Viðtal við Jón Benónýsson

Hér má hlusta

23. júní 2015

Lautavegi 8, Laugar

B. er fyrir Jón Benónýsson (Brói)

G. er Guðmundur Friðbjarnarson

B: … engar áhyggjur af þessu.

G: Þá er upptakan allavega komin í gang og fyrsta spurningin er hver eru fyrstu kynni þín af Íþróttafélaginu Völsungi?

B: Ja fyrstu kynni mín eru náttúrulega þau, ég náttúrulega er ekki fæddur Húsvíkingur, ég er fæddur hér í Reykjadal og var í Ungmennafélaginu Eflingu þegar ég var ungur og efnilegur. Fyrstu kynni mín af Völsungi voru náttúrulega íþróttamenn sem komu þaðan sem að maður tók eftir hér á frjálsíþróttamótum. Reyndar kynntist ég náttúrulega Völsungi fyrr í gegnum föður minn, því hann var nú knattspyrnumaður með Völsungi og þeir komu oft í miðjan slátt og rifu hann með sér úr flekknum og fóru með austur á firði til þess að spila fótbolta á sumrin en það er svona fyrsta sem ég man eftir, eftir að hafa heyrt um Völsung og svo sá maður náttúrulega hér, já, frjálsíþróttamenn sem komu frá Völsungi og voru að keppa hérna á héraðsmótum þannig að maður kynntist þeim fyrst þannig. Síðan flyt ég náttúrulega út á Húsavík eða er þar frá sextán ára aldri meira og minna alveg í tuttugu ár, nærri því. Fljótlega gekk ég í Völsung upp úr því að ég flutti þarna út eftir og var þar náttúrulega bæði í, aðallega í frjálsum íþróttum sem náttúrulega var mín aðalgrein, svo náttúrulega slæddist maður í fótbolta og ýmislegt með þeim en þetta er svona fyrsta minningin sem ég man að hafa heyrt um Völsung, var þetta, voru þessi kynni mín í gegnum föður minn og fótbolta og síðan þessir íþróttamenn sem maður sá þarna á íþróttamótum. Ég man nú ekki alveg hver fyrstu kynni mín sem Völsungur voru endilega. Ég var að vísu frekar fyrirlitinn hér um sveitir þegar maður var genginn í Völsung og fór að keppa hér á mótum fyrir Völsung. Þetta, þetta voru landráð. Þá var ungmennafélagshreyfingin virk og menn áttu ekkert að vera skipta um félag þó þeir væru að vinna einhvers staðar annars staðar. Það var náttúrulega bara, það voru drottinssvik alveg en ég ákvað það samt því ég var á Húsavík alveg og bjó þar og þannig að það var bara eðlilegt að maður gengi í Völsung og keppti fyrir þá og var mikill Völsungur og er mikill Völsungur enn þann dag í dag. Þannig að ég upplifi svona stóran þátt af minni íþróttaævi sem Völsungur í sjálfu sér.

G: Hlutverk þín fyrir Völsung? Þau hafa verið fleiri en eitt allavega. Þú hefur verið, þú hefur keppt…

B: Keppti náttúrulega fyrir Völsung hér innan héraðs svo keppti maður náttúrulega fyrir HSÞ þegar maður var að keppa í frjálsum fyrir, á svona landsvísu. Þá var það undir merkjum HSÞ sem að Völsungur er náttúrulega partur af en svo keppti maður hérna innan héraðs í frjálsíþróttum og síðan var ég nú að gukta í fótbolta með þeim. Ég spilaði með fótbolta, bara í þónokkur ár, var nú aldrei neitt sérstakur fótboltamaður. Ég var góð bekksæta en spilaði samt með þeim þónokkuð marga leiki bæði í, ja 2. deild aðallega sem að var nú 1. deild, eins og 1. deild í dag raunverulega. Því þá var bara 1. og 2. deild. Það var engin úrvalsdeild þannig að Völsungur var held ég í þessari 2. deild mest allan þennan tíma sem ég var að spila með þeim allar götur sem voru einhver nokkur ár og síðan var ég náttúrulega formaður frjálsíþróttaráðs Völsungs í, í þónokkuð mörg ár, man ekki hvað mörg. Þetta.. 

G: Ert þú fyrsti formaður þess ráðs? Eða annar?

B: Sennilega annar, ég held ég hafi ekki verið fyrstur.

G: Annar já, það getur verið.

B: Finnst mér einhvern veginn. Var það í þónokkur og það var mikið og blómlegt frjálsíþróttastarf hjá Völsungi á þessum árum þannig að, síðan var ég náttúrulega þjálfari á meðan ég var að keppa fyrir þá, svo ég keppti nú alveg fram á elliár nærri því en byrjaði upphaflega að þjálfa krakka þegar ég var nú samt sjálfur á fullri ferð á að keppa sjálfur. Síðan náttúrulega seinna meir var ég og er reyndar enn frjálsíþróttaþjálfari Völsungs. Búinn að vera það í þrjátíu ár, um það bil. Þó það sé reyndar æft undir merkjum HSÞ í dag bara. Þetta frjálsíþróttadæmi er í raun bara allt komið undir HSÞ en ég þjálfa á Húsavík tvisvar í viku, eða þrisvar stundum á veturna og svo koma krakkarnir frá Húsavík hér fram í Lauga því að hér er besta aðstaðan fyrir frjálsíþróttir á sumrin. Þannig að ég er búinn að starfa meira og minna sem keppandi, eða maður má segja að maður sé búinn að starfa fyrir Völsung meira og minna alveg frá 1970 eða eitthvað svoleiðis sem er nú að verða 45 ár eða eitthvað. Hef verið viðriðinn þeirra starf meira og minna í þessi 45 ár. 

