Viðtal við Jóhannes Sigurjónsson

Hér má hlusta

Föstudagurinn 5. júní 2015

Skrifstofa Skarps, Garðarsbraut 56, Húsavík

J. er Jóhannes Sigurjónsson

G. er Guðmundur Friðbjarnarson

G: Heyrðu við erum þá komnir í gang. Viltu ekki byrja á því að segja okkur hver fyrstu kynni þín af félaginu eru?

J: Það var, er, þau voru ekki fyrr en ég var svona 13 ára því ég var í sveit á sumrin alltaf í bara, frá sex til tólf ára aldurs þannig ég hafði aldrei æft fótbolta eða neitt hérna á Húsavík. Við vorum bara að elta kýrnar og rollurnar í sveitinni og fengum náttúrulega úthald út frá því og svo vorum við í fótbolta, bjuggum til fótboltavöll þarna og, og hástökk og þannig að ég byrja ekki að æfa hérna með Völsungi fyrr en líklega 13 ára gamall. Þá byrjaði ég, þá fer ég á fyrstu formlegu fótboltaæfinguna. Þá var hérna fyrsti þjálfarinn minn Halldór Bjarnason, föðurbróðir hérna Ingólfs. Kallaður Dóri Völsungur, hann var svo mikill Völsungur og þá voru heldur ekki mót hérna, það voru bara hérna mót, við spiluðum bara við hérna Eflingu í Reykjadal, þrjá, fjóra leiki á sumrin. Það var ekkert Íslandsmót eða neitt slíkt.

G: Þú ert þrettán. Hvenær ertu fæddur?

J: ´54. Svo var ég aðeins í hlaupum, frjálsíþróttum líka og, og hérna það var náttúrulega bara innanhúss hjá Villa auðvitað í leikfimi, ég held það hafi bara verið leikfimi engin, engar íþróttir og ég keppti einu sinni á móti, HSÞ-móti, og vann hérna þrjár greinar. Hástökk án atrennu, þrístökk án atrennu og langstökk og, og var náttúrulega helvíti ánægður með að fá þrjá gullpeninga, koma með þrjá gullpeninga heim og ætlaði náttúrulega að æfa áfram og vera góður og þá var einhver niðurskurður hjá HSÞ þannig að þeir höfðu ákveðið fyrir þetta mót að hætta að vera með peninga þannig að þú fékkst bara áritað spjald. Þrístökk 1. verðlaun. Ég var svo móðgaður að ég hætti í frjálsum, fyrst ég fékk ekki gullpeninga.

G: Nei, ég er búinn að heyra svipaða sögu.

J: En svo hérna, nei, nei, en svo hérna, svo vorum við, var ég hérna í 3. flokki og við vorum með mjög gott lið. Við komumst í úrslit þegar ég er á eldra ári í 3. flokki, 16 ára þá, komumst í úrslit á Íslandsmóti í 3. flokki. Fórum suður og spiluðum við Ísfirðinga held ég og unnum þá og úrslitaleikurinn á Íslandsmótinu var við ÍBV. Ég var fyrirliði hjá okkur og þar var fyrirliði hjá þeim drengur sem heitir Ásgeir Sigurvinsson. Hann var fyrirliði ÍBV.

G: Hvor ykkar var betri?

J: Hann var aðeins betri og svo var hérna Páll Magnússon sjónvarpsmaður, hann var líka í þessu liði. En við töpuðum 4-0. Þeir voru…

G: Hvað segir þú? Voru þetta Eyjamenn?

J: Já, ÍBV. Við töpuðum 4-0, það var ekkert hægt, ég meina, Ásgeir var betri einn en heldur en allt okkar lið. Það var ekkert.

G: Já, óheppilegt að hitta á hann í sama aldursflokk.

