11. júní 2015
Þekkingarsetrið á Húsavík
B. er Björg Jónsdóttir
G. er Guðmundur Friðbjarnarson
G: Við erum þá komin í gang hérna og fyrsta spurningin er: Hver eru fyrstu kynni þín af Íþróttafélaginu Völsungi?
B: Maður lifði bara svo og hrærðist í þessu öllu saman. Ég var bara í öllum íþróttum þarna sem voru í boði en ég byrjaði ábyggilega að skottast með í handbolta og ég man að þá var völlurinn þar sem núna er íþróttaaðstaðan úti, bara í þýfðu grasi svona og þegar meistaraflokkur var þá var ég þarna kannski tíu, tólf ára, settist ég alltaf og horfði á og þegar vantaði þá var alltaf kallað í mig og fékk aðeins að vera með. Svona byrjaði þetta hjá mér en svo, síðan fór ég náttúrulega bara að æfa þegar kom að því að við fengum æfingar. Þegar ég var komin á þann aldur sko og spilaði með þeim alveg þangað til ég fór úr bænum. Og þá vorum við í litla salnum í skólanum. Veistu hvar hann er?
G: Já
B: Þar æfðum við. Og svo náttúrulega á sumrin þá vorum við úti.
G: Var ekki handbolti aðallega útiíþrótt fyrst?
B: Jú en samt. Um leið og salurinn kom þá var farið að æfa inni.
G: Einmitt.
B: En fyrst var þetta út á grasi bara hér og þar. Svo var náttúrulega steyptur völlurinn þarna við skólann.
G: Já, sem er við gervigras, sparkvellina. Já, já.
B: Þar æfðum við sko eftir það.
G: Já, var það ekki hugsað sem handboltavöllur fyrst?
B: Jú.
G: Já einmitt. Ég held þetta sé svolítið stór spurning til þín en hver hafa verið hlutverk þín fyrir Völsung? Þú hefur keppt og þjálfað?
B: Já jú.
G: Þá handbolta?
B: Ég þjálfaði handbolta, var sko. Hérna áður fyrr þá var ég að æfa sem sagt handbolta og sund og frjálsar og allt þetta og maður var bara með í öllu. Síðan fór ég að þjálfa aðeins yngri stelpur, kannski þrem árum yngri eða eitthvað svoleiðis. Þá fór ég að þjálfa þær og síðan fer í íþróttakennaranámið á Laugarvatni og bjó síðan þrjú ár í Reykjavík og kenndi þar. Og svo síðan þegar við flytjum aftur hingað þá var ég hérna í hinum ýmsu ráðum líka. Handboltaráði og frjálsíþróttaráði. Þannig að maður var alltaf að vinna og hérna, maðurinn minn, hann var með mér í íþróttakennaraskólanum og þá komum við sko, þá var það þannig að þegar það þurfti að taka tíma einhvers staðar, hvort sem það var upp í fjalli í skíðum, eða út í sundlaug eða út á velli að þá var alltaf kallaði í íþróttakennarana þannig að við tengdumst svo mikið inn í þetta allt fyrsta árið. Svo náttúrulega leið og beið og þá fara foreldrarnir að taka meira þátt í þessu. Þetta voru eiginlega bara íþróttakennararnir sem voru, það var eins og engin gat haldið á klukku. Þú veist, það var þá.
G: Einmitt. Hvenær og hvernig kom til þess að þú fórst að starfa og keppa fyrir félagið? Þú bara dróst inn í þetta?
B: Já bara, þetta er eina félagið og ég bara var íþróttafíkill.
G: Já, ein af þeim. Þeir eru margir hérna.
B: Já maður bara ólst upp í þessu, eða flestir sem höfðu, hafa gaman af þessu og hérna, Villi Páls, þú ert örugglega búinn að heyra í honum eða eitthvað.
G: Já, já.