G: Þú ert eiginlega búinn að svara næstu spurningu svona í þessu. Hvenær og hvernig kom til þess að þú fórst að keppa og starfa fyrir félagið? Það er bara þegar þú flytur?

B: Já, já, það var nú fljótlega upp úr því.

G: En eftirminnilegir einstaklingar svona frá ferli þínum. Við getum, samherjar þá, sem þú hefur æft með.

B: Já, já, þetta voru náttúrulega, þetta voru hörku íþróttamenn svo við förum nú í frjálsíþróttamennina fyrst. Maður man náttúrulega eftir sem að voru að vísu um það bil hættir þegar að ég byrjaði að keppa fyrir Völsung, sem maður man eftir fyrst. Það var náttúrulega Ingvar Þorvaldar og Emil Ragnarsson, Hákon Ólafsson. Þetta voru nú svona menn sem voru eiginlega hættir að keppa í frjálsum þegar ég kom þar inn síðan var náttúrulega fullt af þessu, þessu yndislega fólki sem að voru samherjar manns og við kepptum saman meira og minna. Jakob Siguróla, Kristján Þráins og stelpur alls konar. Magga príma og þessar skvísur þarna. Svo náttúrulega gerðist það að þegar ég fór að þjálfa meira og var reyndar samt að keppa að þá komu krakkar sem eru með, mun yngri en ég náttúrulega en maður hafði gott, keppti með þeim og hafði gott samband við þau, þjálfaði þau síðan upp sem voru fjölmargir afburðar íþróttamenn, sem ég veit ekki hvort ég eigi að fara telja upp alla. Þetta voru Jakob Siguróla og, og, eða ég veit ekki hvort ég eigi að telja þetta, Erna Þorvaldar. Þetta var fullt af alveg flottum einstaklingum og Bogga Jóns og þessar handboltaskvísur. Þær komu alltaf í þetta, í frjálsar svona á sumrin mikið. Þær stelpur mikið. Sigþór Sigurjónsson var meira að segja, bakarameistarinn sjálfur, hann keppti með okkur í frjálsum á tímabili, var spjótkastari, var góður. Sigfús Haraldsson, tannsmiður nú, starfar nú við það og hann var líka spjótkastari. Fullt af mjög flottum, flottum íþróttamönnum og að ógleymdum náttúrulega Guðna Halldórssyni sem að, sem ég, hann náttúrulega fór reyndar til Reykjavíkur mjög fljótlega. Hann byrjaði að æfa samhliða mér hér, við fórum hér fram í Lauga á æfingar, þá var nú ekki æft á Húsavík þegar hann var að byrja. Þá kom hann með mér oft í bíl hér fram eftir, Guðni Halldórsson sem var spjótkastari á landsvísu alveg á tímabili. Þannig að þetta er ótrúlegur fjöldi af einstaklingum sem maður hefur komið að, mikið á tímabili, á tímabili var mjög mikil gróska í þessu. Þá vorum við með til dæmis í úrvalshópi í frjálsíþróttum unglinga sjálfsagt eina sex eða átta krakka frá Húsavík sem voru hver öðru betri og voru bestir í sínum flokki og svo núna á síðustu árum höfum við átt Íslandsmeistara fram og til baka og eigum enn í dag. Þannig að það er eiginlega, þetta skiptir hundruðum einstaklinga sem eru manni mjög minnisstæðir úr þessu dæmi og stóðu verulega undir merkjum og svo náttúrulega ýmsir sem voru manni minnisstæðir þó að afrekin væru ekki stór. Þetta voru alveg yndislegt fólk og settu svip sinn á bæði á frjálsíþróttta- og knattspyrnulíf á Húsavík. Þó þeir væru ekkert endilega einhverjir Íslandsmeistarar. Það, það segir ekki alla söguna. Maður fékk að kynnast í gegnum þetta alveg ótrúlegum fjölda af unglingum aðallega og svo náttúrulega eldri mönnum. Það var þá meira í knattspyrnunni. Þar var maður náttúrulega samtíða að spila með þeim Hreini heitnum Elliða, Magga Torfa. Þetta voru gamlir landsliðsjaxlar og þá var maður að gukta í þessu. Arnar Guðlaugs, hinir og aðrir. Þetta voru, þannig að maður hefur kynnst í gegnum þetta íþróttastarf Völsungs alveg ótrúlegum fjölda af afbrags fólki og afreksfólki mörgu og svo öllum þessum snillingum sem að, sem eru nauðsynlegir í alla, öll svona félög, hvort sem þeir eru eins og ég segi Íslandsmeistarar, hvað sem þeir eru. Ég veit ekki hvort maður á að, svo eru náttúrulega gamlir, maður var að vinna með gömlum snillingum, Völsungum sem ég svo sem sá samt spila einhvern tímann í gamla daga þegar ég var barn. Þeir voru þá að spila hér fram á Laugum, Gunni Jóns og Dóri Ingólfs og Villi Páls sem er nú einn af svona prímusmótorum íþróttalífs á Húsavík, búinn að vera það í 50-60 ár. Bæði sem keppandi og kennari og þjálfari og er enn að keppa. Hann var að keppa á síðasta ári, veit ég, á 50+ landsmóti. Hitti hann nú í síðustu viku, hann er alltaf jafn hress. Þá var ég að þjálfa sonardóttur hans, þannig að maður er búinn að þjálfa og vinna með fleiri ættliðum í þessu. Í þessu íþróttabrasi sko, sem er alveg ótrúlega skemmtilegt og held það sé stór hluti af því að maður heldur sér svona sæmilega, sæmilega frískum og ungum, sem ég vil meina allar götur. Þetta er eins og ég er búinn að segja langur og óhemju skemmtilegur tími í þessu. 

