga.“ Þetta höfðum við ekkert hugsað út í en Villi þekkti þetta úr íþróttamótum hvernig átti að stjórna þessu og við, við hérna, jú okkur fannst þetta auðvitað góð hugmynd og þannig, þetta síðasta kvöld keyrðum við mótið í gegn alveg frá klukkustund til klukkustundar, alveg frá því að fyrsta rútan kom og fór. Hvað átti að gera og skipulögðum þetta þannig og þetta var, var svona já svolítill lykilþáttur að tjékka á því hvort allt felli ekki eins og flís við rass og hérna, við gátum þannig fínpússað það sem kannski við, ekki allt sem var komið á sinn stað en þannig gekk þetta og, og það er mér minnisstætt þegar Villi kom og tjékkaði, vildi tjékka á því hvort allt, hann kom með sitt innlegg inn í þetta, inn í þessa framkvæmd og svo var hann nú alltaf lykilmaður í sambandi við mótahald, tímatöku, skráningu og annað og oft kynnir líka og þessir hinir líka. Má nefna frumkvöðlana í Völsungi. Freyr Bjarnason og hérna fleiri og fleiri sem komu að, Þröstur Brynjólfsson kom og vann í þessu, í kjölfar Stefáns Ben. og með og tók við skíða, formennsku í skíðaráði á eftir Stefáni þannig að það er óhætt að geta hans í þessu sambandi líka sem stórs aðila í þessu ævintýri í rauninni sem átti sér stað á þessum tíu, fimmtán, tuttugu árum.

G: Var það ekki hann sem var forritaði tímatökugræjur?

S: Jú, jú hann var algjör galdramaður í öllu svoleiðis og hérna og hann, það kemur mér ekki á óvart að hann hafi gert það.

G: Já ég heyrði það einhvers staðar.

S: Það er mjög sennilegt en eins og ég segi, mín tengsl slitna svolítið þarna við þetta þegar þarna ´74-5, hérna þegar ég fer, ákveð að fara í nám til Danmerkur. Þá svona lýkur mínu, minni aðkomu að skíðaíþróttinni á Húsavík, svona formlega.

G: Hættir þú á skíðum þá?

S: Já þá hætti ég á skíðum og hérna, það er náttúrulega ekki mikið stundað skíði í Danmörku.

G: Nei það er víst gríðarlega erfitt.

S: Já, þannig að, þannig að, þannig var það nú.

G: Við erum nú komnir hérna lang leiðina með listann. Hvernig sérð þú framtíð félagsins fyrir þér?

S: Já.

G: Það er kannski erfitt að svara því.

S: Já það er erfitt fyrir mig að svara því af því ég er svo kominn úr tenglsum við þetta en, en ég held að félagið sem slíkt eigi, eigi hérna fína framtíð en, en ég held að ef við tökum skíðin þá er það lykilatriði að koma upp aðstöðu þar sem, þar sem að það er traustari, snjóalög séu þannig að hægt sé að stunda íþróttina hér en ekki að það þurfi að keyra til Akureyrar til þess að komast í snjó. Koma upp aðstöðu til, hér ofar, sem mér skilst, ég hef ekki komið þangað en mér skilst að við Reyðarárbotna og þar í kring séu, séu brekkur og aðstaða eða land sem gæti verið framtíðar land fyrir skíðamennskuna á Húsavík og lykilatriði. Þetta er ekki nema tíu mínútna keyrsla skilst mér. Tíu mínútur, korter, það er bara svipað eins og Hlíðarfjall er frá Akureyri þannig að, þannig að hérna ég bind þær, þær vonir sem ég bind við skíðamennskuna á Húsavík eru þær að þetta verði, þessu verði hrint í framkvæmd og þarna verði komið upp góðri og varanlegri skíðaaðstöðu sem að, sem hægt er, þannig að hægt er að tryggja og hérna, tryggja það að hægt sé að æfa skíði hérna.

G: Ég hef heyrt að þeir séu komnir með gönguskíðaaðstöðu þarna.

S: Já það er bara mjög jákvætt og fínt og ég hef heyrt þetta líka.

G: Það er allavega byrjun.

S: Það er mjög góð byrjun og hérna, og vona það, að það sé bara byrjunin.

G: Svo krakkarnir, ég held þau fari í Mývatnssveit að æfa, þeir örfáu sem eru núna.

S: Já fara þeir þangað.

G: Já ég held það.