B: Hann tók, setti okkur bara upp í Land Roverinn sinn, með svona hliðarbekki, keyrði okkur svo í Laugar á æfingar hjá, á frjálsíþróttaæfingar þar og þá vorum við með sko, það var fyrir keppnir hjá HSÞ og hann keyrði okkur svona á milli sveita alveg hreint. Þegar svona það var tími, ég var nú ekkert mikið í frjálsum en samt ég keppti alltaf fyrir Völsung alls staðar. Í einhverju bara.
G: Bara það sem var í boði.
B: Í frjálsum íþróttum sko, öllu nema sprettunum held ég.
G: Heyrðu, eftirminnilegir einstaklingar frá tíma þínum. Þú mátt koma með eins langan lista og þú vilt bara.
B: Já.
G: Við getum byrjað á samherjum kannski?
B: Já það er náttúrulega Arnþrúður Karls, við vorum, erum skólasystur sko og við vorum saman í boltanum hérna, handboltanum og svo var farið að kvabba í okkur að koma í lið fyrir sunnan en við fórum, vorum valdar í unglingalandsliðið, bara þrettán ára eða eitthvað, þrettán eða fjórtán ára. Ég held við höfum verið yngstar þá í því. Þannig að við fórum með þeim á Norðurlandamót og, og svo fórum við báðar suður og hún fór í Fram og þá voru þjálfarar svona að pikka út sko, út á landi og ég fór í Val. Ég spilaði svo með Val, þeir tala alltaf um Valsungana.
G: Já, já, já.
B: Völsunga. En hérna, það var náttúrulega bara Valur en fór, spilaði með Val en svo þegar við komum heim aftur þá, þá vorum við bara mikið, innvinkluð í þetta allt saman. Og kenndum bæði hérna í skólanum.
G: Já einmitt. En þjálfarar. Hvaða þjálfarar voru hérna?
B: Sko það var náttúrulega Villi og svo var Sveinn Pálsson. Hann þjálfaði okkur voða mikið á þessum árum í handboltanum. Sveinn Páls og ég held að Hermann […] hafi verið með honum. Hefur þú eitthvað heyrt minnst á þessa?
G: Mig minnir að þeir séu saman á mynd einhvers staðar. Titlaðir sem þjálfarar.
B: Þeir voru lang mest með okkur hérna og Villi og svo, kom maðurinn minn, Pálmi Pálmason, hann fór að þjálfa aftur eins og fyrir landsmót og þannig eftir að við flytjum aftur hingað.
G: Já, fleiri samherjar kannski.
B: Það er náttúrulega Sigþrúður Sigurbjörnsdóttir og Hulda Skúladóttir og ég, maður þarf bara að sjá myndir af liðinu. Ertu ekki með einhvers staðar?
G: Jú, æi ég er aðallega að glugga í Sögu Húsavíkur.
B: Og svo á svipuðum aldri, og Gunnsa og, hún var svolítið eldri og, ég man, maður hefur ekkert verið að rifja þetta upp. Og Þuríður og Katrín Freysdætur, já og svo náttúrulega Arnþrúður en hún fór náttúrulega aðeins á undan mér suður þannig að hún var bara orðinn mótherji þarna um tíma. Jónína, Jónína Sigurðardóttir. Hún er í lögreglunni, hefur verið síðan hún fór héðan, hún var markvörður og Katrín Sigurðardóttir aftur seinna en hún, ég þjálfaði hana aftur, svo komu þær upp þannig að þetta blandaðist svolítið saman.
G: Það hefur verið stutt aldursbil. Einhverjir mótherjar sem þú manst eftir?
B: Hérna?
G: Nei bara sem þú hefur spilað við á ferlinum.
B: Það er svona, það er einhver persóna sem ég kynntist þarna því við fórum bara inn á Akureyri og kepptum bara þar og, þegar við vorum að keppa fyrir Völsung og svo bara, við fórum á útimót á Neskaupstað en það er enginn svona sérstakur mótherji sem ég man eftir sko. Þetta voru bara liðin, við vorum bara að keppa við þau.