G: Nú er ég með smá svona ósanngjarnt. Þú bara svarar þessu ef það kemur eitthvað upp í huga þér. Hvort þú hafir frá einhverju skemmtilegu atviki að segja? Einhverja skemmtilega sögu, eitthvað sem hefur komið upp á í keppni?

B: Já, maður man þe… það eru náttúrulega alveg óteljand óteljandi atvik bæði neikvæð og jákvæð sem að maður hefur upplifað í keppni. Bæði sjálfur og eins með sínum, sínum, sínum, hvað segir maður? Þeim sem maður hefur verið að þjálfa. Það hefur of margt, eitthvað sérstakt, ég, ég man það ekki. Eitt af hápunktum sem manni fannst skemmtilegast, svona í minningunni þó ég taki ekki þátt í leiknum, þegar við unnum Vestmannaeyinga. Þá var ég að spila með Völsungi, fór nú aldrei inn á í þeim leik, fórum til Vestmannaeyja í bikarkeppninni, vorum, vorum í áttaliðaúrslitum að keppa við 1. deildarlið ÍBV þá og fórum og unnum þá þar. Það var óskaplega skemmtileg ferð og margar, mörg spaugileg atvik sem komu upp, bæði á undan leiknum og eftir honum. Sérstaklega eftir því menn trylltust náttúrulega úr fögnuðu. Hafliði Jósteins sem var nú einn af þessum afbragðs mönnum, taldi að hann stæði á hátindi ferilsins síns algjörlega á þessu kvöldi og það getur vel verið að það hafi verið satt. Ég veit það ekki en þú mátt alveg fá þér kaffi [B. beinir orðum sínum að málaranum sem er að vinna við húsið], það er ekkert athugavert við það. Það var mjög skemmtileg ferð enda var það skemmtilegir ánægjumenn sem flugu heim, í tveimur flugvélum frá Vestmannaeyjum á þeim tíma en aldrei kom ég nú inn á þeim leik samt sem áður en spilaði síðan annan hálfleikinn man ég, í fjögurraliðaúrslitunum á móti Akurnesingum og töpuðum honum held ég 2-1 eða eitthvað. Þannig að það var svona bónus á allt frjálsíþróttastarfið. Það var þessi, þessi stutti en glæsilegi knattspyrnuferill sem maður átti þarna. Maður hefur gott af því að upplifa það, hafa spilað í fjórðungsúrslitum í bikarkeppni. Það var bara mjög gaman.

G: Við verðandi tvöfalda meistara það árið.

B: Þeir einmitt urðu tvöfaldir meistarar það sumar, þetta er einn af svona punktum sem maður, eins og ég segi, er hálfgerður bónus á frjálsíþróttastarfið sem var náttúrulega, frjálsíþróttaþátttöku og þjálfun, sem hefur verið manns aðal, aðaldæmi í Völsungi. Það var mjög skemmtilegt atvik sem gerðist nú einu sinni, það er nú ekki tengt frjálsíþróttum heldur, það var nú í körfubolta. Þá kom nú ágætis maður til Húsavíkur fyrir, 50 árum eða ég veit ekki hvað, hann var mikill körfuboltamaður og vildi endilega rífa upp körfubolta sem og hann gerði svona, það var nú aldrei meira en svona hálf fæðing reyndar en við vorum þarna einhverjir hálfvitar að sprikla í þessu, meira segja var, hann fékk eitthvað lið, hann kom nú frá Akureyri, lið frá Þór eða einhverjum, ég man ekki hverjir það voru og spiluðum einn leik þarna, æfingaleik. Ég held þeir hafi ekki orðið fleiri því þetta, við vissum ekkert hvað við vorum að gera. Ég man það að þá var rekið útaf í körfubolta, það er svo langt síðan þetta var. Ég fór inn á, held ég hafi náð að spila í einhverja tíu sekúndur og þá var búið að reka mig útaf viðstöðulaust því, maður náttúrulega bara ruddist bara í þessa gaura alla saman. Kunni engar reglur í þessum andskotans körfubolta. Þetta var svona spaugilegt mál. Ég man ekki lokatölur en ég held við höfum ekki skorað margar körfur í þessum leik. Þannig að þetta er svona ýmislegt skrítið sem maður hefur upplifað í þessu dæmi og frjálsíþróttum náttúrulega mörg eins og ég segi, það eru, ég man ekki eftir neinu sérstaklega spaugilegu atviki. Það var nú samt alltaf gaman þegar við vorum að fara við Dóri Valda, við vorum á svipuðum aldir. Við vorum að keppa á unglingamótum oft og Ásgeir Daníelsson, einn ágætis íþróttamaður sem að var uppi, sem var jafn gamall mér, það voru mjög skemmtilegar ferðir oft en ég held ég fari nú ekkert lýsa ýmsum uppákomum eitthvað sérstaklega í smáatriðum í því máli en það voru mjög skemmtilegar ferðir. Dóri var mjög skemmtilegur ferðafélagi og það var auðvelt að hleypa honum upp. Það var nú stundum gert svona í gamni. Já, já en svona ég man ekki eftir neinu svona, engu ógleymanlegu atviki í þessum frjálsíþróttum, þetta er svo mikið magn af þessu að maður nær ekki einhvern veginn að, það er ekki neitt svona rosalegt, allavega atviki sem stendur upp úr í þessu finnst mér. 

G: Einhver keppnisferð eftirminnilegri en önnur?