S: Er það þá á gönguskíðum?

G: Nei.

S: Svigskíðum þá?

G: Já ég held það.

S: Já, já, ég…

G: En þau eru bara eitt, tvö eitthvað svoleiðis.

S: Já, já, þannig að það er ekki stór hópur. En þetta getur bæst við. Núna er vonandi bjart framundan á Húsavík.

G: Það er alltaf áhugi fyrir þessu held ég.

S: Já ég held það. Þetta er nefnilega líka góð almenningsíþrótt, skíðaíþróttin. Þetta er hreyfing og hún er að vetrarlagi, menn hreyfa sig náttúrulega meira á sumrin en á veturna er þetta náttúrulega lykilíþrótt fyrir bara, sem sagt líkamsrækt og hreyfing. Hvort sem þú ert á svigskíðum eða kominn á fjallaskíði þar sem þú getur gengið og rennt þér í sem sagt svigi og, og hérna hvernig sem þú kýst að nota þau, og brettin, þannig að þetta krefst svona ákveðinnar aðstöðu og það þarf bara að koma henni upp. Það á að, þá hef ég engar áhyggjur af framtíðinni.

G: Nú er ég mögulega með stærstu spurninguna hérna, það fer eftir því hvernig þú tæklar hana. Hvernig upplifir þú áhrif íþróttafélagsins á samfélagið á Húsavík?

S: Þetta er bara, íþróttafélagið er búið að vera í lykilhlutverki í uppeldi ungs fólks á Húsavík vil ég meina, hvað mig varðar þó ég hafi ekki byrjað fyrr en eftir fermingu í einhverjum skipulögðum íþróttum. Þá hérna, þá er þetta nú, þá yngist, þá er þetta orðið lykilatriði fyrir krakka sko hér langt frá barnæsku, í, það eru náttúrulega boltaíþróttirnar sem eru víst stærstar og, og hafa mest áhrif en, en svona heilt yfir í, þetta var svona í sundi, þetta var svona hérna í sem sagt flestum íþróttum, frjálsar íþróttir áttu hérna ágætis einstaklinga þar og þar kom salurinn líka inn í á veturna sko. Það var stokkið þar og, og, þannig að ég lít svo á að þetta íþróttafélag Völsungur sé, sé bara, hafi leikið og leiki sjálfsagt enn lykilhlutverk í, í eiginlega uppeldislegu tilliti í þessu samfélagi og ég held það sé hérna, það sé bara metnaður, það eigi að vera metnaður þeirra sem ráða hér á hverjum tíma að, að standa við bakið á þeirri starfsemi sem þetta félag veitir. Það er, það er bara, það er bara aðalsmerki hvers byggðarlags að eiga gott íþróttafélag.

G: Já mikið rétt. Ef þú hefur engu við að bæta, skemmtilegri sögu eða eitthvað?

S: Ég… nei ekki svona á hraðbergi. Fjölmargar sögur og ýmislegt sem maður hefur lent í á þessum tíma en ég vona að ég hafi ekki gleymt neinum. Ég hef nefnt þau nöfn sem, sem að hafa verið, verið svona, átt þátt í að gera þetta að þessu sem þetta varð, sem sagt skíða, skíðaþátturinn í bæjarlífinu. Ég held að mér hafi tekist að nefna flest nöfnin, að ég hef svo sem ekkert, neinu við það að bæta.

G: Þá vil ég bara biðja þið um lokaorð til Völsunga áður en ég slekk á upptökunni.

S: Já, ég bara hvet þá bara til að halda áfram á sömu braut og hef dáðst að, það er sérstaklega kannski ein fjölskylda sem kannski hefur borið dálítið mikið þungann að mér finnst, allavega síðustu ár og í gegnum árin. Það eru nú, ja, afkomendur Freys Bjarnasonar hafa verið mjög ósérhlífnir og Grafarbakkafólkið hefur, ef getum kallað það, hérna, að það hefur verið mjög dóminerandi og ráðandi í hérna og drífandi í þessu félagi og ég held það sé ástæða til þess að þakka því alveg sérstaklega hérna fyrir það. Þessu frændfólki sem á ættir sínar í Grafarbakkann. Ég held það sé nú á engan að halla þó þeirra sé sérstaklega getið.

G: Já einmitt. Þá held ég að þetta sé bara komið.

S: Já er það ekki?

G: Ég þakka bara kærlega fyrir.