J: Svo förum við hérna, þegar ég er 16 ára og þá er rosaleg lægð hérna í, í hérna, í knattspyrnunni, í meistaraflokki hjá Völsungi. Þeir höfðu fallið árið áður og það var erfitt að manna liðið, þeir þurftu að fá, fjórir Grenvíkingar komu bara reglulega og spiluðu með liðinu. Það var ekki, þeir fengu ekki lið einu sinni. Þannig að árið eftir þetta þá fórum við, komum fjórir beint upp úr 3. flokki og fórum allir í meistaraflokk. Fastamenn í því og unnum sem sagt 3. deildina og upp í 2. deild á þessu fyrsta ári og svo spilaði ég bara í sjö ár, eitthvað svoleiðis í meistaraflokki, eiginlega alltaf í 2. deild, sem þá var, það var náttúrulega bara 1. og 2. deild sko, 3. deild. Þannig, skemmtileg atvik. Við vorum einu sinni að spila með 4. flokki, í 4. flokki, þá fórum við saman með meistaraflokki í rútu. Við vorum að spila á Ólafsfirði og það var hérna, það hefur örugglega verið svona tíu vindstig eins og þá var, við frostmark og svo snarvitlaust veður, völlurinn var, ja bara einn drullupollur og við byrjuðum að spila 4. flokkurinn og svo átti meistaraflokkurinn að spila á eftir og þetta var, það var ekki hægt að spila þarna og einn okkar, það var einn svo, einum var svo kalt í liðinu, Jón Ásberg sem síðar varð svo bæjarfulltrúi hérna, að hann gafst upp í miðjum leik og hljóp inn í rútu, hann fór af vellinum. Markmaðurinn hjá okkur sem hét Helgi Pálma, var stór og feitur og mikill, hann var í svona, íþróttafötin voru ekki svona létt og lipur eins og þau eru í dag sko, það var svo mikil bleyta að buxurnar urðu svo þungar að hann, að þær héngu ekki upp um hann, teygjan var eitthvað slök þannig að hann þurfti að halda hérna um buxurnar og hann var bara einhentur það sem eftir var, ef hann sleppti þá bara fóru buxurnar niður um hann. Þetta voru orðin fleiri fleiri kíló og svo, en við spiluðum leikinn, kláruðum hann og svo var okkur náttúrulega keyrt skjálfandi og nötrandi beint upp í skóla til að fara í sturtu og, og menn voru nærri dauða en lífi úr kulda og vosbúð, þannig að menn stóðu þarna í sturtunum, og svo þegar, eftir þrjú korter þá kemur meistaraflokkurinn, þá var þeim svo kalt að þeim, að leikurinn var bara flautaður af í hálfleik. Og þeir koma náttúrulega allir nötrandi og skjálfandi og brjálaðir og fara í sturtu. „Ja nú verður gott að fara í sturtu.“ En þá var heita vatnið búið. Þeir stóðu þarna alveg gjörsamlega brjálaðir, þá vorum við búnir að standa í hálftíma í sturtu. Þetta var voðalegt… Þetta var mjög skemmtilegt.

G: Þannið að þið strákarnir kláruðuð leikinn.

J: Við kláruðum leikinn en þeir gáfust upp, hérna gömlu, nema þessi eini hjá okkur sem tók bara strikið, bara um miðjan leik, bara beint upp í rútu. „Ég er hættur.“

G: Voruð þið með varamann fyrir hann? Var varamaður?

J: Nei það held ég ekki, við spiluðum bara tíu, það tók enginn eftir því hvað það voru margir inn á vellinum, þetta var bara, að lifa þetta af.

G: Það var markmiðið. 

J: Það var fyrir mestu.

G: En hver hver hafa verið hlutverk þín fyrir Völsung? Hefur þú gert meira en bara leikmaður?

J: Ég var einu sinni í, ég var nú einu sinni í stjórn held ég, eitt eða tvö ár held ég. Einu sinni í varastjórn. Einu sinni féll ég í mjög spennandi atkvæðagreiðslu, hérna í varastjórn. Það var sem sagt eitthvað fátt á fundinum og ég tapaði með, sá sem hérna fór inn sem varamaður, hann fór inn með helmingi fleiri atkvæði en ég. Hann fékk tvö og ég fékk eitt og ég nefnilega kaus ekki sjálfan mig en hann kaus sjálfan sig og það var munurinn, mjög tæp atkvæðagreiðsla, það munaði einu atkvæði en samt helmingi. Annars var ég svo mikið fyrir sunnan, ég var alltaf fyrir sunnan á, ég var reyndar í handbolta líka sko, ég spilaði handbolta…

G: Já ég sá það einhversstaðar.