B: Það náttúrulega, eins og ég segi, í þessum frjálsíþróttum þá fór maður náttúrulega ekki í keppnisferðir sem Völsungur beint, það var alltaf undir þessu HSÞ-dæmi sko og það er, maður fór í þessar keppnisferðir í, í, í fótboltann í þessi tvö eða þrjú ár sem maður var að spila þar. Þá fór maður að vísu á marga staði sem maður hefur aldrei komið á, hvorki fyrr né síðar. Þá var nú verið að spila hér í einhverjum krummaskuðum hér og þar sko. Þetta voru oft mjög skemmtilegar, jú, jú, ég held að það hæfi ekkert að fara með einhverjar sérstakar sögur úr því. Þetta voru svona skrautlegar ferðir stundum og enduðu á ýmsa lund. Ég veit ekki hvort að það er við hæfi að, að vera nokkuð að segja um það. Einhvern tímann fórum við til Reykjavíkur að spila, ég man nú ekkert við hverja. Það voru kosningar þarna daginn eftir man ég og Hafliði vinur minn, hann var nú mikill Framsóknarmaður og er enn. Hann var beðinn fyrir einhverju atkvæði, utankjörstaðaatkvæði sem var komið á hann í Reykjavík og hann ætlaði nú að skila þeim en svo þegar við komum hérna norður þá var ball hérna, hérna á Skjólbrekku þannig að það var nú ákveðið að slá til og fara þangað. Ég fré.., þetta var mjög skemmtilegt allt saman, ég frétti síðan af því einhvern tímann þarna síðla dags kosningadaginn að menn voru alveg hreint í óðaönn að leita að Hafliða til þess að reyna ná atkvæðunum því þá fór hann með þau á ballið og ég veit ekki hvort hann skildi þau eftir þar einhvers staðar en þeir voru í óðaönn að leita að honum Framsóknarmenn hér til þess að reyna ná þessum atkvæðum sem hann fór með. Þetta er svona, þetta er svo sem ekki beint íþróttatengt endilega en gerðist svona í þessum ferðum, ýmislegt. Ýmislegt. 

G: Margt sem gerðist í kringum Hafliða líka heyrist mér.

B: Já Hafliði var náttúrulega sérstakt, sérstakt númer sko. Mjög skrautlega, hann var með mjög skrautlegan feril, bæði innan vallar og utan í sjálfu sér.

G: Já, en já. Hver er minning þín af keppnis- og æfingaaðstöðu félagsins og hvernig hafa þau mál þróast?

B: Þau náttúrulega, hafa ekki, aldrei verið fugl eða fiskur, ekki í frjálsíþróttum. Svo gerðist það þarna þegar það var farið í að gera grasvöllinn stóra, þá var nú sett malarbraut í kringum þetta sem var  svo sem allt í lagi. Það voru ekkert þekktar neinar tartanbrautir á þeim tíma sem hún er sett þannig að þetta var ágætis, allt í lagi völlur og enda var svo sem, árangurinn lét ekki á sér standa, síðan landsmótið ´88 nei ´87. Þá var náttúrulega hresst upp á dálítið mikið. Aðstaðan í þónokkur ár þokkaleg en hún hefur ekki verið, ég myndi segja aldrei neitt sérstaklega góð, nema svona í nokkur ár þarna í kringum þetta. Þá var þetta alveg þokkalegur völlur. Íþróttaaðstaðan inni var náttúrulega litli salurinn upp í skóla sem að vísu allar íþróttir bjuggu við og alveg ótrúlegt hvað kom af íþróttaafrekum og íþróttafólki út úr þeim sal. Það var eiginlega, ég hef nú svona ákveðna skoðun á því, á svona litlum sölum. Síðan kom náttúrulega stóra höllin sem náttúrulega breytti alveg gríðarlega miklu en maður reiknaði með, kannski skilaði það sér ekki, hefur það ekki skilað sér alveg nógu vel í árangri finnst mér. Frjálsíþróttaaðstaðan náttúrulega batnaði bara um 70-80% við það en kannski hefur svo sem afrekin og getan ekki neitt aukist rosalega við það finnst mér, kannski ekki í öðrum íþróttum heldur. Þetta er einhvern veginn oft, sagan er oft að eftir því sem aðstaðan verður betri, eftir því, eða standa kannski ekki undir væntingum, ég segi ekki að afrekin séu minni en þau aukast ekkert rosalega mikið við þetta og þó að það tengist náttúrulega ekki beint Völsungi en ég hef oft vitnað í fólk sem ég þjálfaði hér er nú landsliðsfólk og hefur verið með betri stökkvurum á Íslandi í mörg ár, bæði Hafdís og Þorsteinn Ingvars sem ég þjálfaði í mörg ár. Þau æfðu aftur á móti inn á Stóru-Tjörn og í sal sem er nú bara 9×12 metrar eða eitthvað. Urðu svona miklir stökkvarar, ég held nefnilega að þar hafi þau fengið því þar var ekkert hægt að gera þar nema stökkva upp í loftið. Það var aldrei hægt að hlaupa eða gera nokkurn skapaðan hlut. Það var bara hoppað. Þar urðu til stökkvarar nefnilega. 

G: Hvernig upplifir þú áhrif íþróttafélagsins á samfélagið hérna á Húsavík? Og nærsveitum, við skulum bæta því við.