G: Bara einbeita sér að þeim.
B: Þetta var bara heimsókn og svo búið.
G: En skemmtileg atvik sem hafa átt sér stað í leik eða keppnisferðum eða eitthvað? Einhverjar góðar sögur?
B: Það er bara fullt af einhverju sem maður man ekki neitt. Ha. Þetta var bara æðislegur tími, maður var alltaf að leika sér í þessu. Bara frábært að fá að alast upp í svona litlu svæði þar sem maður getur skokkað á hvaða æfingu sem var.
G: Mikið úrval af íþróttum, ég held þetta sé ekki algengt. Eftirminnileg keppnisferð?
B: Það var ein, það var mjög flott þarna að fara á Neskaupstað. Það unnum, við urðum Íslandsmeistarar þar, alveg óvart sko. Reykjavíkurliðin komu og við unnum og upp úr því var svona farið að kvabba í okkur Arnþrúði.
G: Já, heldur þú að það hafi verið svona í fyrsta skipti sem einstaklingar hafi verið tíndir héðan?
B: Í bara handbolta örugglega.
G: Svo er þetta náttúrulega bara orðið.
B: Já núna er bara skipt um félag, svo þegar ég fór að spila með landsliðinu eða Val, það var aldrei sama tilfinningin og spila fyrir Völsung.
G: Fyrir þitt uppeldisfélag.
B: Nei ég náði því aldrei alveg, það er öðruvísi. Þú kannski heyrir það þegar Völsungar fara, þeir eru alltaf Húsvíkingar og Völsungar í hjartanu þegar það er talað við þá.
G: Þeir eru líka svolítið vinsælir svona til þess að lokka til stærri félaga. Mörg dæmi um það en hver er minning þín af æfinga- og keppnisaðstöðu félagsins? Þú komst nú aðeins inn á þetta áðan.
B: Já hún var nú ekkert burðug en við fengum þennan sal og þá náttúrulega var bara nokkrir metrar í markið, en þetta, við lærðum alveg helling þarna og svo útivellirnir. Það var náttúrulega snilld að fá steyptan völl. Það var algjör bylting sko. Það var haldið Íslandsmót hér á Húsavík á þessum velli.
G: Á litla sem við vorum að..?
B: Og svo bara þýfð tún einhvers staðar. Bara fundum eitthvað. Maður átti ekki öðru að venjast.
G: Já. Hvert er að þínu mati þitt merkilegasta íþróttaafrek?
B: Afrek?
G: Afrek. Þú ert búin að minnast á Íslandsmeistaratitil og landslið.
B: Já, já. Það á þá að vera með Völsung? Þú ert að meina það?
G: Það þarf ekkert að vera. Bara bæði ef þú vilt.
B: Við vorum náttúrulega, ég var á þeim tíma í Val við vorum svo oft Íslandsmeistarar. Þá var Valur svona á toppnum sko. Valur og Fram, það var…
G: … voru stærstu liðin.
B: Hérna ábyggilega bara já. Við náttúrlega fórum líka á landsmót fyrir Völsung og á Sauðárkróki unnum við handboltann og, og svo urðum við Íslandsmeistarar…
G: … fyrir austan já.
B: Þetta var svona með Völsungi svo vorum við valdar þarna í landsliðið. Ég hugsa nú að þetta sé svona mest, svona sem maður man.
G: Það hlýtur að vera það sem stendur upp úr.
B: Já.
G: En þjálfaraferillinn hjá þér. Hvað var hann..?
B: Hann var bara, ég var bara búin. Ég þjálfaði stelpur, ætli það hafi ekki verið í 3. flokki. Þær urðu Íslandsmeistarar.
G: Já. Mig minnti það. Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér?
B: Hún er bara björt. Það er náttúrulega alltaf verið að flokka burtu þau bestu. Það er orðin svo mikil atvinnumennska í þessu.