J: … í 3. flokki og stundum þegar þeir voru að koma suður að keppa í handbolta eða eitthvað þá var bara kallað á mig og þá var ég bara í námi fyrir sunnan og ég kom og spilaði. Æfði náttúrulega ekkert handbolta fyrir sunnan og, svo náttúrulega var þetta svolítið erfitt. Maður var í skóla alltaf fyrir sunnan og þá var ekkert eins og, eins og núna að menn æfi stíft og haldi sér í formi yfir veturinn. Maður var bara kannski eitthvað að djamma og svona og þá kom maður náttúrulega norður á vorin gjörsamlega æfingalaus. Þannig að maður var kannski ekki kominn form fyrr en um mitt sumar. Það var svolítið, já þetta var svona, en ég var í þessu í sjö ár og fór svo eitt ár í atvinnumennsku í 3. deildina í Færeyjum.

G: Já.

J: Ég var þar hvað, eitt ár, ´78. Ég spilaði þar, það er ´77, ætli það sé ekki síðasta, það er síðasta árið sem ég spila með, með Völsungi sko. Svo náttúrulega ´79 þá, þá stofnum við þetta blað, Víkurblaðið, þar byrja ég að… Blessaður vinur [J. heilsar Jóni Krók sem kemur inn]

[J. og Jón tala saman frá 08:48-11:40]

J: Veistu hver þetta var?

G: Nei.

J: Hann kom mikið við sögu í hérna viðtalinu við Villa. Þetta er Jón Krókur.

G: Já, bakvörður?

J: Sem hérna var dæmt vítin á, föðurbróðir, hann var einn af þessum sem var að krókna úr kulda þarna. Það var einmitt í þeirri ferð hérna, hann er nefnilega svo lofthræddur að, að þegar við vorum að keyra fyrir Ólafsfjarðarmúla, sem var helvíti skuggalegri þá, þá var hann á grúfa sig ofan í dagblaðið og þóttist ekkert vera stressaður, bara blaðið skalf og svo sá maður að það var á haus. Hann lítur út fyrir að vera svona mikil kempa en ekki mjög, en heyrðu okei. Hvað vorum við að tala um?

G: Þú varst að spila ´77, ´78 í Færeyjum.

J: Já, svo hérna, ´78 í Færeyjum, ´79 fer ég, förum við að gefa út þetta blað. Ég og Arnar Björnsson, hérna íþróttafréttamaður og alveg til…

G: Já, já.

J: Og þá byrja ég að skrifa um alla leiki, þannig að ég fer nánast beint úr því að spila í að skrifa sko, sem var svolítið erfitt, að hérna, maður var að skrifa og gagnrýna kannski þá sem maður var að spila með kannski alla ævi. Djöfull var hann lélegur og eitthvað svona. Þannig að ég skrifaði um þá hérna, ég er náttúrulega í Völsungi frá hvað, tólf ára og til, þangað til 24 ára, eitthvað svoleiðis. Hvenær er þetta? ´79, já 25 ára.

G: 25 já.

J: Og síðan hef ég náttúrulega verið að fjalla um Völsung.

G: Já, þannig að þú hefur fylgst vel með.

J: Í 36 ár. Skrifað um leiki, myndað leiki og þá á flestum sviðum. Ég hef svo, þar hafa tengslin haldist á og það er kannski ein ástæðan fyrir því að ég hef ekki mikið, ég hef verið í knattspyrnuráði einu sinni eða tvisvar á þessum tíma en ég hef ekki mikið viljað vera svona að vinna af því maður er að fjalla um þetta utan að komandi.

G: Vera hlutlaus.

J: Já.

G: Við getum þá kannski unnið næstu spurningar svona, ekki endilega frá þínum ferli heldur líka frá því að þú varst að fylgjast með sem blaðamaður þá. Nefnt eftirminnilega einstaklinga. Byrja á samherjum.

J: Já samherjar. Það eru náttúrulega, þeir eru náttúrulega mjög margir í gegnum tíðina.

G: Já og þá liðsmenn Völsungs.

J: Þessir félagar mínir sem komu með mér upp úr 3. flokki og spiluðum mörg ár. Gummi Jóns, Palli Rikka og Júlli Bessa. Þessir þrír, við komum fjórir upp og spiluðum í nokkur ár. Þeir eru náttúrulega mjög eftirminnilegir. Svo voru náttúrulega svona, Hermann Jónasar var gríðarleg kempa, Hreinn Elliða hann náttúrulega bæði, ég spilaði með honum í mörg ár, hann þjálfaði mig, okkur einn vetur sko. Hann náttúrulega var gamall landsliðsmaður og Frammari og spilaði með ÍA og var einn besti fótboltamaður á landinu á sínum tíma. Magnús Torfason, landsliðsmaður líka, Keflavík. Halldór Björnsson, einn landsliðsmaður enn, hann var hjá KR. Hann þjálfaði okkur þegar við fórum upp í hérna, upp úr 3. deild þegar ég var 17 ára. Þá þjálfaði hann liðið og spilaði með því og Arnar Guðlaugsson, hann var nú landsliðsmaður í handbolta reyndar. 