B: Já, já, áhrif Völsungs hafa náttúrulega verið mjög mikil á allt íþróttalíf í héraðinu og náttúrulega í bænum líka. Völsungur var náttúrulega gríðarlega sterkt afl og er reyndar enn þó hann sé ekki eins og hann var á veldistíma Beisa heitins og þeirra. Þá var náttúrulega bærinn allur Völsungur. Það var, það var undantekning ef maður hitti einhvern mann sem ekki var eldheitur Völsungur. Það var kannski ekki eins mikið og fyrst þegar ég kom þangað og ekki eins mikið núna seinni en þetta er fyrst og fremst bara forystumennirnir og hvernig þeir, hvaða eldmóði og hvaða, hvað þeir geta náð miklum tökum á fólki en ég held að Völsungur hafi haft mjög jákvæð áhrif á Húsvíkinga og ekki síður hér nærsveitunga. Völsungur var náttúrulega á tímabili, til dæmis í frjálsíþróttum, algjörlega drottnandi afl í frjálsíþróttaheiminum hér eða heiminum, frjálsíþróttahéraðinu eða innan HSÞ á innan félagsmótum og annað. Þeir voru, þeir voru, ég man nú þegar ég var nú, þjálfaði bara Völsung, áður en ég fór að þjálfa HSÞ líka, þá vorum við að vinna til dæmis bæði unglinga og einhvern tímann unnum við héraðsmót fullorðinna með, með meiri stigamun en öll hin félögin fengu til samans þannig að þeir hafa verið gríðarlega stórir. Kannski of stórir á stundum, hin félögin bara lúffuðu út en það hefur skipst á skin og skúrir og svo koma ár inn á milli sem maður, eins og maður, en ég held að áhrif Völsungs á Húsavík og nærsveitir það sé bara mjög jákvæður og hafi haft, haft mikil áhrif og jákvæða sögu, algjörlega. Allar götur í frjálsíþróttum og í knattspyrnu kannski minna, ég veit það ekki, þetta hefur, þeir voru náttúrulega langstærsta félagið knattspyrnulega séð og eru búnir að vera það, ja nánast, ég segi nú ekki frá upphafi, ég man fyrst eftir, þeir voru nú að rembast Mývetningar og ýmsir hér í gamla daga. Þá voru nú þessi HSÞ-lið sem fóru og kepptu á landsmótum og svona. Það var blanda úr öllu héraðinu og þar áttu Völlarar sína, það var minni munur á sveitaliðunum og, og Völsungi á þeim árum. Alveg fram undir 1960-70. Þá fara þeir að sigla dálítið mikið fram úr, og hinum fer fækkandi, fækkun í sveitunum og bara meiri, meira, það var lögð meiri áhersla á æfingar og menn voru farnir að stefna á hinar efstu deildir. Það tókst loksins, það var bara mjög ánægjulegt og voru, spiluðu þar í tvö ár ef ég man rétt. Þannig að það var feiknarlegt, þá held ég að, að veldi Völsungs hafi staðið svona ef við erum að tala um eitthvað afrekslega eða getulega eða á landsvísu, að geta staðið einna hæst því við áttum alveg feiknarlegt frjálsíþróttalið líka á þeim tíma. Þannig að íþróttalíf í Völsungi stóð þarna, þetta er einhvern tímann um, hvað er þetta milli 70-80 eða 80-90 einhvers staðar, æi já, einhvers staðar milli ´80 og ´90 sem þetta er.

[Sigurður málari kemur með innskot]: ´87-´88.

B: Sigurður minn, þú varst nú í þessu liði þannig að þú ættir að vita þetta.

S: Þetta var ´87-8

G: Þegar landsmótið er hérna.

B: Já þá eru þeir í 1. deild og það já.

S: ´87-8

B: Þá að vísu stóð ekki frjálsíþróttalífið mjög hátt reyndar, á því ári en mjög fljótlega upp úr því, varð gríðarleg sprengja.

G: Iðkendafjöldi hérna, hefur hann í frjálsum..?

B: Á Húsavík eða Völsungi?

G: Já.

B: Hann hefur sveiflast alveg gríðarlega og sveiflast nokkuð reglulega bara eins og rjúpnastofninn það er bara svo. Nei þetta er mjög merkilegt fyrirbæri og við höfum reyndar oft rætt það, þjálfarar, til dæmis í hinum íþróttagreinunum líka. Sumir hætta, sumir aldursflokkar koma bara ekki inn í íþróttir, bara alls ekki, nánast ekki til. Svo koma aftur rosaleg þátttaka í öðrum, það smitar í allt en hann hefur sveiflast á þessum 40 árum sem ég er búinn að vera þarna við þjálfun á Húsavík, 40-50 árum og keppandi. Hann hefur sveiflast alveg gríðarlega mikið, allt frá því að vera upp í 40-50 krakka sem eru að æfa og niður í þetta, tvo, þrjá, fjóra og það er raunverulega engin skýring á þessu en þetta var svona á tímibili fannst mér, stundum aðeins breyst núna, þetta var svona tíu ára sveifla, topparnir komu á tíu ára fresti. Nokkurn veginn var það gegnum sneitt, yfirleitt fólk sem var fætt seinni seinni hluta og um, um tugaskiptin það voru stærstu flokkarnir sem komu inn í frjálsar. ´78-´80 og ´89-´90. Þetta voru, ´90 var gríðarlega stór, sá aldursflokkur ´90 var, þegar hann byrjaði að æfa voru það 20-30 krakkar. Þannig að þetta er svona, þetta hefur komið nærri því á, eins og ég segi, á tíu ára fresti. Þetta hefur aðeins ruglast núna seinni ár. Þannig að þetta er, þetta gengur í miklum sveiflum og hefur gert það held ég í öðrum íþróttagreinum líka. Þetta er svona eitthvað sem að við vorum einhvern tímann að ræða, þarna, þá, var, það ætti að gera rannsókn á þessu. Það ætti að rekja þetta út, að þetta, komi svona bylgjur og svo fjaraði þetta út. Ég veit ekkert af hvaða ástæðum, það er engin breyting í rekstrinum eða breyting á aðstöðu eða nokkrum sköpuðum hlut.

G: Ætli þetta hafi eitthvað með hjarðhegðun hjá mannfólkinu að gera? 