G: Þannig að liðin verða svona…
B: Já þetta verða svona meira en minna uppalendur á góðu íþróttafólki. Ég hugsa það. Ég hugsa það því við eigum fjögur börn og þau ólust upp í það að geta verið í öllum íþróttagreinum og æft og leikið sér. Þau, þau hafa bara verið alveg á hvolfi í íþróttum síðan. Ég held að maður næði þessu ekki eins og í Reykjavík að leyfa öllum, það þarf að keyra svo mikið.
G: Já einmitt.
B: Þetta verður allt öðruvísi.
G: Hvernig upplifir þú áhrif íþróttafélagsins á samfélagið hérna á Húsavík? Það er kannski viðeigandi að fara í þá spurningu núna.
B: Þetta er bara æðislegt. Þetta er náttúrulega eina félagið. Það fara allir í Völsung. Það er ekkert annað í boði. Mér finnst þetta bara alveg frábært og bara kynnast þessu, bæði sjálf og svo öll mín börn. Þau komust, þau voru pikkuð út sum, í lið, önnur lið og, en fengu þetta fína uppeldi hérna. Þetta er bara æðislegt. Það eru svo margar greinar í gangi en núna erum við náttúrulega að keppast við, við sko, fótboltinn núna sko er allsráðandi, einu sinni var handboltinn og blakið mjög hátt skrifað um tíma sko. Við vorum náttúrulega í öldungablaki og hérna, þetta er svolítið keppni við sko, það má ekkert, við höfum ekkert efni á að vera með of margar greinar í gangi.
G: Það svona, það tekur alltaf ein yfir.
B: Já, það tekur yfirleitt ein yfir eins og á Króknum. Þegar þeim var gefið handboltar af HSÍ þá skiluðu þeir þeim af því að þeir ætluðu ekkert að fara í handbolta. Þar er bara körfubolti.
G: Það er bara körfubolti.
B: En ég held að framtíðin sé mjög björt.
G: Það held ég líka. Góður grunnur hérna á Húsavík. Þetta er fjölbreytt. Já.
B: Já ég held líka því fjölbreyttara sem krakkarnir eru að æfa þeim mun meiri fjölbreytni inn í þá koma þau best út. Maður heyrði þetta talað um fyrir nokkrum árum, að erlendis, að þá var verið að uppgötva það að bestu íþróttamennirnir er þeir sem hafa ekki bara verið í fótbolta ef þeir eru fótboltamenn, ekki bara í fótbolta heldur í ýmsum greinum líka.
G: Við erum búin að fara svolítið inn á það, aðrir viðmælendur að sérhæfðar íþróttagreinar, það eigi að bíða með það.
B: Já, það er alveg niður í pínulítil hérna. Ég hef náttúrulega kennt íþróttir svo lengi, maður er alltaf inn í þessu þó ég sé ekkert virk innan Völsungs.
G: Hvenær svona, eða hvenær hættir þú afskiptum af Völsungi?
B: Veistu það ég bara… ég náttúrulega þjálfaði þegar við vorum með alla krakkana í þessu. Svo, svo bara hef ég verið að keppa fyrir Völsung í blakinu alveg fram á, hætti fyrir tíu árum, eitthvað svoleiðis.
G: Og þú fylgist með ennþá?
B: Já, já, núna eru barnabörnin komin í þetta. Þannig að maður fylgist með.
G: Ég er nú búinn með spurningalistann hérna, nema svona síðasta nema þú sért með eitthvað að lokun?
B: Nei ég bara.
G: Skemmtilega sögu eða..?
B: Ég man þetta ekkert núna. Þetta var svo langt síðan en þetta voru bara frábærir tímar.
G: Þannig að það eru bara lokaorð til Völsunga.
B: Já bara halda áfram á sömu braut. Þetta er bara frábært starf sem unnið er þarna.
G: Þá held ég að það sé ekki neinu við að bæta nema þú viljir.
B: Nei ég bara man ekki en ég gæti sagt þér sögu því það eru til svo rosalega margar. Maður bara gleymir.
G: Þá bara, við eigum það þá bara inni.