G: Hann er pabbi hérna…

J: Ásmundar Arnarssonar og Gulla. Hann er pabbi þeirra sko. Og þetta eru, já, já, þetta eru, þetta eru svona þessir helstu sem maður getur talið upp. Eftirminnilegasta stund náttúrulega sem blaðamaður er þegar Völsungar fóru upp í 1. deild eða efstu deild. Það var náttúrulega algjörlega ógleymanlegt og þegar þeir unnu, ég held það hafi verið Selfoss hérna 2-1, gríðarleg hátíð hérna úti á velli og síðan var bara opið hús í félagsheimilinu og menn komu þar saman og fögnuðu og á þessu, þetta er ´86, á þessum sama degi var verið að kjósa prest á Húsavík, það voru prestskosningar og Hallmar Freyr hérna formaður, pabbi Ingólfs, hann hérna, það var eitthvað treg, treg hérna kjörsókn og það var verið að fagna fótboltanum og búið að gleyma að það væru kosningar og Beisi stendur upp í félagsheimilinu og argar; „nú erum við komnir upp í 1. deild í fótbolta og nú þurfum við líka 1. deildarprest, allir í kirkjuna að kjósa.“ Það bara hreinsaðist salurinn og alveg þessar glæsilegu kosningar. Og hann er hér ennþá.

G: Metþátttaka?

J: Sama dag og Völsungar fóru upp var séra Sighvatur sem núna er kosinn prestur.

G: Já.

J: Það eru margir búnir að gleyma því en mér, þetta er mjög eftirminnilegt þegar formaður félagsins hvatti menn til að fara til kirkju og kjósa 1. deildarprest.

G: 1. deildarprest já.

J: Já svona, þetta voru svona eftirminnilegu, svo náttúrulega árið eftir þegar Landsmót UMFÍ var haldið hérna, þá var, og þá var fyrsta árið sem Völsungar spiluðu, Völsungar spiluðu í efstu deild.

G: Þeir héldu sér uppi fyrsta árið?

J: Þeir héldu sér uppi fyrsta árið á ótrúlegan hátt.

G: Kom ekki silf… bronsskór hingað?

J: Jú, Jónas Hallgrímson. Ég spilaði aldrei með Jónasi, hann var ótrúlega klókur. Þeir voru ofboðslega góðir tveir, tveir af bestu leikmönnum í sögu Völsungs voru í þessu liði. Helgi Helgason frá Grafarbakka sem að varð síðan Íslandsmeistari með Víkingi á sínum tíma og Kristján Olgeirsson sem var með Skaganum og hann hefði getað orðið einn af besti knattspyrnumaður á Íslandi.

G: Hann er héðan[Húsavík] er það ekki?

J: Jú. Hann spilaði hérna með okkur í nokkur ár og fór síðan á Skagann og spilaði þar, ég sá hann spila á móti, hérna, Barcelona í Evrópukeppninni, Skaginn spilaði á móti Barcelona á Laugardalsvelli og þeir töpuðu 1-0. Þá var hann á miðjunni hjá þeim og var að spila við marga af bestu miðjumönnum Evrópu og hann hafði alveg í fullu tré við þá. Hann hafði alveg getað orðið alveg algjör topp atvinnumaður ef hann hefði áhuga á því. Hann hafði það bara ekki. Þannig að hann og Helgi Helgason, þeir eru sennilega einhverjir bestu knattspyrnumenn sem hafa komið hér upp og svo náttúrulega á seinni árum menn eins og Jónas Grani Garðarsson sem var með FH, ægilegur markaskorari og það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað margir topp leikmenn hafa komið frá Húsavík.

G: Já, já, maður bara lítur á Pepsi-deildina núna.

J: Já ef þú tekur þetta svona eiginlega síðustu 20 ár þá er örugglega hægt að stilla upp svona þremur liðum, efstu deildarliðum eingöngu skipað leikmönnum frá Húsavík. Það er alveg ótrúlega magnað.