B: Þetta er eitthvað…

G: Tveir, þrír ákveða að fara og þá fylgir.

B: Það er náttúrulega mjög mikið þannig. Maður verður var við það þegar það koma svona stórir hópar inn eins og í frjálsar að þá er það leiðtogar ákveðnir sem að eru frjálsíþróttasinnaðir og þeir teyma með sér…

G: …vinahópinn eða?

B: … fer ótrúlega oft með þeim og oft verða það afburða íþróttamenn sem koma þannig inn í þetta.

[Sigurður málari kemur með innskot]: Oft er það líka kannski íþróttamenn á landsvísu sem að eru áberandi og farnir að keppa úti og svona.

B: Sem að draga líka, sem að draga inn í þetta sko. Það gerist náttúrulega alltaf.

[Sigurður málari]: Sprengja þegar Jón…

B: … Jón Arnar var upp á sitt besta til dæmis. Þá var, þá voru.

[Sigurður málari]: Allir vildu vera í frjálsum.

B: Það fylgir alltaf dálítið mikið. Það er ekki spurning.

G: Svipað eins og áhugi yngstu barnanna á handbolta, það fylgir árangri landsliðsins.

B: Algjörlega, og knattspyrnu reyndar líka. Það er mikill knattspyrnuáhugi hjá Völsungi.

[Sigurður málari]: Völsungur á til dæmis, á mjög oft góða yngri flokka í handbolta en hafa ekki verið með meistaraflokk, eða aldrei verið með almennilegan meistaraflokk.

B: Ekki síðast liðin 30 ár.

[Sigurður máli]: Eitthvað svoleiðis, við vorum eitthvað að brölta þarna einhvern tímann. Keppa við Ögra og svona lið, heyrnleysinga og svona. Það voru samt mjög góðir íþróttamenn sem voru mjög góðir á landsvísu og eru enn. Þeir áttu Íslandsmeistara og góða flokka í handbolta núna, bæði stelpur og strákar.

B: Fínustu krakkar sko en þetta er svona bara eðli íþrótta í dag að þetta, þetta er upp í fjórtán, fimmtán, sextán ára aldur, svona grunnskólakerfið. Þá helst þetta oft inni og tínist úr frjálsum þegar það er búið að ferma þau. Þá fer svona ýmislegt annað, sem er bara eðlilegt, að toga í náttúrulega. Það gerist alltaf þannig og þroskinn, og þroskinn og vöxtur og svona margt sem að, margt nýtt sem að býðst þegar maður verður, er orðinn þetta gamall. Það er bara mjög eðlilegt að, menn þurfa að vera mjög staðfastir ef þeir ætla að vera móast í einhverjum frjálsíþróttadjöfli endalaust og það eru ekki margir sem að gera það og samt hefur maður upplifað svoleiðis einstaklinga, reyndar. Alveg frá því að maður var sjálfur að keppa og fram á þann dag í dag. Það eru svona menn sem gera ekkert nema í frjálsum og eru mjög aktívir í því. Það er mjög sjaldgæft samt og það er það alltaf.

[Sigurður málari]: Einfarar.

B: Já þetta eru, einstaklingsgreinafólk eru oft miklir einfarar, það er nú bara þannig eða já, þannig, ekki svona félagslega, ekki mjög félagslega háðir þó félagsskapurinn getur oft verið frábær. Meira segja gaman að tala við þessa krakka sem voru á toppnum og voru í þessum úrvalshóp núna síðasta vor, sem var, sem voru einhverjir fimm, sex krakkar sem voru þá bæði úr Völsungi og héðan að framan, sem eru núna hætt að keppa fyrir einhverjum tveim, þremur árum. Þau hittast enn, það er alltaf frjálsíþróttahópurinn er með hitting, þó þau séu ekki í frjálsíþróttum. Það breytir engu en þar hefur myndast einhver svona samheldni sem er mjög gaman að upplifa.

G: Nei þetta er ekki alltaf bara hreyfingin.

B: Nei nei því betur. Það er náttúrulega það sem frjálsíþróttadæmið vantar, það er, það er meira félagslega hliðin, er oft svona hætta búin því þetta er svona einstaklingsdæmi sko. Það þarf að vera mjög sterkur leiðtogi sem heldur utan um, því ég hef aldrei verið, ekki svona félagslegur leiðtogi. Það er eitthvað, ég var náttúrulega og er algjör einfari í, var alltaf þegar ég var sjálfur í íþróttum. Maður var, það er oft með menn sem að eru, þó ég hafi ekki verið sérlega góður, samt alveg þokkalegur á landsvísu á köflum. Þeir verða oft dálítlir einfarar, einhverra hluta vegna. Það er eitthvað, það er eitthvað, það er bara vísindalega sannað að mjög mikið af topp einstaklingsíþróttamönnum, þetta eru hálfgerðir einfarar í eðli sínu þó þeir séu svo sem ekki alveg, loki sig ekki af alveg en þeim líður ekkert vel í fjölmenni. 

G: Hvað er, er eitthvað afrek hjá þér sem stendur upp úr á landsvísu eins og þú segir?

B: Mér sjálfum?

G: Já.