G: Já, það má eiginlega bæta við Þingeyingum, hérna já.

J: Já, Mývetningar náttúrulega. Baldur Mývetningur náttúrulega, jú, jú. Þeir verða að vera með. Já, já, þetta er flott.

G: Svo, eftirminnilegir þjálfarar hérna.

J: Já, það er náttúrulega, það er náttúrulega Villi Páls. Hann er nú yfirleitt, hann hefur eiginlega þjálfað, hann er eiginlega fyrsti þjálfari allra í fótboltanum. Allavega á þessum fyrstu árum.

G: Það hafa allir farið í gegnum yngri flokkana hjá honum?

J: Já svona, í gamla þegar á meðan hann var í þessu. Það var enginn þjálfari hérna, það var enginn sem hafði einhverja þjálfaramenntun eða neitt. Þannig að hann var bara með öll lið. Svo náttúrulega, ég þjálfaði hérna líka, ég var þegar ég var 17 ára, kem með eina sögu, ég var hérna. Þegar ég var, ég var alltaf varnarmaður þegar ég var að spila, fyrstu tvö árin eitthvað, þá var ég í vörninni. Svo hérna fáum við þjálfara sem var aðalstjarnan hérna, Sigþór Sigurðarson, Sissi bakari sem var bakarameistari fyrir sunnan, pabbi Kolbeins og Andra. Hann sem sagt, á fyrstu æfingunni hans hérna þá sagði hann; „þú verður framherji hérna, þú ert svo fljótur og þú verður senter“ og ég var það síðan alltaf eftir þetta. Hann, en svo var ég að þjálfa líka og var að þjálfa 6. flokk hérna eitt sumarið og þar var Arnór Guðjohnsen að stíga sín fyrstu skref og þá var, ég hef aldrei séð annað eins. Hann var tíu ára, eitthvað svoleiðis, átta, níu, tíu ára, eitthvað svoleiðis og hann var, ég, honum hefur ekkert farið mikið fram síðan. Hann var fullkominn leikmaður tíu ára gamall og hann var til dæmis, maður hafði aldrei, hann var svona vöðvahnykill sko eins og hann var seinna, og alltaf verið, orðinn svona vöðvabúnt og hann gat skallað, var með fullkomna skallatækni sem maður sér ekkert hjá tíu ára stráka vera með og svo þegar maður fór að sjá hann spila með landsliðinu og svona, hann var ekkert mikið betri þá en þegar hann var tíu ára.

G: Bara sömu hreyfingarnar.

J: Hann var svo ofboðslega góður, svo lang lang lang besti ungur leikmaður sem maður hefur séð, strák, langbestur. Já.

G: Já, þú hefur þjálfað.

J: Já.

G: Fleiri eftirminnilegir þjálfarar hérna á staðnum?

J: Já allavega Halldór Björnsson sem var hérna, þjálfaði, fyrsti þjálfarinn minn í meistaraflokki, þegar við fórum upp og Hreinn Elliða og Villi kom aftur og þjálfaði meistaraflokk einhvern tímann. Einar Helgason var mjög eftirminnilegur, þjálfaði hérna, Akureyringur og… já þetta eru svona helstu sem ég var með, þeir voru ekki það margir. 

G: En mótherjar? Einhverjir skemmtilegir sem þú manst eftir eða skemmtilegir, leiðinlegir kannski eftirminnilegri.

J: Já svona fyrstu árin þá vorum, var maður að spila við Akureyringa, þar voru mjög góðir leikmenn, landsliðsmenn sem að, þessir gömlu. Gunnar Austfjörð, sem hérna spilaði alltaf með svarta hanska, bara svo sæjust ekki fingraförin þegar hann kleip mann eða barði mann, hann var mjög skemmtilegir. Þarna voru sko þrír eða fjórir, fjórir landsliðsmenn. Magnús Jónatansson, Kári Árnason, Skúli Ágústsson þetta voru allt landsliðsmenn. Ég held þeir hafi allir spilað, allavega þrír, ég held það hafi verið fjórir Akureyringar, ég minnist alltaf á það við Akureyringa, það voru fjórir Akureyringar í, það hafa aldrei verið fleiri Akureyringar í landsliðinu heldur en þeg ar Íslendingar töpuðu 14-2 fyrir Danmörku. Það var einn, nei það var meira en 1/3 af liðinu var frá Akureyri. Þessir voru mjög eftirminnilegir, svo var hérna. Svo voru mjög eftirminnilegir leikmenn sem hafa spilað við mig með FH á sínum tíma. Þar voru landsliðsmenn og hérna, Viðar Halldórsson sem ég reyndar var með í menntaskóla og var með í skólaliði á sínum tíma. Hann var, hann spilaði eina 30, 40 landsleiki. Pabbi þeirra hérna Viðarssona í FH sem eru núna einir tveir eða þrír. Bjarni Viðarsson og Davíð og þeir.

G: Og Arnar, er það ekki elsti?

J: Hann var bakvörður hann Viddi og ég var alltaf vinstri eða hægri kantur, þannig að þeir voru bakverðir, þeir Viddi og Logi Ólafsson voru alltaf bakverðir. Þannig að ég var að spila á móti þeim, þarna í tvö, þrjú ár. Þeir voru alltaf fastir bakverðir. Þeir voru mjög eftirminnilegir.

G: Í FH þá? Var Logi í FH?

J: Logi var í FH og spilaði. Þeir voru alltaf bakverðir þannig að ég fékk yfirleitt annað hvort Loga eða, eða hérna, eða sem sagt Vidda og það var erfiðara að spila á móti Vidda því hann var fljótari og sneggri enda spilaði Viddi 30 landsleiki og Logi held ég engan sko.

G: Nei ég held ekki.

J: Eftirminnilegir, já þetta voru eftirminnilegir.

G: En skemmtileg atvik sem hafa átt sér stað í leik eða? Þú varst nú búinn að koma með eitthvað.

J: Já, ég var nú búinn að koma með eitthvað. Það er náttúrulega eitt atvik sem ég reyndar man, ég held það hafi verið í Vestmannaeyjum, ég rugla því alltaf saman hvort það hafi verið í Vestmannaeyjum eða, eða hérna, ég held, það hlýtur að hafa verið í Vestmannaeyjum. Það er einhver frægasti leikur sem Völsungur hefur spilað. Það munaði ekki nema einum leik að við kæmumst í Evrópukeppni. Það er bara svona, það var bara vitlaus dráttur. Þá vorum við í 2. deild og, og við vorum að spila í 8-liðaúrslitum úti í Vestmannaeyjum á móti gríðarlega sterku liði Vestmannaeyinga og við vinnum þá 2-0 og, en ég var ekki með því ég var að vinna við logsuðu hérna um morguninn þegar við flugum til Vestmannaeyja og það hérna fór gjall hérna, ég var í strigaskóm og það fór gjall hérna, brennandi gjall ofan í skóinn og brenndi sig inn í bein, inn í fótinn og í beinið. Þetta var morguninn sem við áttum að spila og svo fljúgum við til Vestmannaeyja um hádegið og, ég fór með en gat ekki spilað. Þannig að þetta var, við vorum grýttir eftir leikinn, því þeir voru svo brjálaðir Eyjamenn, við vorum bara grýttir. Við vorum bara einhverjir drullusveitalúðar sem voru mættir þarna og þeir ætluðu bara að valta yfir okkur og í þessum leik þá stöndum við þarna og erum að fylgjast með. Stöndum á hliðarlínunni og ég held það hafi örugglega verið í þessum eða Siglufirði, ég er ekki viss, þá er sem sagt, var hérna, þetta var svo spennandi að einn þurfti að fara míga og sneri sér bara við og fór á bakvið og meig bara, svo heyrir hann einhver ægileg hróp og köll og greinilegt að það er verið að skora mark. Hann snýr sér við til að sjá og fattar ekki að hann sneri öllum líkamanum. Þannig að hann meig utan í næsta mann sem var held ég Alli Jói sem er hérna pabbi, pabbi hérna, sem er afi hans, hans Halldórs…

G: Alla Jóa sem er núna að spila og Jónasar?

J: Já, já, hann meig utan í hann en þetta er einhver eftirminnilegasti leikur. Þarna vorum við komnir í fjögurra liðaúrslit í bikarnum á móti, þá voru eftir Valur, Skagamenn og Víkingur. Valur og Víkingur, nei Víkingur og Skagamenn voru að, að hérna, Skagamenn voru eiginlega pottþéttir Íslandsmeistarar, okei, og við vorum búnir að reikna, Víkingar voru neðstir og voru að falla og við vorum búnir að reikna það út að ef við fengjum, ef við fengjum Víking í drættinum, á heimavelli þá myndum við vinna þá. Skaginn myndi vinna Val, þá værum við komnir í Evrópukeppni.