B: Nei, nei, nei. Ég var helvíti góður í öllu, get alveg sagt það en nei. Það er ekkert sérstakt afrek í sjálfu sér, ekki sem að stendur upp úr. Þetta er allt sama, sama rúllið sko í sjálfu sér. Ég átti Íslandsmetið í 100 metra hlaupi þegar ég var sveinn eins og kallað var. Það er þá 15-16 ára. Ég átti það í einhver fjögur, fimm ár. Ég man ekki eftir því að mér hafi fundist það eitthvað sérstakt afrek á sínum tíma, það er skemmtilegra seinni tíma finnst manni það eitthvað en á meðan því stóð var það ekki eitthvað sem manni fannst eitthvað merkilegt einu sinni. Jú, jú, maður varð Íslandsmeistari í þessum flokkum, sérstaklega yngri flokkum en það er ekkert afrek sem, ekkert afrek sem stóð upp úr, stendur upp úr í sjálfu sér. Ég hef keppt, er búinn að keppa á ungmennalandsmótum í tugi ára og var oft þar að skaka í einhverjum verðlaunasætum, á samt ekki nema einn gullpening frá landsmóti, það er nú svo skrítið með það. Mér finnst það nú alltaf frekar léleg eftirtekja en það gekk ekki upp, það var hrein Völsungssveit sem hljóp þá á Landsmótinu á Selfossi ´78 í þúsund metra boðhlaupi. Mig minnir það, það voru Jakob Siguróla og Kristján Þráins og Sigfús nokkur Haraldsson og ég. Þá var maður nú kominn undir þrítugt að keppa, það myndi nú þykja saga til næsta bæjar í dag ef að þrítugir jarlar væru að keppa í frjálsíþróttum hérna einhvers staðar. Það þekkist ekki, því miður, í dag. Það er eini gullpeningurinn sem ég á frá landsmóti og mér þykir alltaf mjög vænt um hann þó svo sem við höfum ekki verið stefna neitt, við áttum ekki von á á að ná honum þó maður hafi nú stundum ætlað sér gullpening í ýmsum greinum öðrum áður en það gekk ekki upp þannig að þetta er ekkert á vísan að róa í þessu máli. Það koma oft svona óvæntir sigrar upp sem, sem að maður á ekkert von á. Það er, mér þykir alltaf mjög vænt um þann pening. En, annars var þetta sami grautur í sömu skál, þetta var, maður var í þessu í svo mörg ár að þetta rennur nú meira saman í eina hringiðu þannig en já, það er svo sem ekkert, maður fór út að keppa einu sinni held ég. Það, ég fór ekki nema einu sinni erlendis sem keppnismaður. Ég hef farið aðeins erlendis sem þjálfari, það er útaf fyrir sig mörg, oft merkilegri árangur sem maður finnst manni, þó maður, sé alltaf spurning hvað áttu mikið í því sem þjálfari ef einhver stendur vel. Það er, það er teygjanlegt hugtak sko, mjög en það er, ég hef átt útaf fyrir sig miklu ánægjulegri sigra sem þjálfari heldur en sem keppnismaður sjálfur. Hef náttúrulega verið svo heppinn að vera með alveg ótrúlega flotta einstaklinga og góða undir minni stjórn, alveg fram á þennan dag í dag meira að segja og ég hélt mót bara hérna síðustu helgi þar sem, þar var fólk að koma mér stórlega á óvart og var að bæta sig alveg upp í hálfan meter í langstökki sem er gríðarleg bæting, hjá stúlku sem hefur verið svona í fremri röð, maður svo sem, þetta gerist oft svona í frjálsíþróttum. Þú ert búinn að vera skaka í sömu, sömu sekúndunni eða sömu sentimetrunum kannski tvö, þrjú ár. Svo ef þú heldur yfir, getur náð að halda, margir gefast upp af því að það er enginn árangur, það er enginn, ég segir framför og það er ekkert, þá er þetta bara vonlaust. Ef þú heldur nógu lengi áfram þá færðu það yfirleitt launað í, og það gerist mjög oft svona, í mjög stórum stökkum og það er ekkert, það eins með það og það sem við vorum að tala um áðan, það er ekkert sem í raun sem liggur á bakvið það nema þjálfunin er búin að vera svona nokkuð markviss í öll þessi ár, ekkert gerist og ekkert gengur og alltaf allir fúlir og leiðinlegt og djöfullegt allt saman. Svo gerist það allt í einu án þess að það sé í raun nokkur, nokkur forsenda fyrir því önnur en að vera bara allan þennan tíma. Það er það, maður er búinn að upplifa þetta með fullt af, af frjálsíþróttafólki, þetta gerist. Bætingar og þær gerast oft í miklum stökkum, sérstaklega í stökkum og köstum. Pétur, þú verður að ansa þessu [síminn hringir og Brói ávarpar son sinn]. Þannig að það er mjög svona skrítið og maður hefur margar sögur af fólki já sem hefur ekki gefist upp heldur heldur áfram, það fær yfirleitt laun erfiðisins borgað ef það, er. Hver er þetta?[spyr son sinn]

[B. tekur við símanum og sinnir því samtali, 38:55-39:16]

B: Svona er þetta nú gaman sko. Þetta var nú Reinhard nokkur Reynisson, Reinhard Reynisson er það ekki á Húsavík?

G: Jú hef heyrt talað…

B: Hann er nú milli fimmtugs og sextugs, er núna að æfa fyrir 50 plús. Ég er með þetta á öllum aldri, tveir hérna sem eru að fara landsmót 50 plús á Blönduósi næstu helgi. Þetta var annar að hringja núna til að vita hvort æfingin væri klukkan hálf sjö eða sjö. Ég meina þetta er alveg allt frá smábörnum upp í öldunga sem að eru að æfa og þeir hafa mikinn áhuga þessi gömlu jarlar líka.

G: Já er það ekki?