G: Já, þá hefðu þeir farið sem landsmeistarar og já.

J: Það hefðu þeir orðið landsmeistarar og þá hefðu þeir verið komnir og við erum sannfærðir um það ennþá, við hefðum unnið Val, nei Víkingana hérna og við stóðum okkur ágætlega á móti Skaganum. Við fengum Skagann og þeir unnu okkur 2-0 og Valur vann svo Víking og Skaginn vann svo Val. Þannig að það gekk alveg upp sko, þannig að það munaði einum leik að við værum komnir í Evrópukeppnina. Það var hérna mjög eftirminnilegt. En allan þennan tíma sem ég er að spila þá æfum við og spilum á möl. Ég er akkúrat hættur þegar nýji grasvöllurinn kom sko, þannig að ég missti af því.

G: Já, það er ´77. Það sumar.

J: Þannig að það, þannig að það var allt saman á möl hérna, við æfum og spilum og erfitt að skipta mönnum þess frá, eða svona, já mjög erfitt að æfa alltaf á möl. Boltinn hagar sér allt öðruvísi og það gekk ekki. Það var svona kannski það sem var aðal vandinn á þessum árum að reyna, að spila svo á grasvöllum, aðstöðumunur töluverður. Heyrðu já, já, en erum við ekki að verða helvíti góðir?

G: Ha?

J: Erum við ekki að verða helvíti góðir?

G: Ertu með einhverja keppnisferð sem er eftirminnilegri en önnur?

J: Það var nú… ja… Það var einhver, á þessum árum náttúrulega var þetta dálítið öðruvísi, menn voru svolítið að skemmta sér stundum eftir leiki. Það var allt annar mórall og við vorum að spila hérna einu sinni, og menn fengu sér yfirleitt í glas eftir leiki. Við vorum að spila einu sinni í Hafnarfirði, þá var reyndar, ég gleymdi, mjög eftirminnilegur þjálfari, Baldvin Baldvinsson heitinn, hann var líka landsliðsmaður og spilaði með KR og var Íslandsmeistari með KR, spilaði nokkra landsleiki. Hann er að þjálfa okkur og honum þótti sopinn góður og við erum að spila á móti Haukum í Hafnarfirði og, og hérna og það er hálfleikur og við erum 2-0 undir og hann spilar mjög illa og við reiknum með, að það yrði gríðarlegar skammir í hálfleik og Baldvin sagði: „strákar, það eru 45 mínútur í Jenever. Tökum þetta.“ Við fórum inn á og jöfnuðum og bara svo Jeneverinn rifinn upp og drukkinn. Þetta var… Einhvern tímann vorum við að spila á Sauðárkróki held ég og þá vorum við að klára held ég, ætli það hafi ekki verið árið sem við fórum upp úr 3. deildinni, 17 ára þá. Þá vorum við búnir að vinna held ég, hérna þennan riðil sem við vorum í, Norðurlandsriðilinn og áttum síðasta leikinn á Sauðárkróki og máttum tapa honum. Þannig að við vorum mjög afslappaðir. Eftir leikinn, þá var náttúrulega farið og bara partý og menn fóru um bæinn og, og hérna það var bara bankað upp á þar sem var einhvers staðar músík í gangi. „Við erum Húsvíkingar og við erum búnir að vinna, er ekki partý?“ Og svo var sérstaklega eftirminnilegt þegar við vorum búnir að mana Hafliða Jósteins, hérna þann fræga leikmann, það er stytta af hesti inn í miðbæ, hérna miðjum Sauðárkróki, gríðarlega há og það var búið að segja Hafliða að það hefði aldrei nokkur maður komist upp á þennan hest, þetta var svona manndómsraun. Hann náttúrulega ekki, svona stuttur, þessi sem var kallaður Puskás.

G: Já.

J: Hann reyndi ítrekað að komast upp á hestinn og þetta var, við stóðum þarna; „áfram Hafliði“. Svo var hérna, þetta var dálítið, já þetta var mjög frjálslegt. Það er gjörbreytt í dag. Það var… Þá var bara skylda að fagna eftir, að leik loknum.

G: Við erum svona eiginlega búnir að tækla þetta allt hérna.

J: Já, hér og þar sögubrot sem hægt er að nota.

G: Já.