B: Jú ég held það sé, þess vegna hef ég aldrei, ég segi nú ekki aldrei, það er náttúrulega bara, maður var svo sem sjálfur að gukta í að keppa alveg fram yfir fertugt og keppti meira að segja í fyrra sumar, 65 ára, ekkert vandamál en einhvern veginn missti ég touchið fyrir þessum keppnum þegar maður var að fara á einhver öldungameistaramót sem kölluð er og eru til enn, svo fátt eitthvað, einhvern tímann var ég sjöfaldur Íslandsmeistari í, held ég þá í 50-55 ára flokki eða eitthvað, að því að enginn annar var að keppa í þessum flokki. Ég meina, það er eitthvað sem maður nennir ekki að standa í, alveg, þá hætti ég að fara á svoleiðis mót, ég hleyp og keppi stundum mér til skemmtunar, svona ef ég nenni, er í góðu skapi. Tertu?

G: Já takk, ég held ég fái mér.

B: Það verður að borða, það þýðir ekkert annað en að borða. Þetta er afmælisterta frúarinnar. Hún var 45 ára í gær.

G: Já… Ég er nú búinn með spurningalistann hérna. Það var eitthvað sem skaut.., sem mér datt nú í hug að spyrja þig að. Já, það er, það er svolítið fjölbreytt íþróttastarf í boði hjá Völsungi og hérna í sveitunum og allt þetta. Hvort það skiptir síðan einhverju máli fyrir þá sem ná síðan langt. Hvort það sé, það eru margir hverjir með puttana í fleiri en einni íþróttagrein og allt þetta.

B: Megnið af þessum krökkum sem maður þekkir hérna eru í íþróttum, eru í mörgum greinum. Stundum alltof mörgum, því miður, ganga frá sér á tiltölulega fáum árum ef það er ekki hægt að stoppa þau en um að gera fram undir tólf, tólf ára aldur er allt í lagi að prófa allar íþróttagreinar. Fram úr því finnst mér, þetta er svolítið einstaklingsbundið eftir þroska og öðru, þurfa menn að fara trappa sig niður í eina eða tvær, þrjár greinar. Ekki meira, en maður hefur stundum verið með krakka sem eru að æfa kannski fimm greinar, eru að koma á fimmtu æfinguna til manns að kvöldi til þann daginn. Þetta er gjörsamlega, þetta getur ekki gengið. Þetta er náttúrulega eitthvað sem er algjört rugl og vantar, það vantar náttúrulega einhverja stjórn á það, að börn og unglingar gangi ekki frá sér. Maður er búinn að sjá alltof marga góða eintaklinga fara mjög illa, bara, bara á alltof alltof miklu álagi. En fjölbreytni í íþróttum er mjög af hinu góða á meðan krakkar eru ungir, um að gera að prófa sem flest en festast ekki í mörgum greinum og keppa kannski í handbolta, fótbolta, frjálsum, skíðum eins og stundum er á veturna og jafnvel fleiri greinum. Þetta eru allt keppnisgreinar sem þetta fólk er í á fullu og þarf helst að æfa þetta allt saman og kemst engan veginn yfir það. Þetta er, þetta er eins og, þetta, margir krakkar æfa miklu meira en atvinnumenn á ákveðnum tímum. Það er bara staðreynd og það er ekki, það er ekki góðs von en um að gera að prófa flest þannig að fólk fái að kynnast og hvar áhuginn er, hvar getan er kannski. Áhuginn og getan fara kannski ekki alltaf saman í þessu dæmi, alls ekki en það hafa margir mjög góðir íþróttamenn orðið mjög góðir og kannski betri sem knattspyrnumenn til dæmis og svo öfugt og, og allt þar á milli. Þannig að það er um að gera að prófa þetta allt saman en passa sig á að lenda ekki, festast ekki í alltof alltof mörgum greinum. Maður gerði það sjálfur svolítið, svolítið sjálfur. Því betur var ekki nógu mikið framboð á íþróttagreinum á þeim tíma, það var fótbolti og frjálsar. Það var alveg meira en nóg fyrir mig. Ég hafði ekki power í að æfa þessar tvær greinar á fullu og sennilega hefur það komið niður á þeim báðum, árangurslega. Á þeim tíma sem maður var að gera þetta og það gerir það örugglega. Annars svona ef menn eru að stefna á afreks, afreksgetu þá er, þegar maður er orðinn sextán ára, þá er ein íþróttagrein yfirdrifið nóg. Það er bara þannig.

G: Heyrðu, ef við höfum engu við þetta að bæta þá ætla ég bara að biðja þig um lokaorð til Völsunga.

B: Ég vil náttúrulega bara þakka Völsungum fyrir að hafa alið mig vel, ég hef átt margar af mínum bestu stundum á íþróttasviðinu með þeim og innan þeirra raða. Ég ætla bara vona að þeir haldi því áfram og standi, standi undir nafni. Því Völsungar var og er reyndar enn mjög stórt númer á þessu landssvæði hér og jafnvel á öllu landinu. Mismikið eftir tímum en ég ætla bara að vona að þeir beri ekki af til þess að hlúa vel að sínum ungmennum og gefa þeim kost á að, að stunda sem flestar íþróttagreinar, þó ekki of margar. Við verðum að passa það að, þó við vitum það að það er að stækka núna svæðið trúlega með öllu Bakkaævintýrinu, loksins er það komið, en stærðargráðan er sú að Húsavík og Völsungur hafa verið, þeir bera náttúrulega ekki óteljandi fjölda af íþróttagreinum, það er bara því miður er svona alls staðar á svona minni stöðum út á landi. Menn þurfa svolítið að passa það að drekkja sér ekki í alltof mörgu. Þó áhuginn sé mikill í þessu og þessu, þá verður oft útkoman ekki, ekki nógu góð en megi Völsungur bara dafna og lifa áfram og verða ókomnum, ja bæði núverandi og ókomnum félögum sínum styrkur í framtíðinni. Ég held við segjum ekkert meira um það.

G: Þá þakka ég bara fyrir.